„Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2024 08:01 Alfreð Finnbogason fagnar hér einu af fjölmörgum mörkum sínum á atvinnumannaferlinum að þessu sinni marki fyrir þýska félagið FC Augsburg. Getty/TF-Images Alfreð Finnbogason gengur sáttur frá borði eftir farsælan knattspyrnuferil. Hann er ekki á heimleið strax, í það minnsta, en mun þó starfa fyrir uppeldisfélagið Breiðablik. Alfreð hefur verið á meðal fremri atvinnumanna Íslands og hefur farið víða. Svíþjóð, Danmörk, Holland, Spánn, Grikkland og Belgía á meðal áfangastaða. Hann hafði verið án liðs um hríð þegar hann lagði skóna á hilluna fyrir um mánuði síðan en slík ákvörðun er aldrei léttvæg. Erfiðasta ákvörðunin „Fyrir íþróttamenn er þetta líklega erfiðasta ákvörðun sem maður tekur nokkurn tímann og hún er ekki tekin oft. Að ákveða að hætta því sem maður hefur stefnt að alla ævi sem er að vera atvinnumaður í fótbolta,“ sagði Alfreð í viðtali við Val Pál Eiríksson. „Á sama tíma horfi ég mjög björtum augum á framtíðina og er bara spenntur fyrir því sem koma skal. Það eru algjör forréttindi að fá að hafa verið knattspyrnumaður svona lengi. Margir þurfa að hætta vegna meiðsla eða annarra ástæðna,“ sagði Alfreð. „Ég tók þessa ákvörðun sjálfur af því að ég tel það vera best fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég geng því mjög sáttur frá borði,“ sagði Alfreð. Ekki á heimaleið Alfreð er sérstakur tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Breiðabliks en er þó ekki á heimleið, ekki strax í það minnsta. „Eftir að ég hætti þá hef ég meiri lausan tíma til að koma til Íslands og taka þátt í nýrri stefnu sem Breiðablik vill fara með nýju starfsfólki. Það er unnið frábært starf þar,“ sagði Alfreð. Mjög spennandi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið enn þá betra. Við erum að reyna að stuðla að því að setja upp ákveðna stefnu og byggja ofan á þennan frábæra árangur sem var á þessu ári. Að vera allavega í fremstu röð í meistaraflokkum og taka þá stefnu niður í yngri flokkana. Það er mjög spennandi að vera hluti af því,“ sagði Alfreð. Er hann síðan að koma heim eða hver eru næstu skrefin hjá honum með það? „Það er ekkert ákveðið með það. Ég reikna með því að við fjölskyldan munum búa erlendis allavega fram á næsta sumar. Svo munum við bara skoða stöðuna. Það er í rauninni ekkert ákveðið í því en krakkarnir mínir eru í skóla hérna erlendis og stefnan er að vera erlendis næstu mánuðina,“ sagði Alfreð. Íslendingar erlendis Íslenski boltinn Breiðablik Tengdar fréttir „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Alfreð Finnbogason þekkir mjög vel til íslenska fótboltalandsliðsins enda einn markahæsti leikmaður þess frá upphafi. Hann á að baki 73 landsleiki og þrettán ár í landsliðinu og veit því hvaða kostum góður landsliðsþjálfari þarf að búa yfir. 27. nóvember 2024 08:01 Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Alfreð Finnbogason hefur nú formlega lokið knattspyrnuferli sínum sem leikmaður en hann tilkynnti þetta á Instagram í dag. 21. nóvember 2024 12:28 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Alfreð hefur verið á meðal fremri atvinnumanna Íslands og hefur farið víða. Svíþjóð, Danmörk, Holland, Spánn, Grikkland og Belgía á meðal áfangastaða. Hann hafði verið án liðs um hríð þegar hann lagði skóna á hilluna fyrir um mánuði síðan en slík ákvörðun er aldrei léttvæg. Erfiðasta ákvörðunin „Fyrir íþróttamenn er þetta líklega erfiðasta ákvörðun sem maður tekur nokkurn tímann og hún er ekki tekin oft. Að ákveða að hætta því sem maður hefur stefnt að alla ævi sem er að vera atvinnumaður í fótbolta,“ sagði Alfreð í viðtali við Val Pál Eiríksson. „Á sama tíma horfi ég mjög björtum augum á framtíðina og er bara spenntur fyrir því sem koma skal. Það eru algjör forréttindi að fá að hafa verið knattspyrnumaður svona lengi. Margir þurfa að hætta vegna meiðsla eða annarra ástæðna,“ sagði Alfreð. „Ég tók þessa ákvörðun sjálfur af því að ég tel það vera best fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég geng því mjög sáttur frá borði,“ sagði Alfreð. Ekki á heimaleið Alfreð er sérstakur tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Breiðabliks en er þó ekki á heimleið, ekki strax í það minnsta. „Eftir að ég hætti þá hef ég meiri lausan tíma til að koma til Íslands og taka þátt í nýrri stefnu sem Breiðablik vill fara með nýju starfsfólki. Það er unnið frábært starf þar,“ sagði Alfreð. Mjög spennandi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið enn þá betra. Við erum að reyna að stuðla að því að setja upp ákveðna stefnu og byggja ofan á þennan frábæra árangur sem var á þessu ári. Að vera allavega í fremstu röð í meistaraflokkum og taka þá stefnu niður í yngri flokkana. Það er mjög spennandi að vera hluti af því,“ sagði Alfreð. Er hann síðan að koma heim eða hver eru næstu skrefin hjá honum með það? „Það er ekkert ákveðið með það. Ég reikna með því að við fjölskyldan munum búa erlendis allavega fram á næsta sumar. Svo munum við bara skoða stöðuna. Það er í rauninni ekkert ákveðið í því en krakkarnir mínir eru í skóla hérna erlendis og stefnan er að vera erlendis næstu mánuðina,“ sagði Alfreð.
Íslendingar erlendis Íslenski boltinn Breiðablik Tengdar fréttir „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Alfreð Finnbogason þekkir mjög vel til íslenska fótboltalandsliðsins enda einn markahæsti leikmaður þess frá upphafi. Hann á að baki 73 landsleiki og þrettán ár í landsliðinu og veit því hvaða kostum góður landsliðsþjálfari þarf að búa yfir. 27. nóvember 2024 08:01 Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Alfreð Finnbogason hefur nú formlega lokið knattspyrnuferli sínum sem leikmaður en hann tilkynnti þetta á Instagram í dag. 21. nóvember 2024 12:28 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
„Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Alfreð Finnbogason þekkir mjög vel til íslenska fótboltalandsliðsins enda einn markahæsti leikmaður þess frá upphafi. Hann á að baki 73 landsleiki og þrettán ár í landsliðinu og veit því hvaða kostum góður landsliðsþjálfari þarf að búa yfir. 27. nóvember 2024 08:01
Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Alfreð Finnbogason hefur nú formlega lokið knattspyrnuferli sínum sem leikmaður en hann tilkynnti þetta á Instagram í dag. 21. nóvember 2024 12:28
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti