Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. desember 2024 22:10 Guðjón Friðriksson sagfræðingur hefur tekið saman sögu reykvískra barna en sagan spannar um hundrað ár. aðsend Uppi voru kenningar hér áður fyrr um að ævilöng vesælmennska biði þeirra barna sem ólust upp á „mölinni,“ eins og það var kallað, sem jafnvel legðist í ættir. Krakkaskarinn sem tók yfir götur Reykjavíkur á síðustu öld setti sterkan svip á borgina. Sagnfræðingur sem hefur ritað sögu reykvískra barna, sem spannar hundrað ár, segir börn dagsins í dag lifa mikla umbreytingartíma. Út er komin bókin Börn í Reykjavík (2024) eftir Guðjón Friðriksson, sagnfræðing og rithöfund. Bókin er skrifuð og gefin út í tilefni 100 ára afmælis Barnavinafélagsins Sumargjafar. „Ég naut þess mjög að skrifa hana og það er eiginlega svolítið skrýtið að það skuli ekki hafa verið skrifuð svona saga áður, því þetta er náttúrulega alveg heil veröld, barnaveröldin,“ segir Guðjón um sögu reykvískra barna. Guðjón segir að í hinu rótgróna bændasamfélagi hafi grasserað fordómar í garð þeirra barna sem ólust upp „á mölinni“. Ólík sjónarmið og alls konar hugmyndir og kenningar tókust á þegar þéttbýlismyndunin átti sér stað og það á ógnarhraða. Börn í Reykjavík er mikill gæðagripur og doðrantur mikill. Guðjón segist hafa haft mikla ánægju af því að taka saman sögu reykvískra barna.Vísir/Sigurjón „Börnin voru eftirlitslaus saman í hópum í alls konar óknyttum og það voru komnar upp kenningar um að þetta [að alast upp á mölinni] leiddi til ævilangrar vesælmennsku. Þarna voru þau utan sjónmáls foreldranna, í alls konar leikjum sem sumir höfðu ákveðna andúð á. Það, meira að segja, kemur fram í áliti frá Alþingisnefnd að þetta myndi leiða til ævilangrar vesælmennsku sem jafnvel legðist í ættir.“ Reykjavík stækkaði ört á síðustu öld og barnaskarinn á götum úti setti sterkan svip á borgarlífið. Börnin léku sér í alls kyns leikjum; París, knattleik og fallinni spýtu og svo fóru þau oft og tíðum með danskar þulur sem síðar voru þýddar yfir á íslensku. Eni, meni, mang, klang, ósi, bósi, bakke dí, eje, veje, væk með dig! „Það var jafnvel talað um að bílarnir þyrftu frekar að vara sig á börnunum en börnin á bílunum, þau hertóku alveg heilu göturnar,“ segir Guðjón. Yfirvöld reyndu hvað þau gátu til að hafa hemil á krökkunum. Lögreglusamþykkt Reykjavíkur árið 1880 kvað á um að börn mættu ekki leika sér úti á götunum en Guðjón segir að börnin hafi haft samþykktina að engu, enda gátu þau hvergi annars staðar verið en á mölinni. Helsti ógnvaldur barnanna var Þorvaldur „politi“, lögregluþjónn, sem í sífellu skipti sér af leik barnanna; tók af þeim bolta og sleða. Guðjón útskýrir að í þá daga hafi skóladagurinn verið stuttur og skólaskyldu ekki komið á fyrr en árið 1907. „Gatan var í rauninni eini staðurinn sem þau gátu verið á.“ Guðjón segir að götulífið hafi sjaldnast verið val barnanna. Fólk hafi búið þröngt og gríðarlegur húsnæðisvandi hafi verið í borginni lengst af. „Börnin lágu oft í kös á gólfinu á einhverjum dýnum og á morgnana voru þau bara sett út og þau höfð úti allan liðlangan daginn. Oft voru þau líka hungruð, sérstaklega fátæk börn í Reykjavík. Það var mikil stéttaskipting.“ Meira annríki hjá nútímabarni en foreldrum þess Þótt það sé ofarlega á óskalista nútímaforeldra að börnin í hverfinu leiki sér meira saman úti þá bendir Guðjón á að götulífið í Reykjavík hafi áður fyrr leitt til tíðra slysa á börnum. „Það dóu sex, sjö börn á ári í umferðarslysum í Reykjavík. Börn á aldrinum 5-7 ára voru send út eins og önnur börn og þau voru náttúrulega bara óvitar og urðu stundum bara fyrir bíl.“ Nú er af sem áður var og er svo komið að götulíf barnanna er svo gott sem horfið í nútímasamfélagi. „Við lifum í raun og veru á miklu meiri byltingartímum heldur en maður kannski gerir sér grein fyrir svona frá degi til dags út af þessari tækni meðal annars. Svo eru börn nú til dags svo upptekin. Nú er samfelldur vinnudagur hjá börnum má segja. Skóladagurinn er miklu lengri og svo eru þau bara upptekin í alls konar námskeiðum; dansi, tónlist og öðru. Venjulegt barn í Reykjavík er jafnvel uppteknara en foreldrarnir frá morgni til kvölds.“ Börn og uppeldi Reykjavík Bókmenntir Menning Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Út er komin bókin Börn í Reykjavík (2024) eftir Guðjón Friðriksson, sagnfræðing og rithöfund. Bókin er skrifuð og gefin út í tilefni 100 ára afmælis Barnavinafélagsins Sumargjafar. „Ég naut þess mjög að skrifa hana og það er eiginlega svolítið skrýtið að það skuli ekki hafa verið skrifuð svona saga áður, því þetta er náttúrulega alveg heil veröld, barnaveröldin,“ segir Guðjón um sögu reykvískra barna. Guðjón segir að í hinu rótgróna bændasamfélagi hafi grasserað fordómar í garð þeirra barna sem ólust upp „á mölinni“. Ólík sjónarmið og alls konar hugmyndir og kenningar tókust á þegar þéttbýlismyndunin átti sér stað og það á ógnarhraða. Börn í Reykjavík er mikill gæðagripur og doðrantur mikill. Guðjón segist hafa haft mikla ánægju af því að taka saman sögu reykvískra barna.Vísir/Sigurjón „Börnin voru eftirlitslaus saman í hópum í alls konar óknyttum og það voru komnar upp kenningar um að þetta [að alast upp á mölinni] leiddi til ævilangrar vesælmennsku. Þarna voru þau utan sjónmáls foreldranna, í alls konar leikjum sem sumir höfðu ákveðna andúð á. Það, meira að segja, kemur fram í áliti frá Alþingisnefnd að þetta myndi leiða til ævilangrar vesælmennsku sem jafnvel legðist í ættir.“ Reykjavík stækkaði ört á síðustu öld og barnaskarinn á götum úti setti sterkan svip á borgarlífið. Börnin léku sér í alls kyns leikjum; París, knattleik og fallinni spýtu og svo fóru þau oft og tíðum með danskar þulur sem síðar voru þýddar yfir á íslensku. Eni, meni, mang, klang, ósi, bósi, bakke dí, eje, veje, væk með dig! „Það var jafnvel talað um að bílarnir þyrftu frekar að vara sig á börnunum en börnin á bílunum, þau hertóku alveg heilu göturnar,“ segir Guðjón. Yfirvöld reyndu hvað þau gátu til að hafa hemil á krökkunum. Lögreglusamþykkt Reykjavíkur árið 1880 kvað á um að börn mættu ekki leika sér úti á götunum en Guðjón segir að börnin hafi haft samþykktina að engu, enda gátu þau hvergi annars staðar verið en á mölinni. Helsti ógnvaldur barnanna var Þorvaldur „politi“, lögregluþjónn, sem í sífellu skipti sér af leik barnanna; tók af þeim bolta og sleða. Guðjón útskýrir að í þá daga hafi skóladagurinn verið stuttur og skólaskyldu ekki komið á fyrr en árið 1907. „Gatan var í rauninni eini staðurinn sem þau gátu verið á.“ Guðjón segir að götulífið hafi sjaldnast verið val barnanna. Fólk hafi búið þröngt og gríðarlegur húsnæðisvandi hafi verið í borginni lengst af. „Börnin lágu oft í kös á gólfinu á einhverjum dýnum og á morgnana voru þau bara sett út og þau höfð úti allan liðlangan daginn. Oft voru þau líka hungruð, sérstaklega fátæk börn í Reykjavík. Það var mikil stéttaskipting.“ Meira annríki hjá nútímabarni en foreldrum þess Þótt það sé ofarlega á óskalista nútímaforeldra að börnin í hverfinu leiki sér meira saman úti þá bendir Guðjón á að götulífið í Reykjavík hafi áður fyrr leitt til tíðra slysa á börnum. „Það dóu sex, sjö börn á ári í umferðarslysum í Reykjavík. Börn á aldrinum 5-7 ára voru send út eins og önnur börn og þau voru náttúrulega bara óvitar og urðu stundum bara fyrir bíl.“ Nú er af sem áður var og er svo komið að götulíf barnanna er svo gott sem horfið í nútímasamfélagi. „Við lifum í raun og veru á miklu meiri byltingartímum heldur en maður kannski gerir sér grein fyrir svona frá degi til dags út af þessari tækni meðal annars. Svo eru börn nú til dags svo upptekin. Nú er samfelldur vinnudagur hjá börnum má segja. Skóladagurinn er miklu lengri og svo eru þau bara upptekin í alls konar námskeiðum; dansi, tónlist og öðru. Venjulegt barn í Reykjavík er jafnvel uppteknara en foreldrarnir frá morgni til kvölds.“
Börn og uppeldi Reykjavík Bókmenntir Menning Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira