Innlent

Tveir vörðu jóla­nótt í fanga­klefa

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Hálkan setti sinn svip á jólanóttina.
Hálkan setti sinn svip á jólanóttina. Vísir/Vilhelm

Tveir gistu fangaklefa á jólanótt og talsvert var um umferðaróhöpp í hálkunni í gærkvöldi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í jólanæturdagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglustöð eitt barst þrjár tilkynningar um umferðaróhöpp þar sem tvær bifreiðar lentu saman. Eitthvað var tjónið á bílunum en enginn ökumaður eða farþegi alvarlega slasaður.

Lögreglustöð tvö barst heldur fleiri slík útköll og í einu slíku missti ökumaður stjórn á bifreiðinni sinni og endaði hún utan vegar. Engin slys urðu á fólki en draga þurfti bílinn af vettvangi með dráttarbifreið. Þremur bílum var ekið á ljósastaura, ökumenn komust óskaddaðir undan en einn þeirra var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.

Annars staðar í borginni er sömu sögu að segja. Einn ökumaður missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hún varð fyrir töluverðu tjóni og óökufær. Ökumaður og farþegi voru óslasaðir.

Tilkynnt var um innbrot í fyrirtæki og segir lögregla að málið sé í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×