Komust með flugvélinni á ögurstundu Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2024 19:32 Lítill ferfætlingur til vinstri á mynd beið eftir því að komast heim til nýrrar fjölskyldu sinnar á Egilsstöðum í dag. Georg Tumi Jónsson (t.h.) var spenntur að eyða jólunum með ömmu og afa á Egilsstöðum. Vísir/bjarni Næstum öllu innanlandsflugi var aflýst í dag vegna veðurs og annar jólastormur er í kortunum. Fjöldi örvæntingarfullra símtala barst Icelandair, sem mun bæta við ferðum á morgun ef þörf krefur. Fréttastofa ræddi við farþega sem komust heim fyrir jól, með einu innanlandsvélinni sem tók á loft í dag. Áætlanatöflur á Reykjavíkurflugvelli voru rauðar á að líta í dag; næstum öllu aflýst. Grænlandsflugið var reyndar á áætlun - og farþegar til Egilsstaða komust loks leiðar sinnar í einu innanlandsflugferð dagsins, Flugvélin fór í loftið rétt fyrir fjögur þegar aðstæður bötnuðu um stundarsakir. Eruð þið búin að fá mörg örvæntingarfull símtöl í dag? „Já, það fylgir þessu alltaf. En við höfum staðið vaktina vel og reynum að svara eftir bestu getu,“ segir Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri hjá Icelandair. Komið verður til móts við strandaglópa á morgun ef veður leyfir. „Þá sjáum við fram á að setja upp eitt til tvö, mögulega þrjú, aukaflug, eftir því hver þörfin er. Við reynum að sjá til þess að allir komist heim fyrir jól,“ segir Guðmundur. Þegar fréttamann bar að garði síðdegis var verið að undirbúa Egilsstaðaflugvélina til brottfarar. Ansi hvasst var á flugbrautinni en það hafðist, vélin fór í loftið. Hér fyrir neðan má sjá viðtöl við farþega sem biðu eftir að komast um borð í flugvélina, þau Pálu Geirsdóttur, Sigrúnu Höllu Einarsdóttur, Georg Tuma Jónsson og Ástu, sem var í forsvari fyrir einstaklega krúttlegan farþega úr dýraríkinu, sem átti spennandi ferðalag fyrir höndum. Veður Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Múlaþing Tengdar fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Icelandair sá ekki annað í stöðunni en að aflýsa flugferðum innanlands í dag vegna vindagangs og ókyrrðar í lofti. Eina flugferð dagsins er frá Egilsstöðum klukkan fjögur. 23. desember 2024 15:09 „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Varasamt ferðaveður er víða á landinu í dag, og verður einkum norðan- og norðaustanlands í kvöld. Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst fram yfir hádegi og vegum gæti verið lokað án fyrirvara. Þá er spáð jólastormi á sunnan- og vestanverðu landinu á morgun og hinn. 23. desember 2024 11:58 Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Eitt lítið snjóflóð féll niður í Raknadalshlíð í morgun. Vegur að Patreksfirði er lokaður. 23. desember 2024 10:14 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fleiri fréttir Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Sjá meira
Áætlanatöflur á Reykjavíkurflugvelli voru rauðar á að líta í dag; næstum öllu aflýst. Grænlandsflugið var reyndar á áætlun - og farþegar til Egilsstaða komust loks leiðar sinnar í einu innanlandsflugferð dagsins, Flugvélin fór í loftið rétt fyrir fjögur þegar aðstæður bötnuðu um stundarsakir. Eruð þið búin að fá mörg örvæntingarfull símtöl í dag? „Já, það fylgir þessu alltaf. En við höfum staðið vaktina vel og reynum að svara eftir bestu getu,“ segir Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri hjá Icelandair. Komið verður til móts við strandaglópa á morgun ef veður leyfir. „Þá sjáum við fram á að setja upp eitt til tvö, mögulega þrjú, aukaflug, eftir því hver þörfin er. Við reynum að sjá til þess að allir komist heim fyrir jól,“ segir Guðmundur. Þegar fréttamann bar að garði síðdegis var verið að undirbúa Egilsstaðaflugvélina til brottfarar. Ansi hvasst var á flugbrautinni en það hafðist, vélin fór í loftið. Hér fyrir neðan má sjá viðtöl við farþega sem biðu eftir að komast um borð í flugvélina, þau Pálu Geirsdóttur, Sigrúnu Höllu Einarsdóttur, Georg Tuma Jónsson og Ástu, sem var í forsvari fyrir einstaklega krúttlegan farþega úr dýraríkinu, sem átti spennandi ferðalag fyrir höndum.
Veður Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Múlaþing Tengdar fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Icelandair sá ekki annað í stöðunni en að aflýsa flugferðum innanlands í dag vegna vindagangs og ókyrrðar í lofti. Eina flugferð dagsins er frá Egilsstöðum klukkan fjögur. 23. desember 2024 15:09 „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Varasamt ferðaveður er víða á landinu í dag, og verður einkum norðan- og norðaustanlands í kvöld. Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst fram yfir hádegi og vegum gæti verið lokað án fyrirvara. Þá er spáð jólastormi á sunnan- og vestanverðu landinu á morgun og hinn. 23. desember 2024 11:58 Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Eitt lítið snjóflóð féll niður í Raknadalshlíð í morgun. Vegur að Patreksfirði er lokaður. 23. desember 2024 10:14 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fleiri fréttir Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Sjá meira
Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Icelandair sá ekki annað í stöðunni en að aflýsa flugferðum innanlands í dag vegna vindagangs og ókyrrðar í lofti. Eina flugferð dagsins er frá Egilsstöðum klukkan fjögur. 23. desember 2024 15:09
„Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Varasamt ferðaveður er víða á landinu í dag, og verður einkum norðan- og norðaustanlands í kvöld. Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst fram yfir hádegi og vegum gæti verið lokað án fyrirvara. Þá er spáð jólastormi á sunnan- og vestanverðu landinu á morgun og hinn. 23. desember 2024 11:58
Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Eitt lítið snjóflóð féll niður í Raknadalshlíð í morgun. Vegur að Patreksfirði er lokaður. 23. desember 2024 10:14