Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2024 17:30 Bjarki Björn Gunnarsson kannast vel við sig í Vestmannaeyjum þar sem hann hefur spilað undanfarin tvö sumur. @vikingurfc ÍBV og Víkingur hafa náð samkomulagi um kaup Eyjamanna á Bjarka Birni Gunnarssyni en hann hefur verið á láni í Vestmannaeyjum síðustu tvö sumur. Bjarki skrifaði í framhaldinu undir þriggja ára samning við ÍBV eða út sumarið 2027. Bjarki er 24 ára miðjumaður sem lék með ÍBV liðinu tímabilin 2023 og 2024 við góðan orðstír. Síðasta sumar hjálpaði hann ÍBV að vinna sér sæti í Bestu deildinni þar sem hann var með 5 mörk í 14 leikjum í Lengjudeildinni. Tvö af mörkum hans voru meðal fallegustu marka tímabilsins eins og fram kemur í frétt á heimasíðu ÍBV. Bjarki lék upp alla yngri flokka Víkings og fyrir utan stutt stopp í Haukum, Þrótti Vogum og Kórdrengjum hefur hann verið í Víkinni allan sinn feril. Bjarki lék fjóra leiki fyrir meistaraflokk Víkings. Bjarki lék með ÍBV í Bestu deildinni sumarið 2023 og var þá með eitt mark í tíu leikjum. „Bjarki er uppalinn Víkingur og frábær fótboltamaður, gott auga fyrir spili og getur leyst margar stöður. Hann hefur frábæra vinstri löpp og er gríðarlega fastur fyrir. Hann hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu ár en við erum virkilega spennt að fylgjast með honum og efumst ekki um að hann slái í gegn hjá ÍBV,“ sagði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, á miðlum félagsins. „Bjarki er ekki bara frábær leikmaður heldur einnig frábær liðsfélagi og hefur hann á tíma sínum hjá félaginu verið góður liðsstyrkur innan sem utan vallar. Það eru frábærar fréttir að Bjarki velji að taka sín næstu skref á knattspyrnuferlinum hjá ÍBV og skrifaði hann undir þriggja ára samning á dögunum,“ segir í frétt á heimasíðu ÍBV. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) Besta deild karla Víkingur Reykjavík ÍBV Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Enski boltinn Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Fleiri fréttir Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Sjá meira
Bjarki skrifaði í framhaldinu undir þriggja ára samning við ÍBV eða út sumarið 2027. Bjarki er 24 ára miðjumaður sem lék með ÍBV liðinu tímabilin 2023 og 2024 við góðan orðstír. Síðasta sumar hjálpaði hann ÍBV að vinna sér sæti í Bestu deildinni þar sem hann var með 5 mörk í 14 leikjum í Lengjudeildinni. Tvö af mörkum hans voru meðal fallegustu marka tímabilsins eins og fram kemur í frétt á heimasíðu ÍBV. Bjarki lék upp alla yngri flokka Víkings og fyrir utan stutt stopp í Haukum, Þrótti Vogum og Kórdrengjum hefur hann verið í Víkinni allan sinn feril. Bjarki lék fjóra leiki fyrir meistaraflokk Víkings. Bjarki lék með ÍBV í Bestu deildinni sumarið 2023 og var þá með eitt mark í tíu leikjum. „Bjarki er uppalinn Víkingur og frábær fótboltamaður, gott auga fyrir spili og getur leyst margar stöður. Hann hefur frábæra vinstri löpp og er gríðarlega fastur fyrir. Hann hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu ár en við erum virkilega spennt að fylgjast með honum og efumst ekki um að hann slái í gegn hjá ÍBV,“ sagði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, á miðlum félagsins. „Bjarki er ekki bara frábær leikmaður heldur einnig frábær liðsfélagi og hefur hann á tíma sínum hjá félaginu verið góður liðsstyrkur innan sem utan vallar. Það eru frábærar fréttir að Bjarki velji að taka sín næstu skref á knattspyrnuferlinum hjá ÍBV og skrifaði hann undir þriggja ára samning á dögunum,“ segir í frétt á heimasíðu ÍBV. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc)
Besta deild karla Víkingur Reykjavík ÍBV Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Enski boltinn Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Fleiri fréttir Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Sjá meira