„Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2024 09:02 Michael van Gerwen fagnar sigrinum á James Hurrell í gærkvöldi. Getty/ James Fearn Hollendingurinn Michael van Gerwen tryggði sér sæti í þriðju umferð heimsmeistaramótsins í pílu í Ally Pally í gærkvöldi með sannfærandi sigri á James Hurrell 3-0. Van Gerwen er þrefaldur heimsmeistari en hefur ekki unnið titilinn í fimm ár. Hann byrjar mótið í ár vel en í fyrra datt hann út í átta manna úrslitunum og árið á undan komst hann í úrslitaleikinn en tapaði fyrir Michael Smith. „Ég spilaði svona allt í lagi. Auðvitað var ég dálítið stressaður því þetta hefur verið erfitt ár fyrir mig,“ sagði Van Gerwen við Sky Sports eftir sigurinn. „Það tekur alltaf frá þér orku og þú þarft því meira af henni. Heilt yfir þá var þetta góð frammistaða. Ég var fullur sjálfstrausts. Ég vann leikinn og það er það sem skiptir mestu máli,“ sagði Van Gerwen. „Hurrell er ekki sá fljótasti að spila og ég varð að reyna að halda mínum hraða. Þetta var ekkert stórkostlegt en mér er sama því ég vann leikinn,“ sagði Van Gerwen sem var spurður út í tempóið í spilamennsku mótherjans. Hurrell spilar hægt sem getur verið pirrandi. „Stundum þarftu að finna leið til að slaka á. Stundum er það erfiða í þessu,“ sagði Van Gerwen en hvað með James Hurrell? „Hann er frábær leikmaður en þetta var ekki hans kvöld. Þetta var ekki mitt kvöld heldur. Þetta er bara byrjunin hjá mér því það er von á meiru,“ sagði Van Gerwen. Í öðrum leikjum kvöldsins vann Florian Hempel 3-1 sigur á Jeffrey de Zwaan, Dylan Slevin vann 3-1 sigur á William O'Connor og Mickey Mansell vann 3-1 sigur á Tomoya Goto. Heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram í dag og verða tvær útsendingar á Vodafone Sport. Fyrri hluti sjöunda keppnisdagsins hefst klukkan 12.30 en sá seinni klukkan 18.55. Öll úrslitin föstudagsins á HM í pílukasti: - Hádegishluti - Fyrsta umferð Stephen Burton 0-3 Alexander Merkx Wessel Nijman 3-2 Cameron Carolissen Ian White - Sandro Eric Sosing (Sosing keppti ekki vegna veikinda) Önnur umferð Stephen Bunting 3-1 Kai Gotthardt - Kvöldhluti - Fyrsta umferð Mickey Mansell 3-1 Tomoya Goto Florian Hempel 3-1 Jeffrey de Zwaan William O'Connor 1-3 Dylan Slevin Önnur umferð Michael van Gerwen 3-0 James Hurrell Pílukast Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Sjá meira
Van Gerwen er þrefaldur heimsmeistari en hefur ekki unnið titilinn í fimm ár. Hann byrjar mótið í ár vel en í fyrra datt hann út í átta manna úrslitunum og árið á undan komst hann í úrslitaleikinn en tapaði fyrir Michael Smith. „Ég spilaði svona allt í lagi. Auðvitað var ég dálítið stressaður því þetta hefur verið erfitt ár fyrir mig,“ sagði Van Gerwen við Sky Sports eftir sigurinn. „Það tekur alltaf frá þér orku og þú þarft því meira af henni. Heilt yfir þá var þetta góð frammistaða. Ég var fullur sjálfstrausts. Ég vann leikinn og það er það sem skiptir mestu máli,“ sagði Van Gerwen. „Hurrell er ekki sá fljótasti að spila og ég varð að reyna að halda mínum hraða. Þetta var ekkert stórkostlegt en mér er sama því ég vann leikinn,“ sagði Van Gerwen sem var spurður út í tempóið í spilamennsku mótherjans. Hurrell spilar hægt sem getur verið pirrandi. „Stundum þarftu að finna leið til að slaka á. Stundum er það erfiða í þessu,“ sagði Van Gerwen en hvað með James Hurrell? „Hann er frábær leikmaður en þetta var ekki hans kvöld. Þetta var ekki mitt kvöld heldur. Þetta er bara byrjunin hjá mér því það er von á meiru,“ sagði Van Gerwen. Í öðrum leikjum kvöldsins vann Florian Hempel 3-1 sigur á Jeffrey de Zwaan, Dylan Slevin vann 3-1 sigur á William O'Connor og Mickey Mansell vann 3-1 sigur á Tomoya Goto. Heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram í dag og verða tvær útsendingar á Vodafone Sport. Fyrri hluti sjöunda keppnisdagsins hefst klukkan 12.30 en sá seinni klukkan 18.55. Öll úrslitin föstudagsins á HM í pílukasti: - Hádegishluti - Fyrsta umferð Stephen Burton 0-3 Alexander Merkx Wessel Nijman 3-2 Cameron Carolissen Ian White - Sandro Eric Sosing (Sosing keppti ekki vegna veikinda) Önnur umferð Stephen Bunting 3-1 Kai Gotthardt - Kvöldhluti - Fyrsta umferð Mickey Mansell 3-1 Tomoya Goto Florian Hempel 3-1 Jeffrey de Zwaan William O'Connor 1-3 Dylan Slevin Önnur umferð Michael van Gerwen 3-0 James Hurrell
Öll úrslitin föstudagsins á HM í pílukasti: - Hádegishluti - Fyrsta umferð Stephen Burton 0-3 Alexander Merkx Wessel Nijman 3-2 Cameron Carolissen Ian White - Sandro Eric Sosing (Sosing keppti ekki vegna veikinda) Önnur umferð Stephen Bunting 3-1 Kai Gotthardt - Kvöldhluti - Fyrsta umferð Mickey Mansell 3-1 Tomoya Goto Florian Hempel 3-1 Jeffrey de Zwaan William O'Connor 1-3 Dylan Slevin Önnur umferð Michael van Gerwen 3-0 James Hurrell
Pílukast Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Sjá meira