Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. desember 2024 12:25 Þær Þórdís Kolbrún, Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna hafa áhuga á formennsku í Sjálfstæðisflokknum. vísir/samsett Ríkisstjórnin fundaði í síðasta sinn í morgun. Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar og þingstörf í stjórnarandstöðu eru fram undan. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur íhugað framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins og Áslaug Arna segir skorað á sig. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, sem nú er reyndar einungis í formi starfsstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, kom saman á sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í morgun. Sjö ára valdatíð sögulegrar og þverpólitískrar stjórnar er því senn formlega lokið þar sem ný tekur við um helgina. Bjarni segist líta stoltur yfir farinn veg. Fáar ríkisstjórnir hafi mætt fleiri áskorunum sem hafi birst í formi heimsfaraldurs, stríðs í Evrópu og elda á Reykjanesi. „Maður hugsar til þess hvernig sú ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum er eflaust spennt fyrir því að hrinda sínum hugmyndum í framkvæmd en síðan gerast bara einhverjir hlutir og maður getur aldrei séð það fyrir fram. En vonandi verður þjóðin ekki fyrir jafn stórum áföllum og gerðust í tíð þessarar ríkisstjórnar - og voru utanaðkomandi, óviðráðanlegar og erfiðar aðstæður.“ Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar og þrír af fjórum ráðherrum Framsóknar fallnir af þingi. Þeirra sem eftir standa bíða störf í stjórnarandstöðu. Ljóst er að breytingar eru því fram undan og hefur því verið velt upp hvort þær muni einnig birtast í forrystu flokkanna. Aðspurður gaf Bjarni ekkert upp um það hvort hann muni sækjast eftir áframhaldandi formennsku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok febrúar. „Ég ætla að fara í frí núna á næstunni og svo kem ég ferskur inn í nýtt ár. Þá förum við að ræða um það sem er fram undan,“ sagði Bjarni. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur íhugað formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum.Vísir/Steingrímur Dúi Guðrún Hafsteinsdóttir segir að margir muni eflaust íhuga stöðu sína gefi Bjarni ekki kost á sér. Skorað hafi verið á sig. „Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki fengið hvatningu. Þannig ég mun hugsa það eins og örugglega margir aðrir. Þannig þú hefur íhugað kostinn? Já, ég hef gert það,“ segir Guðrún. Varaformaðurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er einnig áhugasöm. „Ég hef verið mjög skýr um það í lanan tíma að ég væri tilbúin til þess að leiða flokkinn inn í nýja tíma og í gegnum kynslóðaskipti þegar þar að kemur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa að byggja upp trúverðugleika sinn.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir einnig skorað á sig. „Ég get ekki neitað því að ég hef fengið mikla hvatningu og ég lít á það sem ánægju með mín störf,“ segir Áslaug. „Fyrst og fremst er brýnast að flokkurinn byggi upp trúverðugleika sinn. Að flokkurinn sjái fram á það hvernig hann ætlar að starfa til framtíðar, stækka sig og styrkja. Verða aftur leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum og stærsti flokkurinn,“ segir Áslaug Arna. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, sem nú er reyndar einungis í formi starfsstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, kom saman á sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í morgun. Sjö ára valdatíð sögulegrar og þverpólitískrar stjórnar er því senn formlega lokið þar sem ný tekur við um helgina. Bjarni segist líta stoltur yfir farinn veg. Fáar ríkisstjórnir hafi mætt fleiri áskorunum sem hafi birst í formi heimsfaraldurs, stríðs í Evrópu og elda á Reykjanesi. „Maður hugsar til þess hvernig sú ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum er eflaust spennt fyrir því að hrinda sínum hugmyndum í framkvæmd en síðan gerast bara einhverjir hlutir og maður getur aldrei séð það fyrir fram. En vonandi verður þjóðin ekki fyrir jafn stórum áföllum og gerðust í tíð þessarar ríkisstjórnar - og voru utanaðkomandi, óviðráðanlegar og erfiðar aðstæður.“ Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar og þrír af fjórum ráðherrum Framsóknar fallnir af þingi. Þeirra sem eftir standa bíða störf í stjórnarandstöðu. Ljóst er að breytingar eru því fram undan og hefur því verið velt upp hvort þær muni einnig birtast í forrystu flokkanna. Aðspurður gaf Bjarni ekkert upp um það hvort hann muni sækjast eftir áframhaldandi formennsku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok febrúar. „Ég ætla að fara í frí núna á næstunni og svo kem ég ferskur inn í nýtt ár. Þá förum við að ræða um það sem er fram undan,“ sagði Bjarni. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur íhugað formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum.Vísir/Steingrímur Dúi Guðrún Hafsteinsdóttir segir að margir muni eflaust íhuga stöðu sína gefi Bjarni ekki kost á sér. Skorað hafi verið á sig. „Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki fengið hvatningu. Þannig ég mun hugsa það eins og örugglega margir aðrir. Þannig þú hefur íhugað kostinn? Já, ég hef gert það,“ segir Guðrún. Varaformaðurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er einnig áhugasöm. „Ég hef verið mjög skýr um það í lanan tíma að ég væri tilbúin til þess að leiða flokkinn inn í nýja tíma og í gegnum kynslóðaskipti þegar þar að kemur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa að byggja upp trúverðugleika sinn.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir einnig skorað á sig. „Ég get ekki neitað því að ég hef fengið mikla hvatningu og ég lít á það sem ánægju með mín störf,“ segir Áslaug. „Fyrst og fremst er brýnast að flokkurinn byggi upp trúverðugleika sinn. Að flokkurinn sjái fram á það hvernig hann ætlar að starfa til framtíðar, stækka sig og styrkja. Verða aftur leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum og stærsti flokkurinn,“ segir Áslaug Arna.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira