Katir hefur verið dæmdur í fjögurra ára keppnisbann fyrir hagræðingu gagna en hann var áður kominn í tveggja ára bann fyrir að missa af of mörgum lyfjaprófum.
Hlauparinn falsaði ferðaskjöl sem var framvísað við rannsókn á þessum skrópum hans í lyfjaprófin.
Hinn 26 ára gamli Spánverji var dæmdur í tveggja ára bann í febrúar fyrir að missa af þremur lyfjaprófum á tólf mánuðum.
Við rannsókn á málinu komst Alþjóðlega lyfjaeftirlitið (AIU) að því að á einum af þessum dögum sem átti að lyfjaprófa Katir þá hafi hann breytt ferðaupplýsingum sínum til að reyna afvegaleiða þá sem ætluðu að lyfjaprófa hann.
Alþjóðlega lyfjaeftirlitið skyldar íþróttafólk til að gefa upp hvar þau eru niðurkomin þannig að það sé hægt að prófa þau utan keppni.
Þetta bann hans rennur ekki út fyrr en í febrúar árið 2028.
Katir vann einnig brons á HM 2022 auk silfursins á HM 2023. Hann missir af næstu tveimur heimsmeistaramótum sem fara fram í Tókýó 2025 og í Peking 2027. Hann gæti hins vegar náð næstum Ólympíuleikum sem fara fram í Los Angeles sumarið 2028.
NEWS: 2023 World Championship 5,000m silver medalist Mohamed Katir has been banned for four years by the AIU for tampering.
— FloTrack (@FloTrack) December 20, 2024
Katir, who had already been serving a two-year ban for Whereabouts Failures set to last through Feb. 6, 2026, is now banned through February 2028.… pic.twitter.com/JkNdlePdNX