Krefjast þess að faðir þeirra verði úrskurðaður látinn Árni Sæberg skrifar 16. desember 2024 12:58 Leit var hætt þar sem ekki þótti forsvaranlegt að leggja björgunarmenn í hættu. Landsbjörg Börn Lúðvíks Péturssonar, sem féll í sprungu í Grindavík fyrir rétt tæpu ári, hafa krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að ákveðið verði með dómi að faðir þeirra sé talinn látinn. Í stefnu sem birt var í Lögbirtingablaðinu fyrir helgi segir að börn Lúðvíks, sem eru fjögur og á aldrinum 16 til 27 ára, hafi bent á að fullvíst þyki að Lúðvík hafi fallið ofan í sprungu við Vesturhóp 29 í Grindavík 10. janúar 2024 og sé nú látinn. Lúðvík hafi starfað þann dag við jarðvegsþjöppun og við að fylla upp í sprungur í Grindavík sem þar höfðu myndast vegna jarðskjálfta. Lúðvík hafi verið við störf við á áðurnefndum stað ásamt öðrum manni sem þurft hafi að hverfa frá um stund. Þegar sá maður hafi komið aftur hafi Lúðvík verið horfinn og hafi þá sést ný sprunga á þeim stað sem Lúðvík hafði áður verið að störfum á. Leit hætt þremur sólarhringum síðar Strax hafi verið kallað eftir aðstoð björgunaraðila og hafi slökkvilið, sjúkralið, björgunarsveitir og sérsveit ríkislögreglustjóra þegar hafið leit að Lúðvík. Björgunarstörf hafi verið mjög umfangsmikil og staðið yfir í þrjá sólarhringa. Leit hafi því miður ekki borið árangur og verið hætt að morgni 13. janúar 2024. Börnin hafi kveðið leit hafa verið hætt þar sem frekari aðgerðir hafi verið taldar mjög hættulegar leitarmönnum og engar líkur verið taldar á að Lúðvík myndi finnast. Þau kveði lögreglustjórann á Suðurnesjum hafa stjórnað björgunaraðgerðum og að hann hafi tekið ákvörðun um að leit skyldi hætt. Nánar um atvik, björgunarstörf og lok leitar vísi sóknaraðilar til gagna sem lögð verði fram við þingfestingu málsins. Nokkrir mánuðir í þinghald Í stefnunni segir að börnin hafi kveðist vera skylduerfingjar Lúðvíks og hafi því lögmætra hagsmuna að gæta af því að fá dómsúrlausn um að faðir þeirra skuli talinn látinn eftir að hafa verið horfinn frá 10. janúar 2024. Fyrir því stefnist hér með hverjum þeim sem telur sig geta gefið upplýsingar um dvalarstað eða afdrif Lúðvíks Péturssonar til að mæta á dómþing Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð verði í dómsal 302 í Dómhúsinu við Lækjartorg í Reykjavík 12. mars 2025, klukkan 10. Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Í stefnu sem birt var í Lögbirtingablaðinu fyrir helgi segir að börn Lúðvíks, sem eru fjögur og á aldrinum 16 til 27 ára, hafi bent á að fullvíst þyki að Lúðvík hafi fallið ofan í sprungu við Vesturhóp 29 í Grindavík 10. janúar 2024 og sé nú látinn. Lúðvík hafi starfað þann dag við jarðvegsþjöppun og við að fylla upp í sprungur í Grindavík sem þar höfðu myndast vegna jarðskjálfta. Lúðvík hafi verið við störf við á áðurnefndum stað ásamt öðrum manni sem þurft hafi að hverfa frá um stund. Þegar sá maður hafi komið aftur hafi Lúðvík verið horfinn og hafi þá sést ný sprunga á þeim stað sem Lúðvík hafði áður verið að störfum á. Leit hætt þremur sólarhringum síðar Strax hafi verið kallað eftir aðstoð björgunaraðila og hafi slökkvilið, sjúkralið, björgunarsveitir og sérsveit ríkislögreglustjóra þegar hafið leit að Lúðvík. Björgunarstörf hafi verið mjög umfangsmikil og staðið yfir í þrjá sólarhringa. Leit hafi því miður ekki borið árangur og verið hætt að morgni 13. janúar 2024. Börnin hafi kveðið leit hafa verið hætt þar sem frekari aðgerðir hafi verið taldar mjög hættulegar leitarmönnum og engar líkur verið taldar á að Lúðvík myndi finnast. Þau kveði lögreglustjórann á Suðurnesjum hafa stjórnað björgunaraðgerðum og að hann hafi tekið ákvörðun um að leit skyldi hætt. Nánar um atvik, björgunarstörf og lok leitar vísi sóknaraðilar til gagna sem lögð verði fram við þingfestingu málsins. Nokkrir mánuðir í þinghald Í stefnunni segir að börnin hafi kveðist vera skylduerfingjar Lúðvíks og hafi því lögmætra hagsmuna að gæta af því að fá dómsúrlausn um að faðir þeirra skuli talinn látinn eftir að hafa verið horfinn frá 10. janúar 2024. Fyrir því stefnist hér með hverjum þeim sem telur sig geta gefið upplýsingar um dvalarstað eða afdrif Lúðvíks Péturssonar til að mæta á dómþing Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð verði í dómsal 302 í Dómhúsinu við Lækjartorg í Reykjavík 12. mars 2025, klukkan 10.
Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?