Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar 19. desember 2024 11:32 Miðstöð menntunar og skólaþjónustu gegnir lykilhlutverki sem bakhjarl íslensks skólastarfs og leggur áherslu á þjónustumiðaða nálgun og aukinn stuðning við skólasamfélagið. Með nýtingu stafrænna lausna er raunhæfara að ná því markmiði og stuðla að auknum gæðum í menntun, samræmingu og miðlun þekkingar á þessu sviði. Nýlega lögðum við hjá Miðstöð menntunar í vegferð, í nánu samstarfi við kennara, um að innleiða gervigreind í íslenskt skólastarf á öruggan og skilvirkan hátt. Fyrsta verkfærið sem verður kynnt kennurum nefnist Björgin. Björgin er hönnuð til að styðja kennara við val á kennsluefni með það að markmiði að tryggja að kennarar hafi yfirlit yfir það námsefni sem er í boði og, það sem er ekki síður mikilvægt, að hver nemandi fái námsefni við hæfi. Þetta frumkvæði hefur vakið athygli alþjóðlegra aðila, þar á meðal þekktra fyrirtækja, sem hafa lýst áhuga á að styðja verkefnið. Björgin verður í fyrstu prófuð af öflugum hópi kennara sem bauð sig fram í verkefnið og mun veita endurgjöf til að styðja við áframhaldandi þróun. Það er mikilvægt að lausnin taki mið af raunverulegum þörfum kennara og veiti þeim stuðning í daglegu starfi. Með því að eiga samráð við kennara frá upphafi og tryggja að allir hafi tækifæri til að miðla sjónarmiðum sínum, greina áskoranir og koma með tillögur að nýjungum, verður lausnin sterkari og betur aðlöguð að þörfum kennara. Við hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu lítum á gervigreind sem mikilvægt tækifæri til að styðja kennara í daglegu starfi sínu, auka skilvirkni í menntakerfinu og styðja við símenntun kennara. Við munum einnig að sjálfsögðu sjá til þess allar lausnir sem nýta gervigreind standist gildandi lög og reglur og séu innleiddar á ábyrgan hátt. Framtíðarmöguleikar fela meðal annars í sér að nýta gervigreind til að sérsníða námsefni að þörfum nemenda, tengja kennslu við markmið aðalnámskrár og styðja kennara í símenntun með lausnum sem veita aðgang að sérsniðnum námskeiðum, leiðsögn og faglegri þróun. Auk þess geta lausnir á sviði gervigreindar stutt kennara við að taka á móti nemendum með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn, sem stuðlar að aukinni aðlögun og fjölbreytni í skólastarfi. Gervigreind mun ekki leysa allar áskoranir menntakerfisins, en hún býður upp á öflug tæki sem geta stutt kennara, eflt nám nemenda og skapað betri skilyrði fyrir menntun framtíðarinnar. Með ábyrgri og markvissri innleiðingu, byggðri á þörfum skólasamfélagsins, er hægt að tryggja að tækifæri gervigreindar nýtist sem best til að efla íslenskt skólastarf. Að lokum er rétt að geta þess að hagnýting gervigreindar er einungis hluti af þeirri mikilvægu vegferð sem við erum í og ætlað er að styðja við íslenskt skólakerfi á sem bestan hátt. Á næstu misserum munum við til dæmis kynna ýmsar nýjar lausnir í þeim tilgangi. Þar á meðal er Frigg, sem mun veita skólum einfaldan og öruggan aðgang að nauðsynlegum upplýsingum um alla nemendur. Þá er einnig unnið að heildstæðu kerfi fyrir Matsferil sem aflar upplýsinga um stöðu og framvindu nemenda á mörgum sviðum, eins og til dæmis málþroska, lesfimi, stærðfræði og lesskilningi. Þetta kerfi mun styðja við markvissari nálgun í námi og kennslu með því að auðvelda greiningu á styrkleikum og þörfum nemenda. Höfundur er stafrænn leiðtogi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu gegnir lykilhlutverki sem bakhjarl íslensks skólastarfs og leggur áherslu á þjónustumiðaða nálgun og aukinn stuðning við skólasamfélagið. Með nýtingu stafrænna lausna er raunhæfara að ná því markmiði og stuðla að auknum gæðum í menntun, samræmingu og miðlun þekkingar á þessu sviði. Nýlega lögðum við hjá Miðstöð menntunar í vegferð, í nánu samstarfi við kennara, um að innleiða gervigreind í íslenskt skólastarf á öruggan og skilvirkan hátt. Fyrsta verkfærið sem verður kynnt kennurum nefnist Björgin. Björgin er hönnuð til að styðja kennara við val á kennsluefni með það að markmiði að tryggja að kennarar hafi yfirlit yfir það námsefni sem er í boði og, það sem er ekki síður mikilvægt, að hver nemandi fái námsefni við hæfi. Þetta frumkvæði hefur vakið athygli alþjóðlegra aðila, þar á meðal þekktra fyrirtækja, sem hafa lýst áhuga á að styðja verkefnið. Björgin verður í fyrstu prófuð af öflugum hópi kennara sem bauð sig fram í verkefnið og mun veita endurgjöf til að styðja við áframhaldandi þróun. Það er mikilvægt að lausnin taki mið af raunverulegum þörfum kennara og veiti þeim stuðning í daglegu starfi. Með því að eiga samráð við kennara frá upphafi og tryggja að allir hafi tækifæri til að miðla sjónarmiðum sínum, greina áskoranir og koma með tillögur að nýjungum, verður lausnin sterkari og betur aðlöguð að þörfum kennara. Við hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu lítum á gervigreind sem mikilvægt tækifæri til að styðja kennara í daglegu starfi sínu, auka skilvirkni í menntakerfinu og styðja við símenntun kennara. Við munum einnig að sjálfsögðu sjá til þess allar lausnir sem nýta gervigreind standist gildandi lög og reglur og séu innleiddar á ábyrgan hátt. Framtíðarmöguleikar fela meðal annars í sér að nýta gervigreind til að sérsníða námsefni að þörfum nemenda, tengja kennslu við markmið aðalnámskrár og styðja kennara í símenntun með lausnum sem veita aðgang að sérsniðnum námskeiðum, leiðsögn og faglegri þróun. Auk þess geta lausnir á sviði gervigreindar stutt kennara við að taka á móti nemendum með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn, sem stuðlar að aukinni aðlögun og fjölbreytni í skólastarfi. Gervigreind mun ekki leysa allar áskoranir menntakerfisins, en hún býður upp á öflug tæki sem geta stutt kennara, eflt nám nemenda og skapað betri skilyrði fyrir menntun framtíðarinnar. Með ábyrgri og markvissri innleiðingu, byggðri á þörfum skólasamfélagsins, er hægt að tryggja að tækifæri gervigreindar nýtist sem best til að efla íslenskt skólastarf. Að lokum er rétt að geta þess að hagnýting gervigreindar er einungis hluti af þeirri mikilvægu vegferð sem við erum í og ætlað er að styðja við íslenskt skólakerfi á sem bestan hátt. Á næstu misserum munum við til dæmis kynna ýmsar nýjar lausnir í þeim tilgangi. Þar á meðal er Frigg, sem mun veita skólum einfaldan og öruggan aðgang að nauðsynlegum upplýsingum um alla nemendur. Þá er einnig unnið að heildstæðu kerfi fyrir Matsferil sem aflar upplýsinga um stöðu og framvindu nemenda á mörgum sviðum, eins og til dæmis málþroska, lesfimi, stærðfræði og lesskilningi. Þetta kerfi mun styðja við markvissari nálgun í námi og kennslu með því að auðvelda greiningu á styrkleikum og þörfum nemenda. Höfundur er stafrænn leiðtogi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar