Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni opnast hurðin á Dalvíkurendanum aðeins til hálfs. Fyrir vikið hafi verið lokað fyrir umferð inn í göngin. Einhverjir bílar voru inni í göngunum þegar bilunin varð en allir munu verða komnir út að sögn Jónas Gunnlaugssonar hjá vaktstjórn Vegagerðarinnar.
Hurð er á báðum endum ganganna vegna mikillar klakamyndunar sem annars yrði í göngunum að vetri til. Hurðirnar eru sjálfvirkar en nemi talsvert frá göngunum á báðum endum sendir merki þegar bíll er á ferð og þá opnast dyrnar.
Lokað er fyrir umferð um göngin á meðan á viðgerð stendur. Bílaröð er við gangnamunann vestan megin. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru hluti af áhöfn Freyju, nýjasta varðskipti Landhelgisgæslunnar, meðal þeirra sem ekki komast um göngin.