White er 54 ára, 37 árum eldri en Littler sem er talinn mun sigurstranglegri. Raunar þykir hinn sautján ára Littler líklegastur allra til að vinna HM.
White þekkir það þó vel að keppa við meðlim úr fjölskyldu Littlers.
„Þegar ég var að byrja í pílukastinu spilaði ég við afa hans, Phil Littler. Það var í Runcorn. Ég vann hann alltaf! Við spiluðum fyrir lið á staðnum og ég mætti honum oft,“ sagði White.
„Þú sást ekki Luke á barnum þarna. Hann var ekki einu sinni fæddur. Þetta var á 10. áratugnum.“
White komst í 2. umferð eftir að Sandro Eric Sosing þurfti að draga sig úr keppni. Í 2. umferðinni sigraði White svo Ritchie Edhouse, 1-3.
Littler vann Ryan Meikle, 3-1, í 2. umferðinni. Littler átti í vandræðum framan af leik en sýndi ótrúlega takta í fjórða settinu þar sem hann var með 140,91 í meðaltal.