Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. desember 2024 19:27 Unnar Már Sigurbjörnsson stóð vaktina við lokunarpóst Reykjavíkurmegin Hellisheiðar í dag. Vísir/Rúnar Björgunarsveitarfólk hefur staðið vaktina við Hellisheiðina frá því í gær, til að tryggja að ökumenn fari ekki inn á hana. Útlit er fyrir að hún verði lokuð til morguns. Björgunarsveitir voru kallaðar til aðstoðar fólki á Hellisheiði í gærkvöldi, á aðfangadagskvöld. Heiðin var lokuð en einhverjir höfðu reynt við hana, mögulega vegna misvísandi upplýsinga á skiltum. Nú hefur lokunarpóstum verið komið fyrir beggja vegna heiðarinnar. En hvernig er fyrir björgunarsveitarfólkið að standa vaktina á jóladag? „Þetta er bara eins og hina dagana. Við þurfum að vera hér og leiðbeina fólki og segja þeim hvernig staðan er, hvaða möguleikar eru í stöðunni hverju sinni,“ Unnar Már Sigurbjörnsson, meðlimur í hjálparsveit skáta í Reykjavík. Beina umferð annað Ólíklegt er að Hellisheiði og Þrengslin verði opnuð í dag, en umferð hefur meðal annars verið beint um Suðurstrandarveg. „Það er alltaf í boði að fara hann ef hann er opinn. Þannig að við bara beinum fólki þangað sem það getur farið.“ Unnar segir nokkra umferð hafa verið í hádeginu. „Og það ruddust svolítið margir bílar yfir heiðina. Hvers vegna veit ég ekki, það gæti hafa verið út af kortaforritum. Ég þekki ekki nánari deili á því en mín vakt hér hefur gengið mjög vel.“ Að æða upp á lokaða heiði er hættuspil Ekki hafi þurft að liðsinna fólki uppi á heiðinni síðan í gærkvöldi að sögn Unnars. Þrátt fyrir það varar hann við því að fólk reyni hana. „Að fara inn á lokaða heiði er hættuspil, alveg sama hvernig veðrið er hér. Veðrið hér getur verið ágætt, en snælduvitlaust uppi á heiði. Þessi litli vegarspotti hér á milli hefur mjög margt upp á að bjóða í vondu veðri.“ Og svo standa kollegar ykkar vaktina hinu megin heiðar? „Jú,jú. Manni í Þorlákshöfn og björgunarsveitin í Hveragerði standa hinu megin og passa upp á póstana sína þar.“ Flugferðum aflýst og nóg af útköllum Veðrið hefur haft áhrif víðar, en Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði hafa til að mynda verið lokaðar í dag. Björgunarsveitir víða á vestanverðu landinu hafa verið kallaðar út, í Borgarfirði, í Reykhólasveit og á Akranesi, þar sem bátur var við það að slitna frá bryggju. Að sama skapi var fjölda flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli aflýst, en appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðurlandi til miðnættis, með éljagangi og vindhraða upp í 30 metra á sekúndu. Aðstæður þar hafa þó skánað og farið að undirbúa flugferðir að nýju. Fylgjast má með nýjustu veðurspám á vef Veðurstofunnar, og upplýsingar um færð á vegum má fá á Umferðin.is. Veður Tengdar fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli var kölluð út fyrr í dag vegna hættu á að þak á hlöðu á bæ rétt suður af Hvolsvelli myndi fjúka. Vel tókst til að tryggja að þakið lyftist ekki af, en 10 manns komu að verkinu sem var lokið um hálf þrjú í dag. 25. desember 2024 16:34 Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Jólahretið er hressilegt þennan jóladagsmorgun. Búast má við suðvestanátt í dag með hvassviðri eða stormi víða með dimmum éljum, einkum um landið sunnan- og vestanvert. 15-25 m/s og frosti frá 0 og upp í 5 stig. 25. desember 2024 07:32 Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast á aðfangadagskvöld og jólanótt, en slæm færð og vonskuveður hefur víða einkennt upphaf jólahátíðarinnar. Lokunarpóstar eru við Hellisheiði, og veðurviðvaranir í gildi inn í morgundaginn. 25. desember 2024 11:42 Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Ein flugvél er farin í loftið frá Keflavíkurflugvelli og aðrar eru að gera sig klárar, flugferðir frá vellinum hafa legið niðri síðan í morgun vegna veðurs. 25. desember 2024 16:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Björgunarsveitir voru kallaðar til aðstoðar fólki á Hellisheiði í gærkvöldi, á aðfangadagskvöld. Heiðin var lokuð en einhverjir höfðu reynt við hana, mögulega vegna misvísandi upplýsinga á skiltum. Nú hefur lokunarpóstum verið komið fyrir beggja vegna heiðarinnar. En hvernig er fyrir björgunarsveitarfólkið að standa vaktina á jóladag? „Þetta er bara eins og hina dagana. Við þurfum að vera hér og leiðbeina fólki og segja þeim hvernig staðan er, hvaða möguleikar eru í stöðunni hverju sinni,“ Unnar Már Sigurbjörnsson, meðlimur í hjálparsveit skáta í Reykjavík. Beina umferð annað Ólíklegt er að Hellisheiði og Þrengslin verði opnuð í dag, en umferð hefur meðal annars verið beint um Suðurstrandarveg. „Það er alltaf í boði að fara hann ef hann er opinn. Þannig að við bara beinum fólki þangað sem það getur farið.“ Unnar segir nokkra umferð hafa verið í hádeginu. „Og það ruddust svolítið margir bílar yfir heiðina. Hvers vegna veit ég ekki, það gæti hafa verið út af kortaforritum. Ég þekki ekki nánari deili á því en mín vakt hér hefur gengið mjög vel.“ Að æða upp á lokaða heiði er hættuspil Ekki hafi þurft að liðsinna fólki uppi á heiðinni síðan í gærkvöldi að sögn Unnars. Þrátt fyrir það varar hann við því að fólk reyni hana. „Að fara inn á lokaða heiði er hættuspil, alveg sama hvernig veðrið er hér. Veðrið hér getur verið ágætt, en snælduvitlaust uppi á heiði. Þessi litli vegarspotti hér á milli hefur mjög margt upp á að bjóða í vondu veðri.“ Og svo standa kollegar ykkar vaktina hinu megin heiðar? „Jú,jú. Manni í Þorlákshöfn og björgunarsveitin í Hveragerði standa hinu megin og passa upp á póstana sína þar.“ Flugferðum aflýst og nóg af útköllum Veðrið hefur haft áhrif víðar, en Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði hafa til að mynda verið lokaðar í dag. Björgunarsveitir víða á vestanverðu landinu hafa verið kallaðar út, í Borgarfirði, í Reykhólasveit og á Akranesi, þar sem bátur var við það að slitna frá bryggju. Að sama skapi var fjölda flugferða til og frá Keflavíkurflugvelli aflýst, en appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðurlandi til miðnættis, með éljagangi og vindhraða upp í 30 metra á sekúndu. Aðstæður þar hafa þó skánað og farið að undirbúa flugferðir að nýju. Fylgjast má með nýjustu veðurspám á vef Veðurstofunnar, og upplýsingar um færð á vegum má fá á Umferðin.is.
Veður Tengdar fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli var kölluð út fyrr í dag vegna hættu á að þak á hlöðu á bæ rétt suður af Hvolsvelli myndi fjúka. Vel tókst til að tryggja að þakið lyftist ekki af, en 10 manns komu að verkinu sem var lokið um hálf þrjú í dag. 25. desember 2024 16:34 Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Jólahretið er hressilegt þennan jóladagsmorgun. Búast má við suðvestanátt í dag með hvassviðri eða stormi víða með dimmum éljum, einkum um landið sunnan- og vestanvert. 15-25 m/s og frosti frá 0 og upp í 5 stig. 25. desember 2024 07:32 Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast á aðfangadagskvöld og jólanótt, en slæm færð og vonskuveður hefur víða einkennt upphaf jólahátíðarinnar. Lokunarpóstar eru við Hellisheiði, og veðurviðvaranir í gildi inn í morgundaginn. 25. desember 2024 11:42 Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Ein flugvél er farin í loftið frá Keflavíkurflugvelli og aðrar eru að gera sig klárar, flugferðir frá vellinum hafa legið niðri síðan í morgun vegna veðurs. 25. desember 2024 16:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Þak fauk nánast af hlöðu Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli var kölluð út fyrr í dag vegna hættu á að þak á hlöðu á bæ rétt suður af Hvolsvelli myndi fjúka. Vel tókst til að tryggja að þakið lyftist ekki af, en 10 manns komu að verkinu sem var lokið um hálf þrjú í dag. 25. desember 2024 16:34
Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Jólahretið er hressilegt þennan jóladagsmorgun. Búast má við suðvestanátt í dag með hvassviðri eða stormi víða með dimmum éljum, einkum um landið sunnan- og vestanvert. 15-25 m/s og frosti frá 0 og upp í 5 stig. 25. desember 2024 07:32
Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast á aðfangadagskvöld og jólanótt, en slæm færð og vonskuveður hefur víða einkennt upphaf jólahátíðarinnar. Lokunarpóstar eru við Hellisheiði, og veðurviðvaranir í gildi inn í morgundaginn. 25. desember 2024 11:42
Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Ein flugvél er farin í loftið frá Keflavíkurflugvelli og aðrar eru að gera sig klárar, flugferðir frá vellinum hafa legið niðri síðan í morgun vegna veðurs. 25. desember 2024 16:57