Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Aron Guðmundsson skrifar 20. desember 2024 10:02 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur ræddi við Vísi á flugvelli í Austurríki í morgun eftir að Víkingar náðu sögulegum árangri þar í landi í gær. Vísir Lið Víkings Reykjavíkur verður í flugi á leið heim til Íslands þegar dregið verður í umspil fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í dag. Þjálfari liðsins er gífurlega stoltur af sínum mönnum sem tryggðu sér umspilssætið með jafntefli í Austurríki í gær. Dregið verður í umspil Sambandsdeildarinnar klukkan tólf í dag. Sýnt verður beint frá drættinum á Stöð 2 Sport 2 sem og hér á Vísi. Þrátt fyrir að gærkvöldið hafi ábyggilega taugatrekkjandi fyrir Víkinga virtist sæti þeirra í umspilinu aldrei í stórhættu. Liðið gerði sitt og náði í þetta gríðarlega mikilvæga jafntefli á móti LASK Linz sem tryggði umspilssætið. Menn á bekknum hjá Víkingum fylgdust vel með gangi mála í öðrum leikjum á meðan á lokaumferðinni stóð. „Við vorum með puttann á púlsinum allan tímann,“ segir Arnar Gunnlaugsson í samtali við Vísi núna í morgun. „Spurðum reglulega hver staðan væri í hinum leikjunum og sömuleiðis hver staða okkar í deildinni væri. Það var mjög ljúft þegar að dómarinn flautaði leikinn af og það var ljóst að við værum komnir áfram.“ Arnar var sáttur með spilamennsku sinna manna, sérstaklega í fyrri hálfleik en róðurinn þyngdist í þeim seinni þrátt fyrir að austurríska liðið hefði ekki ógnað marki Víkinga með dauðafærum. „Þetta var virkilega sterkt stig. Við erum búnir að læra fljótt í þessari keppni. Fyrsti útileikurinn var erfiður þar sem að við töpuðum 4-0, svo höfum við fengið tvö sterk jafntefli í Armeníu og nú í Austurríki. Maður gæti ekki verið stoltari af strákunum.“ Tímabilið lengist enn frekar fyrir Víkinga, gleðitíðindi en nú tekur við verðskuldað og kærkomið frí áður en alvaran hefst á ný. „Þetta hefur verið ótrúlegt ár. Frábært ár í alla staði. Erum búnir að standa okkur vel í öllum keppnum. Þetta hefur verið langt og strangt tímabil en ótrúlega lærdómsríkt, bæði fyrir mig, þjálfarateymið og leikmenn. Núna eigum við skilið að fara í smá frí. Svo byrjum við aftur á fullu um miðjan janúar. Reynum að mæta vel undirbúnir til leiks í þessa playoffs leiki. Það verður spennandi að sjá í hádeginu á móti hverjum við drögumst. Ævintýrið heldur áfram.“ Víkingar verða í pottinum á morgun þegar dregið verður í umspil.víkingur / X Vita örlög sín þegar að heim er komið Uppi í tugþúsunda feta hæð munu Víkingar sitja spenntir í flugvél á leiðinni heim til Íslands frá Austurríki þegar að dregið verður í umspil fyrir 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar klukkan tólf. „Við verðum í flugi á leiðinni heim þegar að drátturinn fer fram. Leiðir okkar Haralds framkvæmdastjóra Víkings Reykjavíkur skildu hér á flugvellinum í Austurríki. Við förum heim en hann er á leiðinni til Genf í Sviss þar sem að drátturinn fer fram. Við fáum að vita af því þegar að við lendum hverjir mótherjar okkar verða.“ Ljóst er að annað hvort gríska liðið Panathinaikos eða slóvenska liðið Olimpija Ljublana býður Víkinga í umspilinu. Hvernig lýst Arnari á þessa mögulegu mótherja? Landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason leikur með PanathinaikosGetty/Franco Arland „Bara virkilega vel. Sverrir Ingi og Hörður Björgvin eru náttúrulega að spila með Panathinaikos og ég mætti nú Olimpija Ljublana í mínum fyrsta Evrópuleik sem þjálfari Víkinga á Covid árinu mikla 2020. Þeir voru einmitt að spila við LASK fyrr í yfirstandandi keppni. Þegar að maður er kominn svona langt í keppninni skiptir engu máli hverjum þú mætir. Þú átt alltaf von á sterkum andstæðingi.“ En hugnast þér betur að mæta öðru hvoru liðinu? „Ef ég á að vera heiðarlegur þá tel ég okkur eiga meiri möguleika gegn Olimpija Ljublana. En þessi keppni er búin að sýna það og sanna að hún býður upp á ótrúlegustu úrslit. Á þessu stigi, kominn þetta langt, áttu að geta strítt hvaða liði sem er nokkurn veginn. Þá er líka spennandi að sjá hvernig verður með heimaleikinn okkar. Ég held að það vesen byrji aftur núna. Hvaða vellir eru löglegir og allt það. Það er ekki nægilega gott. Vonandi fáum við að vita það innan tíðar.“ Hér má sjá umfjöllun um leik Olimpija og Víkings árið 2020. Leik sem fór alla leið í framlengingu í Slóveníu: Eiga skilið gott frí en svo hefst alvaran aftur Eftir sex umferða deildarkeppni enduðu Víkingar í 19.sæti Sambandsdeildarinnar. Spilað hefur verið eftir nýju keppnisfyrirkomulagi þar sem að efstu átta lið deildarinnar tryggðu sig beint áfram í sextán liða úrslitin á meðan að liðin í sæti átta til tuttugu og fjögur fara í umspilið. Víkingar sóttu átta stig í deildarkeppninni sem skila þeim þessu nítjánda sæti, umspilssæti og Arnar er sáttur með keppnisfyrirkomulagið. Frá leik Víkings R. og Cercle Brugge í Sambandsdeildinni fyrr á tímabilinuvísir/Anton „Þetta fyrirkomulag er búið að vera algjör hittari. Það voru mörg lið sem höfðu að ýmsu að keppa í gær. Hvort sem það væri að komast í topp átta eða playoff leikina. Þetta er allt önnur ella þessir heima- og útileikir. Það getur allt gerst í þessum útsláttarkeppnis leikjum og er spennandi. Þá er þetta spennandi fyrir íslenskan fótbolta. Blikarnir komu okkur á kortið á síðasta ári, við fylgjum því eftir núna og vonandi fleiri lið á næstu árum. Þetta hefur vakið mikla athygli og strákarnir eiga allt gott skilið núna. Hafa unnið sér inn gott frá næstu vikurnar en svo hefst alvara lífsins aftur.“ Hrósar hópnum Það hefur ýmislegt dunið á Víkingum á meðan að deildarkeppninni stóð og stóra pósta á borð við Aron Elís Þrándarson og Gunnar Vatnhamar og fleirri vantað en þar hefur styrkleiki hópsins vegið á móti. Víkingar munu vera án Nikolaj Hansen og Karls Friðleifs Gunnarssonar í fyrsta leik umspilsins. Þeir taka þar út leikbann. Nikolaj Hansen mun ekki geta tekið þátt í fyrri leik Víkinga í umspili fyrir 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar vegna leikbanns. vísir/Anton „Við erum búnir að standa okkur ótrúlega vel sem hópur í sumar og vetur. Okkur vantaði stóra pósta í liðið í gær en okkar leikmannahópur á skilið mikið hrós. Við höfum aldrei kvartað og kveinað. Það er hópurinn sem hefur skilað okkur þetta langt í öllum keppnum í ár. Þegar að þessa leikmenn vantar þá stíga bara aðrir upp. Varðandi næsta verkefni og leikbann Karl Friðleifs og Hansen þá finnst mér það bara leiðinlegt fyrir þeirra hönd að missa af.“ Þá var Jón Guðni Fjóluson borinn af velli í gær gegn LASK og ekki ljóst með alvarleika meiðsla hans á þessum tímapunkti. Jón Guðni Fjóluson fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks.Christian Kaspar-Bartke - UEFA/UEFA via Getty Images „Það verður skoðað betur þegar að við komum heim. Þetta leit nú ekkert allt of vel út en sem betur fer eru sjö til átta vikur í næsta leik og við vongóðir um að hann geti tekið þátt þar sem og Aron Elís og Gunnar Vatnhamar. Það er því kærkomið núna að fá smá tíma til að vega og meta meiðslin. Vonandi verða þeir allir heilir í næsta verkefni.“ Laskaðir og þreyttir en ánægðir En Arnar þetta er gríðarlega mikil gulrót fyrir leikmenn að hafa upp á framhaldið að gera. Einvígi í umspili Samabandsdeildarinnar fyrir 16-liða úrslit. „Biddu fyrir þér maður. Við töluðum um þetta fyrir leikinn. Í febrúar, og þá er ég ekki að tala Lengjubikarinn niður, er það ótrúlega spennandi að taka þátt í svona verkefni í umspili fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildarinnar. Frábært að fá svona stórt verkefni snemma tímabils. Svo er farið í æfingaferð og í kjölfar þess bara korter í að Íslandsmótið byrji á nýjan leik. Tímabilið er bara að lengjast. Þetta er það sem við höfum verið að stefna að síðustu fjögur til fimm ár. Allir leikmenn okkar eru mjög ánægðir með þessa stöðu þrátt fyrir að þeir séu smá laskaðir og þreyttir. Núna tekur við góð endurheimt en gulrótin er svo sannarlega til staðar. Þetta er bara svo spennandi. Fyrst við erum komnir þetta langt þá eigum við að gefa allt í verkefnið til að ná enn lengra.“ Dregið verður í umspil Sambandsdeildarinnar klukkan tólf í dag. Sýnt verður beint frá drættinum á Stöð 2 Sport sem og hér á Vísi. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Dregið verður í umspil Sambandsdeildarinnar klukkan tólf í dag. Sýnt verður beint frá drættinum á Stöð 2 Sport 2 sem og hér á Vísi. Þrátt fyrir að gærkvöldið hafi ábyggilega taugatrekkjandi fyrir Víkinga virtist sæti þeirra í umspilinu aldrei í stórhættu. Liðið gerði sitt og náði í þetta gríðarlega mikilvæga jafntefli á móti LASK Linz sem tryggði umspilssætið. Menn á bekknum hjá Víkingum fylgdust vel með gangi mála í öðrum leikjum á meðan á lokaumferðinni stóð. „Við vorum með puttann á púlsinum allan tímann,“ segir Arnar Gunnlaugsson í samtali við Vísi núna í morgun. „Spurðum reglulega hver staðan væri í hinum leikjunum og sömuleiðis hver staða okkar í deildinni væri. Það var mjög ljúft þegar að dómarinn flautaði leikinn af og það var ljóst að við værum komnir áfram.“ Arnar var sáttur með spilamennsku sinna manna, sérstaklega í fyrri hálfleik en róðurinn þyngdist í þeim seinni þrátt fyrir að austurríska liðið hefði ekki ógnað marki Víkinga með dauðafærum. „Þetta var virkilega sterkt stig. Við erum búnir að læra fljótt í þessari keppni. Fyrsti útileikurinn var erfiður þar sem að við töpuðum 4-0, svo höfum við fengið tvö sterk jafntefli í Armeníu og nú í Austurríki. Maður gæti ekki verið stoltari af strákunum.“ Tímabilið lengist enn frekar fyrir Víkinga, gleðitíðindi en nú tekur við verðskuldað og kærkomið frí áður en alvaran hefst á ný. „Þetta hefur verið ótrúlegt ár. Frábært ár í alla staði. Erum búnir að standa okkur vel í öllum keppnum. Þetta hefur verið langt og strangt tímabil en ótrúlega lærdómsríkt, bæði fyrir mig, þjálfarateymið og leikmenn. Núna eigum við skilið að fara í smá frí. Svo byrjum við aftur á fullu um miðjan janúar. Reynum að mæta vel undirbúnir til leiks í þessa playoffs leiki. Það verður spennandi að sjá í hádeginu á móti hverjum við drögumst. Ævintýrið heldur áfram.“ Víkingar verða í pottinum á morgun þegar dregið verður í umspil.víkingur / X Vita örlög sín þegar að heim er komið Uppi í tugþúsunda feta hæð munu Víkingar sitja spenntir í flugvél á leiðinni heim til Íslands frá Austurríki þegar að dregið verður í umspil fyrir 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar klukkan tólf. „Við verðum í flugi á leiðinni heim þegar að drátturinn fer fram. Leiðir okkar Haralds framkvæmdastjóra Víkings Reykjavíkur skildu hér á flugvellinum í Austurríki. Við förum heim en hann er á leiðinni til Genf í Sviss þar sem að drátturinn fer fram. Við fáum að vita af því þegar að við lendum hverjir mótherjar okkar verða.“ Ljóst er að annað hvort gríska liðið Panathinaikos eða slóvenska liðið Olimpija Ljublana býður Víkinga í umspilinu. Hvernig lýst Arnari á þessa mögulegu mótherja? Landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason leikur með PanathinaikosGetty/Franco Arland „Bara virkilega vel. Sverrir Ingi og Hörður Björgvin eru náttúrulega að spila með Panathinaikos og ég mætti nú Olimpija Ljublana í mínum fyrsta Evrópuleik sem þjálfari Víkinga á Covid árinu mikla 2020. Þeir voru einmitt að spila við LASK fyrr í yfirstandandi keppni. Þegar að maður er kominn svona langt í keppninni skiptir engu máli hverjum þú mætir. Þú átt alltaf von á sterkum andstæðingi.“ En hugnast þér betur að mæta öðru hvoru liðinu? „Ef ég á að vera heiðarlegur þá tel ég okkur eiga meiri möguleika gegn Olimpija Ljublana. En þessi keppni er búin að sýna það og sanna að hún býður upp á ótrúlegustu úrslit. Á þessu stigi, kominn þetta langt, áttu að geta strítt hvaða liði sem er nokkurn veginn. Þá er líka spennandi að sjá hvernig verður með heimaleikinn okkar. Ég held að það vesen byrji aftur núna. Hvaða vellir eru löglegir og allt það. Það er ekki nægilega gott. Vonandi fáum við að vita það innan tíðar.“ Hér má sjá umfjöllun um leik Olimpija og Víkings árið 2020. Leik sem fór alla leið í framlengingu í Slóveníu: Eiga skilið gott frí en svo hefst alvaran aftur Eftir sex umferða deildarkeppni enduðu Víkingar í 19.sæti Sambandsdeildarinnar. Spilað hefur verið eftir nýju keppnisfyrirkomulagi þar sem að efstu átta lið deildarinnar tryggðu sig beint áfram í sextán liða úrslitin á meðan að liðin í sæti átta til tuttugu og fjögur fara í umspilið. Víkingar sóttu átta stig í deildarkeppninni sem skila þeim þessu nítjánda sæti, umspilssæti og Arnar er sáttur með keppnisfyrirkomulagið. Frá leik Víkings R. og Cercle Brugge í Sambandsdeildinni fyrr á tímabilinuvísir/Anton „Þetta fyrirkomulag er búið að vera algjör hittari. Það voru mörg lið sem höfðu að ýmsu að keppa í gær. Hvort sem það væri að komast í topp átta eða playoff leikina. Þetta er allt önnur ella þessir heima- og útileikir. Það getur allt gerst í þessum útsláttarkeppnis leikjum og er spennandi. Þá er þetta spennandi fyrir íslenskan fótbolta. Blikarnir komu okkur á kortið á síðasta ári, við fylgjum því eftir núna og vonandi fleiri lið á næstu árum. Þetta hefur vakið mikla athygli og strákarnir eiga allt gott skilið núna. Hafa unnið sér inn gott frá næstu vikurnar en svo hefst alvara lífsins aftur.“ Hrósar hópnum Það hefur ýmislegt dunið á Víkingum á meðan að deildarkeppninni stóð og stóra pósta á borð við Aron Elís Þrándarson og Gunnar Vatnhamar og fleirri vantað en þar hefur styrkleiki hópsins vegið á móti. Víkingar munu vera án Nikolaj Hansen og Karls Friðleifs Gunnarssonar í fyrsta leik umspilsins. Þeir taka þar út leikbann. Nikolaj Hansen mun ekki geta tekið þátt í fyrri leik Víkinga í umspili fyrir 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar vegna leikbanns. vísir/Anton „Við erum búnir að standa okkur ótrúlega vel sem hópur í sumar og vetur. Okkur vantaði stóra pósta í liðið í gær en okkar leikmannahópur á skilið mikið hrós. Við höfum aldrei kvartað og kveinað. Það er hópurinn sem hefur skilað okkur þetta langt í öllum keppnum í ár. Þegar að þessa leikmenn vantar þá stíga bara aðrir upp. Varðandi næsta verkefni og leikbann Karl Friðleifs og Hansen þá finnst mér það bara leiðinlegt fyrir þeirra hönd að missa af.“ Þá var Jón Guðni Fjóluson borinn af velli í gær gegn LASK og ekki ljóst með alvarleika meiðsla hans á þessum tímapunkti. Jón Guðni Fjóluson fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks.Christian Kaspar-Bartke - UEFA/UEFA via Getty Images „Það verður skoðað betur þegar að við komum heim. Þetta leit nú ekkert allt of vel út en sem betur fer eru sjö til átta vikur í næsta leik og við vongóðir um að hann geti tekið þátt þar sem og Aron Elís og Gunnar Vatnhamar. Það er því kærkomið núna að fá smá tíma til að vega og meta meiðslin. Vonandi verða þeir allir heilir í næsta verkefni.“ Laskaðir og þreyttir en ánægðir En Arnar þetta er gríðarlega mikil gulrót fyrir leikmenn að hafa upp á framhaldið að gera. Einvígi í umspili Samabandsdeildarinnar fyrir 16-liða úrslit. „Biddu fyrir þér maður. Við töluðum um þetta fyrir leikinn. Í febrúar, og þá er ég ekki að tala Lengjubikarinn niður, er það ótrúlega spennandi að taka þátt í svona verkefni í umspili fyrir sextán liða úrslit Sambandsdeildarinnar. Frábært að fá svona stórt verkefni snemma tímabils. Svo er farið í æfingaferð og í kjölfar þess bara korter í að Íslandsmótið byrji á nýjan leik. Tímabilið er bara að lengjast. Þetta er það sem við höfum verið að stefna að síðustu fjögur til fimm ár. Allir leikmenn okkar eru mjög ánægðir með þessa stöðu þrátt fyrir að þeir séu smá laskaðir og þreyttir. Núna tekur við góð endurheimt en gulrótin er svo sannarlega til staðar. Þetta er bara svo spennandi. Fyrst við erum komnir þetta langt þá eigum við að gefa allt í verkefnið til að ná enn lengra.“ Dregið verður í umspil Sambandsdeildarinnar klukkan tólf í dag. Sýnt verður beint frá drættinum á Stöð 2 Sport sem og hér á Vísi.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti