Við hefjum leik í ensku B-deildinni þar sem þrír leikir verða í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Coventry tekur á móti Plymouth klukkan 14:50, klukkan 17:20 hefst bein útsending frá viðureign Derby og WBA og klukkan 19:50 eigast Stoke og Leeds við.
Klukkan 20:00 er svo komið að öðrum þætti í seríunni Íslandsmeistarar. Í gær, jóladag, var karlaliði Breiðabliks í knattspyrnu fylgt eftir, en í kvöld er komið að kvennaliði Keflavíkur í körfubolta.
Þá fylgir Viaplay einnig með áskrift að Sportpakkanum og í dag má þar finna beinar útsendingar frá leikjum í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta, ensku B- og C-deildunum, ruðningi og þýska handboltanum.