Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2024 10:37 Palestínumenn á flótta undan átökum á Gasaströndinni. AP/Abdel Kareem Hana Embættismenn í bæði Palestínu og Ísrael hafa gefið til kynna að eftir margra mánaða viðræður sé vopnahlé á Gasaströndinni í sjónmáli. Viðræður um vopnahlé og mögulega frelsun þeirra gísla sem Hamas-liðar halda enn hafa virst frosnar um mánaða skeið. Breska ríkisútvarpið hefur þó eftir palestínskum embættismanni að viðræðurnar væru komnar á lokametrana og er það í takt við fyrri ummæli Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, sem sagði á dögunum að mögulegt samkomulag hefði aldrei verið líklegra. Umræddur embættismaður lýsti þriggja fasa áætlun um að óbreyttum borgurum og kvenkyns hermönnum yrði sleppt úr haldi á fyrstu 45 dögunum eftir að samkomulagið tekur gildi. Ísraelskir hermenn myndu samhliða því fara frá miðbæjum borga á Gasaströndinni, frá strandveginum og hörfa frá landamærum Gasa og Egyptalands. Annar fasinn fæli í sér frelsun allra gísla og almennt undanhald ísraelskra hermanna frá Gasa. Þriðji fasinn snerist svo um að binda alfarið enda á átökin. Talið er að 62 gíslar í haldi Hamas-liða séu enn á lífi og þar að auki séu þeir með um 34 lík. Hafa áhyggjur af Trump Times of Israel hefur eftir heimildarmönnum sínum að leiðtogar Hamas óttist að þegar Donald Trump tekur aftur völd í Washington DC, muni hann fjarlægja alla tálma úr vegi Ísraela og gera þeim kleift að hefja árásir að fullu á Gasaströndina. Trump tekur við völdum þann 20. janúar. Bandaríkjamenn og ráðamenn í Doha hafa reynt að miðla milli Hamas og Ísraela og Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joes Biden, sagði nýlega að vonast væri til þess að samkomulag næðist fyrir áramót. Fari svo myndi Trump þurfa að fylgja því eftir. TOI hefur eftir ísraelskum embættismanni að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, telji að hann muni hafa meira svigrúm til að herja frekar gegn Hamas með Trump í Hvíta húsinu í stað Bidens. Umfangsmiklar árásir Ísraela hafa valdið gífurlegum skemmdum á Gasa og miklu mannfalli.AP/Jehad Alshrafi Leiðtogar Hamas virðast sama sinnis og eru að reyna að fá í gegn tryggingar fyrir því að Ísraelar hefji ekki átök að nýju, eftir að fyrstu gíslunum verði sleppt. Netanjahú sagði á dögunum að ef endir verði bundinn á stríðið við Hamas, muni leiðtogar samtakanna byggja þau upp að nýju og ráðast aftur á Ísrael í framtíðinni. Það sé ekki eitthvað sem Ísraelar vilji ekki. Samningsstaða leiðtoga Hamas þykir hafa veikst töluvert og þá að miklu leyti vegna minni stuðnings sem þeir njóta frá Hezbollah í Líbanon og klerkastjórninni í Íran og vegna Trumps. Á sama tíma hafi þeir litlu að tapa og eru enn með fjölda gísla í haldi. 45 þúsund sagðir liggja í valnum Frá því Hamas-liðar og aðrir gerðu árásir á suðurhluta Ísrael þann 7. október 2023 og Ísraelar brugðust við með umfangsmiklum árásum og innrás á Gasaströndina, áætla heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, að rúmlega 45 þúsund manns liggi í valnum. Þá hafa nánast allir af 2,3 milljónum íbúum Gasa þurft að flýja heimili sín og aðstæður á svæðinu þykja mjög slæmar. Margir eru sagðir standa frammi fyrir hungursneyð. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Donald Trump Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur þó eftir palestínskum embættismanni að viðræðurnar væru komnar á lokametrana og er það í takt við fyrri ummæli Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, sem sagði á dögunum að mögulegt samkomulag hefði aldrei verið líklegra. Umræddur embættismaður lýsti þriggja fasa áætlun um að óbreyttum borgurum og kvenkyns hermönnum yrði sleppt úr haldi á fyrstu 45 dögunum eftir að samkomulagið tekur gildi. Ísraelskir hermenn myndu samhliða því fara frá miðbæjum borga á Gasaströndinni, frá strandveginum og hörfa frá landamærum Gasa og Egyptalands. Annar fasinn fæli í sér frelsun allra gísla og almennt undanhald ísraelskra hermanna frá Gasa. Þriðji fasinn snerist svo um að binda alfarið enda á átökin. Talið er að 62 gíslar í haldi Hamas-liða séu enn á lífi og þar að auki séu þeir með um 34 lík. Hafa áhyggjur af Trump Times of Israel hefur eftir heimildarmönnum sínum að leiðtogar Hamas óttist að þegar Donald Trump tekur aftur völd í Washington DC, muni hann fjarlægja alla tálma úr vegi Ísraela og gera þeim kleift að hefja árásir að fullu á Gasaströndina. Trump tekur við völdum þann 20. janúar. Bandaríkjamenn og ráðamenn í Doha hafa reynt að miðla milli Hamas og Ísraela og Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joes Biden, sagði nýlega að vonast væri til þess að samkomulag næðist fyrir áramót. Fari svo myndi Trump þurfa að fylgja því eftir. TOI hefur eftir ísraelskum embættismanni að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, telji að hann muni hafa meira svigrúm til að herja frekar gegn Hamas með Trump í Hvíta húsinu í stað Bidens. Umfangsmiklar árásir Ísraela hafa valdið gífurlegum skemmdum á Gasa og miklu mannfalli.AP/Jehad Alshrafi Leiðtogar Hamas virðast sama sinnis og eru að reyna að fá í gegn tryggingar fyrir því að Ísraelar hefji ekki átök að nýju, eftir að fyrstu gíslunum verði sleppt. Netanjahú sagði á dögunum að ef endir verði bundinn á stríðið við Hamas, muni leiðtogar samtakanna byggja þau upp að nýju og ráðast aftur á Ísrael í framtíðinni. Það sé ekki eitthvað sem Ísraelar vilji ekki. Samningsstaða leiðtoga Hamas þykir hafa veikst töluvert og þá að miklu leyti vegna minni stuðnings sem þeir njóta frá Hezbollah í Líbanon og klerkastjórninni í Íran og vegna Trumps. Á sama tíma hafi þeir litlu að tapa og eru enn með fjölda gísla í haldi. 45 þúsund sagðir liggja í valnum Frá því Hamas-liðar og aðrir gerðu árásir á suðurhluta Ísrael þann 7. október 2023 og Ísraelar brugðust við með umfangsmiklum árásum og innrás á Gasaströndina, áætla heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, að rúmlega 45 þúsund manns liggi í valnum. Þá hafa nánast allir af 2,3 milljónum íbúum Gasa þurft að flýja heimili sín og aðstæður á svæðinu þykja mjög slæmar. Margir eru sagðir standa frammi fyrir hungursneyð.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Donald Trump Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira