„Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 17. desember 2024 22:17 Brynjari Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, lætur sínar stelpur heyra það. Vísir/Anton Brink Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, er meðvitaður um eigið ágæti en það kom vel í ljós í viðtali við hann eftir tap á móti toppliði Hauka í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. Aþena tók á móti Haukum í kvöld í Unbroken höllinni þar sem þær töpuðu, 64-77. Þetta var jafn leikur í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta komu Hauka konur sterkar inn og tóku yfir leikinn. Brynjari Karli Sigurðssyni þjálfara Aþenu fannst vanta upp á grundvallaratriðin hjá sínum konum. Við erum bara heftar „Það eru bara svona fastir liðir eins og venjulega, en það sem ég var ánægður með í dag, sem hefur ekkert alltaf verið. Það var svona barátta í þessu, við erum bara heftar, það er bara svolítið þannig við erum bara dálítið heftar,“ sagði Brynjar. Það var í fjórða leikhluta sem það leit út eins og Aþena gæti komið til bara eftir að þær skoruðu úr þremur þiggja stiga skotum í röð. Allt kom hins vegar fyrir ekki. Furðulegasta lið sem ég hef þjálfað „Þetta er búið að vera svona ‘tease’ í allan vetur og það sem ég er frekar ánægður með er það, að við vorum að horfa á þetta Hauka lið og það sem mér finnst þær gera best í deildinni er að láta boltann flæða. Við vorum með plan fyrir það sem gekk upp, svo eru þær vanar að pressa. Reyndar þurftu þær ekkert að pressa okkur, við getum bara hent boltanum út af sjálfar. En pressan virkaði frekar illa hjá þeim, því að við vorum ákveðnar. Það þýðir ekkert fyrir mig að ræða þetta, því ég veit ekkert við hvern ég er að tala við beint,“ sagði Brynjar og benti á myndavélina. „Við erum furðulegasta lið sem ég hef þjálfað að þessu leiti. Ég veit í rauninni ekkert inn í hvaða samhengi ég á að setja þetta. Þannig ég er bara enn að taka þetta inn, ég held að ef ég verð ekki rekinn, að þá verð ég betri þjálfari eftir þennan vetur. Það veitir greinilega ekkert af en þetta er alveg magnað. Þetta er góður hópur, en við gerum bara ekki hlutina rétt,“ sagði Brynjar. Að þjálfa konur í fyrsta skipti „Við erum með 25 prósent nýtingu í fyrri hálfleik, hvaða djók er það. Svo höfum við verið að setja niður einhverja þrista, þetta er bara einhver furðulegasta tölfræði lína sem ég hef séð. Þetta er örugglega í fjórða eða fimmta skiptið í vetur sem þriggja stiga nýtingin okkar er betri en tveggja stiga, og ég er ekki að grínast,“ sagði Brynjar. Brynjar segist enn vera að venjast því að þjálfa kvenna körfubolta og það er margt sem hann er undrandi yfir. „Það sem ég er að segja er bara að ég veit ekki hvað þetta er. Ég er að þjálfa konur í fyrsta skipti og það sem ég er að átta mig á er að. Ég er að fá einhverjar stelpur úr háskóla og ég er að fá einhverjar stelpur sem eru búnar að vera í þessum bolta í einhvern tíma á Íslandi,“ sagði Brynjar. Superman þegar kemur að körfuboltaþjálfun „Ég veit ekki hvernig þetta er annars staðar en ef þetta er svipað þar þá er þetta rosalegur áfellisdómur á undirstöðuatriðin og hvernig þau eru kennd. Mér finnst ég vera ákveðinn superman þegar kemur að körfuboltaþjálfun,“ sagði Brynjar. „Ég er lang besti körfubolta þjálfari á Íslandi og það vita það allir, en ég er ömurlegur „manager“. Svo þegar ég mæti hérna og er að reyna að koma þessu í gegn. Þá er ég bara eitthvað týndur, mér líður eins og það sé bara búið að setja á mig eitthvað kriptónít. Kannski verða bara allir brjálaðir núna og segja að Brynjar er hrokafullur og eitthvað, ég veit bara ekkert hvað ég á að halda með þetta lið,“ sagði Brynjar. Bónus-deild kvenna Aþena Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Í beinni: Liverpool - Manchester United | Erkifjendur mætast í vetrarríki Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppliðið heimsækir meistarana sem eru við botninn Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Sjá meira
Aþena tók á móti Haukum í kvöld í Unbroken höllinni þar sem þær töpuðu, 64-77. Þetta var jafn leikur í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta komu Hauka konur sterkar inn og tóku yfir leikinn. Brynjari Karli Sigurðssyni þjálfara Aþenu fannst vanta upp á grundvallaratriðin hjá sínum konum. Við erum bara heftar „Það eru bara svona fastir liðir eins og venjulega, en það sem ég var ánægður með í dag, sem hefur ekkert alltaf verið. Það var svona barátta í þessu, við erum bara heftar, það er bara svolítið þannig við erum bara dálítið heftar,“ sagði Brynjar. Það var í fjórða leikhluta sem það leit út eins og Aþena gæti komið til bara eftir að þær skoruðu úr þremur þiggja stiga skotum í röð. Allt kom hins vegar fyrir ekki. Furðulegasta lið sem ég hef þjálfað „Þetta er búið að vera svona ‘tease’ í allan vetur og það sem ég er frekar ánægður með er það, að við vorum að horfa á þetta Hauka lið og það sem mér finnst þær gera best í deildinni er að láta boltann flæða. Við vorum með plan fyrir það sem gekk upp, svo eru þær vanar að pressa. Reyndar þurftu þær ekkert að pressa okkur, við getum bara hent boltanum út af sjálfar. En pressan virkaði frekar illa hjá þeim, því að við vorum ákveðnar. Það þýðir ekkert fyrir mig að ræða þetta, því ég veit ekkert við hvern ég er að tala við beint,“ sagði Brynjar og benti á myndavélina. „Við erum furðulegasta lið sem ég hef þjálfað að þessu leiti. Ég veit í rauninni ekkert inn í hvaða samhengi ég á að setja þetta. Þannig ég er bara enn að taka þetta inn, ég held að ef ég verð ekki rekinn, að þá verð ég betri þjálfari eftir þennan vetur. Það veitir greinilega ekkert af en þetta er alveg magnað. Þetta er góður hópur, en við gerum bara ekki hlutina rétt,“ sagði Brynjar. Að þjálfa konur í fyrsta skipti „Við erum með 25 prósent nýtingu í fyrri hálfleik, hvaða djók er það. Svo höfum við verið að setja niður einhverja þrista, þetta er bara einhver furðulegasta tölfræði lína sem ég hef séð. Þetta er örugglega í fjórða eða fimmta skiptið í vetur sem þriggja stiga nýtingin okkar er betri en tveggja stiga, og ég er ekki að grínast,“ sagði Brynjar. Brynjar segist enn vera að venjast því að þjálfa kvenna körfubolta og það er margt sem hann er undrandi yfir. „Það sem ég er að segja er bara að ég veit ekki hvað þetta er. Ég er að þjálfa konur í fyrsta skipti og það sem ég er að átta mig á er að. Ég er að fá einhverjar stelpur úr háskóla og ég er að fá einhverjar stelpur sem eru búnar að vera í þessum bolta í einhvern tíma á Íslandi,“ sagði Brynjar. Superman þegar kemur að körfuboltaþjálfun „Ég veit ekki hvernig þetta er annars staðar en ef þetta er svipað þar þá er þetta rosalegur áfellisdómur á undirstöðuatriðin og hvernig þau eru kennd. Mér finnst ég vera ákveðinn superman þegar kemur að körfuboltaþjálfun,“ sagði Brynjar. „Ég er lang besti körfubolta þjálfari á Íslandi og það vita það allir, en ég er ömurlegur „manager“. Svo þegar ég mæti hérna og er að reyna að koma þessu í gegn. Þá er ég bara eitthvað týndur, mér líður eins og það sé bara búið að setja á mig eitthvað kriptónít. Kannski verða bara allir brjálaðir núna og segja að Brynjar er hrokafullur og eitthvað, ég veit bara ekkert hvað ég á að halda með þetta lið,“ sagði Brynjar.
Bónus-deild kvenna Aþena Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Í beinni: Liverpool - Manchester United | Erkifjendur mætast í vetrarríki Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppliðið heimsækir meistarana sem eru við botninn Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Sjá meira