Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Aron Guðmundsson skrifar 20. desember 2024 12:47 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu. Vísir/Anton Brink Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur, hefur ekkert heyrt frá KSÍ varðandi stöðu þjálfara karlalandsliðs Íslands í fótbolta. Sambandið þar af leiðandi ekki beðið Víkinga um leyfi að ræða við Arnar sem reiknar með því, eins og staðan er í dag, að stýra Víkingum í Sambandsdeild Evrópu í febrúar. Hlutirnir geti hins vegar breyst fljótt í fótbolta. Víkingar tryggðu sér í gær sæti í umspili fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta með jafntefli á útivelli gegn LASK Linz í Austurríki. Eftir sex umferða deildarkeppni enduðu Víkingar í nítjánda sæti deildarkeppninnar með átta stig og varð það ljóst í hádeginu að liðið mun mæta Panathinaikos í umspili fyrir sextán liða úrslit deildarinnar í tveggja leikja einvígi í febrúar. Arnar er einn tveggja þjálfara sem hefur helst verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hinn er Freyr Alexandersson sem nýlega var rekinn úr stöðu þjálfara belgíska úrvalsdeildarfélagsins KV Kortrijk. Hafandi þessa stöðu í huga býst Arnar við því að stýra Víkingum í umspilinu í febrúar? „Staðan er allavegana þannig núna en hlutirnir geta breyst fljótt í fótbolta,“ segir Arnar í samtali við Vísi í morgun. „Ég hef ekki heyrt nokkurn skapaðan hlut en les alveg blöðin. Mér finnst KSÍ hafa svarað þessu ágætlega til þessa. Menn þar eru ábyggilega bara að fara yfir einhverjar umsóknir og þess háttar. Ef þeir vilja tala við mig þá þurfa þeir að tala fyrst við Víkingana og fá leyfi til þess. Þetta er ekki flókið í mínum huga.“ Þannig ef að leyfið kæmi frá Víkingunum þá myndirðu setjast niður með þeim? „Það er nú erfitt að segja til um það núna en ef að Víkingur gefur leyfið þá er voðalega erfitt að neita því. Þá hefur maður náttúrulega áhuga á því að tala við KSÍ.“ Búist má við því að aukinn þungi fari að færast í ráðningarferli KSÍ en fyrsta verkefni nýs landsliðsþjálfara verður tveggja leikja einvígi við Kósovó í mars í umspili Þjóðadeildarinnar. Freyr Alexandersson er í sömu stöðu og Arnar hvað það varðar að hafa ekki heyrt frá KSÍ frá því að þjálfaraleit sambandsins fór af stað. Í síðustu viku sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ í samtali við Vísi að sambandið hafi ákveðið að gefa sér tíma í þjálfaraleitina en á sama tíma reyna vinna hana hratt og mögulegt er. Þorvaldur sagði fjölda umsókna hafa borist á borð KSÍ en gaf lítið uppi um nákvæman fjölda. Landslið karla í fótbolta Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Víkingar tryggðu sér í gær sæti í umspili fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta með jafntefli á útivelli gegn LASK Linz í Austurríki. Eftir sex umferða deildarkeppni enduðu Víkingar í nítjánda sæti deildarkeppninnar með átta stig og varð það ljóst í hádeginu að liðið mun mæta Panathinaikos í umspili fyrir sextán liða úrslit deildarinnar í tveggja leikja einvígi í febrúar. Arnar er einn tveggja þjálfara sem hefur helst verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hinn er Freyr Alexandersson sem nýlega var rekinn úr stöðu þjálfara belgíska úrvalsdeildarfélagsins KV Kortrijk. Hafandi þessa stöðu í huga býst Arnar við því að stýra Víkingum í umspilinu í febrúar? „Staðan er allavegana þannig núna en hlutirnir geta breyst fljótt í fótbolta,“ segir Arnar í samtali við Vísi í morgun. „Ég hef ekki heyrt nokkurn skapaðan hlut en les alveg blöðin. Mér finnst KSÍ hafa svarað þessu ágætlega til þessa. Menn þar eru ábyggilega bara að fara yfir einhverjar umsóknir og þess háttar. Ef þeir vilja tala við mig þá þurfa þeir að tala fyrst við Víkingana og fá leyfi til þess. Þetta er ekki flókið í mínum huga.“ Þannig ef að leyfið kæmi frá Víkingunum þá myndirðu setjast niður með þeim? „Það er nú erfitt að segja til um það núna en ef að Víkingur gefur leyfið þá er voðalega erfitt að neita því. Þá hefur maður náttúrulega áhuga á því að tala við KSÍ.“ Búist má við því að aukinn þungi fari að færast í ráðningarferli KSÍ en fyrsta verkefni nýs landsliðsþjálfara verður tveggja leikja einvígi við Kósovó í mars í umspili Þjóðadeildarinnar. Freyr Alexandersson er í sömu stöðu og Arnar hvað það varðar að hafa ekki heyrt frá KSÍ frá því að þjálfaraleit sambandsins fór af stað. Í síðustu viku sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ í samtali við Vísi að sambandið hafi ákveðið að gefa sér tíma í þjálfaraleitina en á sama tíma reyna vinna hana hratt og mögulegt er. Þorvaldur sagði fjölda umsókna hafa borist á borð KSÍ en gaf lítið uppi um nákvæman fjölda.
Landslið karla í fótbolta Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn