Krefjast þess að faðir þeirra verði úrskurðaður látinn Árni Sæberg skrifar 16. desember 2024 12:58 Leit var hætt þar sem ekki þótti forsvaranlegt að leggja björgunarmenn í hættu. Landsbjörg Börn Lúðvíks Péturssonar, sem féll í sprungu í Grindavík fyrir rétt tæpu ári, hafa krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að ákveðið verði með dómi að faðir þeirra sé talinn látinn. Í stefnu sem birt var í Lögbirtingablaðinu fyrir helgi segir að börn Lúðvíks, sem eru fjögur og á aldrinum 16 til 27 ára, hafi bent á að fullvíst þyki að Lúðvík hafi fallið ofan í sprungu við Vesturhóp 29 í Grindavík 10. janúar 2024 og sé nú látinn. Lúðvík hafi starfað þann dag við jarðvegsþjöppun og við að fylla upp í sprungur í Grindavík sem þar höfðu myndast vegna jarðskjálfta. Lúðvík hafi verið við störf við á áðurnefndum stað ásamt öðrum manni sem þurft hafi að hverfa frá um stund. Þegar sá maður hafi komið aftur hafi Lúðvík verið horfinn og hafi þá sést ný sprunga á þeim stað sem Lúðvík hafði áður verið að störfum á. Leit hætt þremur sólarhringum síðar Strax hafi verið kallað eftir aðstoð björgunaraðila og hafi slökkvilið, sjúkralið, björgunarsveitir og sérsveit ríkislögreglustjóra þegar hafið leit að Lúðvík. Björgunarstörf hafi verið mjög umfangsmikil og staðið yfir í þrjá sólarhringa. Leit hafi því miður ekki borið árangur og verið hætt að morgni 13. janúar 2024. Börnin hafi kveðið leit hafa verið hætt þar sem frekari aðgerðir hafi verið taldar mjög hættulegar leitarmönnum og engar líkur verið taldar á að Lúðvík myndi finnast. Þau kveði lögreglustjórann á Suðurnesjum hafa stjórnað björgunaraðgerðum og að hann hafi tekið ákvörðun um að leit skyldi hætt. Nánar um atvik, björgunarstörf og lok leitar vísi sóknaraðilar til gagna sem lögð verði fram við þingfestingu málsins. Nokkrir mánuðir í þinghald Í stefnunni segir að börnin hafi kveðist vera skylduerfingjar Lúðvíks og hafi því lögmætra hagsmuna að gæta af því að fá dómsúrlausn um að faðir þeirra skuli talinn látinn eftir að hafa verið horfinn frá 10. janúar 2024. Fyrir því stefnist hér með hverjum þeim sem telur sig geta gefið upplýsingar um dvalarstað eða afdrif Lúðvíks Péturssonar til að mæta á dómþing Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð verði í dómsal 302 í Dómhúsinu við Lækjartorg í Reykjavík 12. mars 2025, klukkan 10. Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Í stefnu sem birt var í Lögbirtingablaðinu fyrir helgi segir að börn Lúðvíks, sem eru fjögur og á aldrinum 16 til 27 ára, hafi bent á að fullvíst þyki að Lúðvík hafi fallið ofan í sprungu við Vesturhóp 29 í Grindavík 10. janúar 2024 og sé nú látinn. Lúðvík hafi starfað þann dag við jarðvegsþjöppun og við að fylla upp í sprungur í Grindavík sem þar höfðu myndast vegna jarðskjálfta. Lúðvík hafi verið við störf við á áðurnefndum stað ásamt öðrum manni sem þurft hafi að hverfa frá um stund. Þegar sá maður hafi komið aftur hafi Lúðvík verið horfinn og hafi þá sést ný sprunga á þeim stað sem Lúðvík hafði áður verið að störfum á. Leit hætt þremur sólarhringum síðar Strax hafi verið kallað eftir aðstoð björgunaraðila og hafi slökkvilið, sjúkralið, björgunarsveitir og sérsveit ríkislögreglustjóra þegar hafið leit að Lúðvík. Björgunarstörf hafi verið mjög umfangsmikil og staðið yfir í þrjá sólarhringa. Leit hafi því miður ekki borið árangur og verið hætt að morgni 13. janúar 2024. Börnin hafi kveðið leit hafa verið hætt þar sem frekari aðgerðir hafi verið taldar mjög hættulegar leitarmönnum og engar líkur verið taldar á að Lúðvík myndi finnast. Þau kveði lögreglustjórann á Suðurnesjum hafa stjórnað björgunaraðgerðum og að hann hafi tekið ákvörðun um að leit skyldi hætt. Nánar um atvik, björgunarstörf og lok leitar vísi sóknaraðilar til gagna sem lögð verði fram við þingfestingu málsins. Nokkrir mánuðir í þinghald Í stefnunni segir að börnin hafi kveðist vera skylduerfingjar Lúðvíks og hafi því lögmætra hagsmuna að gæta af því að fá dómsúrlausn um að faðir þeirra skuli talinn látinn eftir að hafa verið horfinn frá 10. janúar 2024. Fyrir því stefnist hér með hverjum þeim sem telur sig geta gefið upplýsingar um dvalarstað eða afdrif Lúðvíks Péturssonar til að mæta á dómþing Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð verði í dómsal 302 í Dómhúsinu við Lækjartorg í Reykjavík 12. mars 2025, klukkan 10.
Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira