Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Lovísa Arnardóttir skrifar 14. desember 2024 07:43 Almenningur kallar eftir því að forsetinn verði handtekinn. Vísir/EPA Þingið í Suður-Kóreu hefur samþykkt að ákæra forseta landsins Yoon Suk Yeol fyrir embættisafglöp. Þingið greiddi atkvæði um það í morgun og var tillagan samþykkt með miklum meirihluta, 204 gegn 85. Forsætisráðherra landsins, Han Duck-soo, mun tímabundið taka við sem forseti. Samkvæmt frétt AP um málið hefur stjórnarskrárdómstóll landsins 180 daga til að ákveða hvort að honum verði vikið úr embætti eða ekki. Mikið uppnám hefur verið í samfélaginu frá því að Yoon setti fyrirvaralaust herlög á landið þann 3. desember. Tugir þúsunda hafa mótmælt á götum Seúl síðustu daga, og í morgun, og þegar ljóst var að forsetinn yrði kærður brutust út mikil fagnaðarlæti. Vika er síðan atkvæðagreiðsla um landráð var afgreidd á þinginu í fyrsta sinn en þá kom meirihluti stjórnarþingmanna sér hjá því að greiða atkvæði. Opinberum mótmælum gegn Yoon hefur fjölgað síðan þá og vinsældir hans hrakað. Í frétt AP segir að tugir þúsunda mótmæli nú þrátt fyrir mikinn kulda í Seúl og hafi gert það síðustu tvær vikurnar. Þau kalla eftir því að honum verði vikið úr embætti og hann handtekinn. Þúsundir stuðningsmanna hans hafa einnig komið saman í Seúl en þau eru ekki eins mörg. Tugir þúsunda mótmæla ákvörðun forsetans og segja hann hafa framið landráð.Vísir/EPA Herlögin voru aðeins í gildi í um sex klukkustundir en höfðu ekki verið sett á í um fjóra áratugi. Ákvörðun Yoon hefur haft víðtæk áhrif pólitískt og á efnahagslífið. Þingið greiddi atkvæði um að snúa ákvörðuninni við samdægurs þannig hann neyddist til að gera það. Yoon hefur verið sakaður um uppreisn og hafa bent á að samkvæmt lögum má forseti landsins aðeins setja á herlög á stríðstímum eða í svipuðu neyðarástandi. Í tillögunni sem tekin var fyrir á þinginu í dag kom fram að hann hafi „framkvæmd uppreisn sem trufli friðinn í Lýðveldinu Kóreu með því að setja á svið röð óeirða“. Fólk hefur mótmælt daglega síðustu tæpar tvær vikurnar.Vísir/EPA Þá er það einnig gagnrýnt að hann hafi notað lögreglu og her í aðgerðum sínum. Yoon hefur mótmælt ásökunum en á meðan hann er til rannsóknar má hann ekki yfirgefa landið. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að tillagan var afgreidd á þinginu í Suður-Kóreu. Suður-Kórea Tengdar fréttir Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira
Forsætisráðherra landsins, Han Duck-soo, mun tímabundið taka við sem forseti. Samkvæmt frétt AP um málið hefur stjórnarskrárdómstóll landsins 180 daga til að ákveða hvort að honum verði vikið úr embætti eða ekki. Mikið uppnám hefur verið í samfélaginu frá því að Yoon setti fyrirvaralaust herlög á landið þann 3. desember. Tugir þúsunda hafa mótmælt á götum Seúl síðustu daga, og í morgun, og þegar ljóst var að forsetinn yrði kærður brutust út mikil fagnaðarlæti. Vika er síðan atkvæðagreiðsla um landráð var afgreidd á þinginu í fyrsta sinn en þá kom meirihluti stjórnarþingmanna sér hjá því að greiða atkvæði. Opinberum mótmælum gegn Yoon hefur fjölgað síðan þá og vinsældir hans hrakað. Í frétt AP segir að tugir þúsunda mótmæli nú þrátt fyrir mikinn kulda í Seúl og hafi gert það síðustu tvær vikurnar. Þau kalla eftir því að honum verði vikið úr embætti og hann handtekinn. Þúsundir stuðningsmanna hans hafa einnig komið saman í Seúl en þau eru ekki eins mörg. Tugir þúsunda mótmæla ákvörðun forsetans og segja hann hafa framið landráð.Vísir/EPA Herlögin voru aðeins í gildi í um sex klukkustundir en höfðu ekki verið sett á í um fjóra áratugi. Ákvörðun Yoon hefur haft víðtæk áhrif pólitískt og á efnahagslífið. Þingið greiddi atkvæði um að snúa ákvörðuninni við samdægurs þannig hann neyddist til að gera það. Yoon hefur verið sakaður um uppreisn og hafa bent á að samkvæmt lögum má forseti landsins aðeins setja á herlög á stríðstímum eða í svipuðu neyðarástandi. Í tillögunni sem tekin var fyrir á þinginu í dag kom fram að hann hafi „framkvæmd uppreisn sem trufli friðinn í Lýðveldinu Kóreu með því að setja á svið röð óeirða“. Fólk hefur mótmælt daglega síðustu tæpar tvær vikurnar.Vísir/EPA Þá er það einnig gagnrýnt að hann hafi notað lögreglu og her í aðgerðum sínum. Yoon hefur mótmælt ásökunum en á meðan hann er til rannsóknar má hann ekki yfirgefa landið. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að tillagan var afgreidd á þinginu í Suður-Kóreu.
Suður-Kórea Tengdar fréttir Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira
Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32
Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52