Handbolti

Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson nýtur sín vel í Póllandi.
Viktor Gísli Hallgrímsson nýtur sín vel í Póllandi. VÍSIR/VILHELM

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í Wisla Plock unnu stórsigur í pólsku handboltadeildinni í dag.

Wisla Plock vann þá tuttugu marka heimasigur á Zabrze, 41-21, eftir að hafa verið 21-9 yfir í hálfleik.

Viktor varði níu skot og 45 prósent skota sem á hann komu í leiknum. Hann varði eitt víti.

Viktor byrjaði ekki leikinn en kom sterkur inn og varði þá fjögur af fyrstu sex skotunum sem komu á hann.

Þetta var átjándi sigur Wisla Plock í átján leikjum en liðið er með fullt hús og þriggja stiga forskot á Kielce.

Þetta var síðasti leikur ársins hjá liðinu en næst á dagskrá hjá Viktori er lokaundirbúningur íslenska handboltalandsliðsins fyrir HM í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×