„Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 17. desember 2024 22:17 Brynjari Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, lætur sínar stelpur heyra það. Vísir/Anton Brink Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, er meðvitaður um eigið ágæti en það kom vel í ljós í viðtali við hann eftir tap á móti toppliði Hauka í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. Aþena tók á móti Haukum í kvöld í Unbroken höllinni þar sem þær töpuðu, 64-77. Þetta var jafn leikur í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta komu Hauka konur sterkar inn og tóku yfir leikinn. Brynjari Karli Sigurðssyni þjálfara Aþenu fannst vanta upp á grundvallaratriðin hjá sínum konum. Við erum bara heftar „Það eru bara svona fastir liðir eins og venjulega, en það sem ég var ánægður með í dag, sem hefur ekkert alltaf verið. Það var svona barátta í þessu, við erum bara heftar, það er bara svolítið þannig við erum bara dálítið heftar,“ sagði Brynjar. Það var í fjórða leikhluta sem það leit út eins og Aþena gæti komið til bara eftir að þær skoruðu úr þremur þiggja stiga skotum í röð. Allt kom hins vegar fyrir ekki. Furðulegasta lið sem ég hef þjálfað „Þetta er búið að vera svona ‘tease’ í allan vetur og það sem ég er frekar ánægður með er það, að við vorum að horfa á þetta Hauka lið og það sem mér finnst þær gera best í deildinni er að láta boltann flæða. Við vorum með plan fyrir það sem gekk upp, svo eru þær vanar að pressa. Reyndar þurftu þær ekkert að pressa okkur, við getum bara hent boltanum út af sjálfar. En pressan virkaði frekar illa hjá þeim, því að við vorum ákveðnar. Það þýðir ekkert fyrir mig að ræða þetta, því ég veit ekkert við hvern ég er að tala við beint,“ sagði Brynjar og benti á myndavélina. „Við erum furðulegasta lið sem ég hef þjálfað að þessu leiti. Ég veit í rauninni ekkert inn í hvaða samhengi ég á að setja þetta. Þannig ég er bara enn að taka þetta inn, ég held að ef ég verð ekki rekinn, að þá verð ég betri þjálfari eftir þennan vetur. Það veitir greinilega ekkert af en þetta er alveg magnað. Þetta er góður hópur, en við gerum bara ekki hlutina rétt,“ sagði Brynjar. Að þjálfa konur í fyrsta skipti „Við erum með 25 prósent nýtingu í fyrri hálfleik, hvaða djók er það. Svo höfum við verið að setja niður einhverja þrista, þetta er bara einhver furðulegasta tölfræði lína sem ég hef séð. Þetta er örugglega í fjórða eða fimmta skiptið í vetur sem þriggja stiga nýtingin okkar er betri en tveggja stiga, og ég er ekki að grínast,“ sagði Brynjar. Brynjar segist enn vera að venjast því að þjálfa kvenna körfubolta og það er margt sem hann er undrandi yfir. „Það sem ég er að segja er bara að ég veit ekki hvað þetta er. Ég er að þjálfa konur í fyrsta skipti og það sem ég er að átta mig á er að. Ég er að fá einhverjar stelpur úr háskóla og ég er að fá einhverjar stelpur sem eru búnar að vera í þessum bolta í einhvern tíma á Íslandi,“ sagði Brynjar. Superman þegar kemur að körfuboltaþjálfun „Ég veit ekki hvernig þetta er annars staðar en ef þetta er svipað þar þá er þetta rosalegur áfellisdómur á undirstöðuatriðin og hvernig þau eru kennd. Mér finnst ég vera ákveðinn superman þegar kemur að körfuboltaþjálfun,“ sagði Brynjar. „Ég er lang besti körfubolta þjálfari á Íslandi og það vita það allir, en ég er ömurlegur „manager“. Svo þegar ég mæti hérna og er að reyna að koma þessu í gegn. Þá er ég bara eitthvað týndur, mér líður eins og það sé bara búið að setja á mig eitthvað kriptónít. Kannski verða bara allir brjálaðir núna og segja að Brynjar er hrokafullur og eitthvað, ég veit bara ekkert hvað ég á að halda með þetta lið,“ sagði Brynjar. Bónus-deild kvenna Aþena Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira
Aþena tók á móti Haukum í kvöld í Unbroken höllinni þar sem þær töpuðu, 64-77. Þetta var jafn leikur í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta komu Hauka konur sterkar inn og tóku yfir leikinn. Brynjari Karli Sigurðssyni þjálfara Aþenu fannst vanta upp á grundvallaratriðin hjá sínum konum. Við erum bara heftar „Það eru bara svona fastir liðir eins og venjulega, en það sem ég var ánægður með í dag, sem hefur ekkert alltaf verið. Það var svona barátta í þessu, við erum bara heftar, það er bara svolítið þannig við erum bara dálítið heftar,“ sagði Brynjar. Það var í fjórða leikhluta sem það leit út eins og Aþena gæti komið til bara eftir að þær skoruðu úr þremur þiggja stiga skotum í röð. Allt kom hins vegar fyrir ekki. Furðulegasta lið sem ég hef þjálfað „Þetta er búið að vera svona ‘tease’ í allan vetur og það sem ég er frekar ánægður með er það, að við vorum að horfa á þetta Hauka lið og það sem mér finnst þær gera best í deildinni er að láta boltann flæða. Við vorum með plan fyrir það sem gekk upp, svo eru þær vanar að pressa. Reyndar þurftu þær ekkert að pressa okkur, við getum bara hent boltanum út af sjálfar. En pressan virkaði frekar illa hjá þeim, því að við vorum ákveðnar. Það þýðir ekkert fyrir mig að ræða þetta, því ég veit ekkert við hvern ég er að tala við beint,“ sagði Brynjar og benti á myndavélina. „Við erum furðulegasta lið sem ég hef þjálfað að þessu leiti. Ég veit í rauninni ekkert inn í hvaða samhengi ég á að setja þetta. Þannig ég er bara enn að taka þetta inn, ég held að ef ég verð ekki rekinn, að þá verð ég betri þjálfari eftir þennan vetur. Það veitir greinilega ekkert af en þetta er alveg magnað. Þetta er góður hópur, en við gerum bara ekki hlutina rétt,“ sagði Brynjar. Að þjálfa konur í fyrsta skipti „Við erum með 25 prósent nýtingu í fyrri hálfleik, hvaða djók er það. Svo höfum við verið að setja niður einhverja þrista, þetta er bara einhver furðulegasta tölfræði lína sem ég hef séð. Þetta er örugglega í fjórða eða fimmta skiptið í vetur sem þriggja stiga nýtingin okkar er betri en tveggja stiga, og ég er ekki að grínast,“ sagði Brynjar. Brynjar segist enn vera að venjast því að þjálfa kvenna körfubolta og það er margt sem hann er undrandi yfir. „Það sem ég er að segja er bara að ég veit ekki hvað þetta er. Ég er að þjálfa konur í fyrsta skipti og það sem ég er að átta mig á er að. Ég er að fá einhverjar stelpur úr háskóla og ég er að fá einhverjar stelpur sem eru búnar að vera í þessum bolta í einhvern tíma á Íslandi,“ sagði Brynjar. Superman þegar kemur að körfuboltaþjálfun „Ég veit ekki hvernig þetta er annars staðar en ef þetta er svipað þar þá er þetta rosalegur áfellisdómur á undirstöðuatriðin og hvernig þau eru kennd. Mér finnst ég vera ákveðinn superman þegar kemur að körfuboltaþjálfun,“ sagði Brynjar. „Ég er lang besti körfubolta þjálfari á Íslandi og það vita það allir, en ég er ömurlegur „manager“. Svo þegar ég mæti hérna og er að reyna að koma þessu í gegn. Þá er ég bara eitthvað týndur, mér líður eins og það sé bara búið að setja á mig eitthvað kriptónít. Kannski verða bara allir brjálaðir núna og segja að Brynjar er hrokafullur og eitthvað, ég veit bara ekkert hvað ég á að halda með þetta lið,“ sagði Brynjar.
Bónus-deild kvenna Aþena Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira