Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. desember 2024 10:54 ,Vilhelm einkasafn, Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, telur talsverðar líkur á norðurljósadýrð á gamlárskvöld. Mögulega megi sjá bæði björtustu og litríkustu norðurljósin sem sést hafa yfir landinu síðan í október. Greint er frá athyglisverðri norðurljósaspá í færslu á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins þar sem segir að sólvindur hafi verið mjög hægur að undanförnu sem skýri hvers vegna lítil sem engin norðurljós hafi sést undanfarna daga. „Það er þó líklegast að breytast hressilega því kórónugos stefnir á Jörðina á um og yfir 600 km hraða á sekúndu,“ segir í færslunni. Óvissa sé þó um það nákvæmlega hvenær stormurinn hefst en um það gefi mismunandi líkön mismunandi niðurstöður en hægt er að fylgjast með rauntímamælingum á geimveðri á heimasíðunni icelandatnight.is. „Annars prýða þrjár bjartar reikistjörnur kvöldhiminninn. Í suðvestri skín Venus mjög skært og í austri er Júpíter bjartur. Í norðaustri er Mars áberandi. Satúrnus er líka á lofti en talsvert daufari,“ segir ennfremur í færslunni. Í tilkynningu frá Sævari Helga fylgir moli um kórónugos sem lýst er sem risaskvettum af rafhlöðnum ögnum. „Þær koma gjarnan í kjölfar öflugra sólblossa og sú er einmitt raunin nú. Í fyrradag varð blossi að styrk M3,5 sem var nógu öflugur til að slöngva efni úr kórónu sólar á ógnarhraða í átt til Jarðar. Í þessu rafagnaskýi er segulsvið sem snýr annað hvort í norður eða suður. Ef það snýr í norður nær segulsvið skýsins ekki að tengjast við segulsvið Jarðar, svo lítið sem ekkert sést á himni þótt brjálæðislega hvasst sé í geimnum. Sýni segulsviðið hins vegar í suður, nær segulsvið Jarðar að tengjast segulsviði kórónugossins og norðurljós kvikna. Stefnan er sýnd í Bz gildinu, svo fylgist með því.“ Fleiri ljós lýsa upp himininn á gamlárskvöld Þess má vænta að norðurljós verði ekki einu björtu og litríku ljósin sem lýsa muna upp næturhimininn á gamlárskvöld enda stærsta flugeldanótt ársins. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, betur er þekktur sem Siggi stormur, spáði því á dögunum stillu og miklu svifryki um áramótin. Ekki er fjallað um flugelda í færslu Sævars Helga á samfélagsmiðlum Stjörnufræðivefsins en ekki eru mörg ár síðan Sævar sagðist í samtali við Vísi vera ánægður með að teljast flugeldaóvinur númer eitt á Íslandi, en Sævar hefur verið ötull við að halda á lofti umræðu um skaðleg áhrif flugelda á umhverfið. Áramót Vísindi Geimurinn Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Greint er frá athyglisverðri norðurljósaspá í færslu á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins þar sem segir að sólvindur hafi verið mjög hægur að undanförnu sem skýri hvers vegna lítil sem engin norðurljós hafi sést undanfarna daga. „Það er þó líklegast að breytast hressilega því kórónugos stefnir á Jörðina á um og yfir 600 km hraða á sekúndu,“ segir í færslunni. Óvissa sé þó um það nákvæmlega hvenær stormurinn hefst en um það gefi mismunandi líkön mismunandi niðurstöður en hægt er að fylgjast með rauntímamælingum á geimveðri á heimasíðunni icelandatnight.is. „Annars prýða þrjár bjartar reikistjörnur kvöldhiminninn. Í suðvestri skín Venus mjög skært og í austri er Júpíter bjartur. Í norðaustri er Mars áberandi. Satúrnus er líka á lofti en talsvert daufari,“ segir ennfremur í færslunni. Í tilkynningu frá Sævari Helga fylgir moli um kórónugos sem lýst er sem risaskvettum af rafhlöðnum ögnum. „Þær koma gjarnan í kjölfar öflugra sólblossa og sú er einmitt raunin nú. Í fyrradag varð blossi að styrk M3,5 sem var nógu öflugur til að slöngva efni úr kórónu sólar á ógnarhraða í átt til Jarðar. Í þessu rafagnaskýi er segulsvið sem snýr annað hvort í norður eða suður. Ef það snýr í norður nær segulsvið skýsins ekki að tengjast við segulsvið Jarðar, svo lítið sem ekkert sést á himni þótt brjálæðislega hvasst sé í geimnum. Sýni segulsviðið hins vegar í suður, nær segulsvið Jarðar að tengjast segulsviði kórónugossins og norðurljós kvikna. Stefnan er sýnd í Bz gildinu, svo fylgist með því.“ Fleiri ljós lýsa upp himininn á gamlárskvöld Þess má vænta að norðurljós verði ekki einu björtu og litríku ljósin sem lýsa muna upp næturhimininn á gamlárskvöld enda stærsta flugeldanótt ársins. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, betur er þekktur sem Siggi stormur, spáði því á dögunum stillu og miklu svifryki um áramótin. Ekki er fjallað um flugelda í færslu Sævars Helga á samfélagsmiðlum Stjörnufræðivefsins en ekki eru mörg ár síðan Sævar sagðist í samtali við Vísi vera ánægður með að teljast flugeldaóvinur númer eitt á Íslandi, en Sævar hefur verið ötull við að halda á lofti umræðu um skaðleg áhrif flugelda á umhverfið.
Áramót Vísindi Geimurinn Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira