Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. desember 2024 22:50 Logi Bergmann er eiginmaður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og búsettur í Washington. Vísir/Samsett Logi Bergmann, fjölmiðlamaður og eiginmaður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, segir það ólíklegt að dularfull flygildi sem skotið hafa upp kollinum í skjóli nætur í New Jersey-ríki séu í heimsókn frá öðrum hnetti. Logi er búsettur í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, og hefur fylgst með fréttaflutningi af þessum huldufullu fljúgandi fyrirbærum sem herjað hafa á íbúa og fengið samsærisspekúlanta til að klóra sér í kollinum. Hann segir helstu kenningar um uppruna þeirra því miður ansi hversdagslegar. „Helstu kenningarnar eru þær að þetta sé bara eitthvað fólk að fljúga drónum. Því miður. Geimverurnar eru ekki að koma og ef þær kæmu þá kæmu þær sennilega ekki í hópum og hringsóluðu bara um með öllum þessum drónahljóðum,“ segir hann í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Bandaríkjamenn leita skýringa Fréttir af flygildunum hófu að berast um miðjan nóvember. Þau birtast gjarnan nokkur saman og þykja stór af flygildum að vera. Þau hafa skotið upp kollinum og lýst upp næturhimininn víða um ríkið. Íbúar hafa ókyrrst og leitað skýringa á ljósunum á himni. Bandarísk stjórnvöld hafa gefið út að málið sé á þeirra borði og að það yrði tekið föstum tökum. John Kirby talsmaður þjóðaröryggisráðs sagði til að mynda á blaðamannafundi í vikunni að ýmislegt benti til þess að flygildin væru mörg hver mönnuð loftför í fullum rétti í bandarískri lofthelgi Þessum ummælum hefur þó ekki tekist að kæfa niður samsæriskenningarnar sem farið hafa eins og eldur í sinu um Bandaríkin. Sumir telja flygildin á vegum Írana og að þeir komi allir frá móðurskipi á Atlantshafi úti. Engin ummerki um slíkt móðurskip hefur þó fundist. Aðrir telja Kínverja, eða þá Rússa, standa að flygildaferðunum. Donald Trump, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um málið og gaf samsæriskenningasmiðum byr undir báða á samfélagsmiðlum á dögunum. „Getur þetta virkilega verið að gerast án vitundar ríkisstjórnarinnar? Ég held nú síður. Upplýsið almenning strax. Ellegar skjótið þá niður!“ skrifaði hann. Frekar hrekkjóttir áhugamannahópar en Kínverjar Ríkisstjórar fyrrverandi, bæði í New Jersey og Maryland, hafa einnig birt myndir af flygildum á flugi yfir heimili sín. Logi segir allt benda til þess að skýringin sé einföld. „Það fyrsta sem öllum dettur í hug eru Kínverjar. En einfalda skýringin er yfirleitt skýringin. Ég held að þetta sé bara að það er gaman að fljúga dróna og gaman að fljúga í hóp. Ég held að þetta sé bara fólk að stelast til að fljúga drónum,“ segir hann. „Ég held að ef geimverurnar kæmu þá væru þær klárari með þetta. Fyrst þær gætu komið hingað væru þær örugglega ósýnilegar,“ segir hann þá í kímni en bætir við að flygildunum eigi líklega bara eftir að fjölga upp úr þessu. Fjölmiðlaumfjöllunin hafi verið mikil og hún sé líkleg til að sannfæra alla sem flygildi geta valdið til að laumast út í skjóli nætur og hrella nágranna sína. Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Reykjavík síðdegis Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Logi er búsettur í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, og hefur fylgst með fréttaflutningi af þessum huldufullu fljúgandi fyrirbærum sem herjað hafa á íbúa og fengið samsærisspekúlanta til að klóra sér í kollinum. Hann segir helstu kenningar um uppruna þeirra því miður ansi hversdagslegar. „Helstu kenningarnar eru þær að þetta sé bara eitthvað fólk að fljúga drónum. Því miður. Geimverurnar eru ekki að koma og ef þær kæmu þá kæmu þær sennilega ekki í hópum og hringsóluðu bara um með öllum þessum drónahljóðum,“ segir hann í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Bandaríkjamenn leita skýringa Fréttir af flygildunum hófu að berast um miðjan nóvember. Þau birtast gjarnan nokkur saman og þykja stór af flygildum að vera. Þau hafa skotið upp kollinum og lýst upp næturhimininn víða um ríkið. Íbúar hafa ókyrrst og leitað skýringa á ljósunum á himni. Bandarísk stjórnvöld hafa gefið út að málið sé á þeirra borði og að það yrði tekið föstum tökum. John Kirby talsmaður þjóðaröryggisráðs sagði til að mynda á blaðamannafundi í vikunni að ýmislegt benti til þess að flygildin væru mörg hver mönnuð loftför í fullum rétti í bandarískri lofthelgi Þessum ummælum hefur þó ekki tekist að kæfa niður samsæriskenningarnar sem farið hafa eins og eldur í sinu um Bandaríkin. Sumir telja flygildin á vegum Írana og að þeir komi allir frá móðurskipi á Atlantshafi úti. Engin ummerki um slíkt móðurskip hefur þó fundist. Aðrir telja Kínverja, eða þá Rússa, standa að flygildaferðunum. Donald Trump, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um málið og gaf samsæriskenningasmiðum byr undir báða á samfélagsmiðlum á dögunum. „Getur þetta virkilega verið að gerast án vitundar ríkisstjórnarinnar? Ég held nú síður. Upplýsið almenning strax. Ellegar skjótið þá niður!“ skrifaði hann. Frekar hrekkjóttir áhugamannahópar en Kínverjar Ríkisstjórar fyrrverandi, bæði í New Jersey og Maryland, hafa einnig birt myndir af flygildum á flugi yfir heimili sín. Logi segir allt benda til þess að skýringin sé einföld. „Það fyrsta sem öllum dettur í hug eru Kínverjar. En einfalda skýringin er yfirleitt skýringin. Ég held að þetta sé bara að það er gaman að fljúga dróna og gaman að fljúga í hóp. Ég held að þetta sé bara fólk að stelast til að fljúga drónum,“ segir hann. „Ég held að ef geimverurnar kæmu þá væru þær klárari með þetta. Fyrst þær gætu komið hingað væru þær örugglega ósýnilegar,“ segir hann þá í kímni en bætir við að flygildunum eigi líklega bara eftir að fjölga upp úr þessu. Fjölmiðlaumfjöllunin hafi verið mikil og hún sé líkleg til að sannfæra alla sem flygildi geta valdið til að laumast út í skjóli nætur og hrella nágranna sína.
Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Reykjavík síðdegis Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira