Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2024 17:17 Frá fangagangi á Litla-Hrauni. Vísir/Vilhelm Starfshópur sjö ráðuneyta leggur til að byggður verði upp miðlægur þjónustukjarni fyrir einstaklinga sem hafa brotið af sér en eru ýmist dæmdir sakhæfir og hættulegir eftir afplánun, ósakhæfir eða talið að refsing beri engan árangur. Þetta kom fram í minnisblaði með fyrstu tillögum starfshóps sjö ráðuneyta um úrbætur á úrræðum og þjónustu vegna einstaklinga sem nauðsynlegt þykir að sæti sérstökum öryggisráðstöfunum sem kynnt var á fundi ríkisstjórnar í morgun. Um er að ræða einstaklinga sem hafa brotið af sér en eru ýmist dæmdir sakhæfir og hætta talin stafa af þeim eftir afplánun, dæmdir ósakhæfir, eða talið að refsing muni ekki bera árangur og sæta því öryggisráðstöfunum og viðeigandi meðferð. Hópurinn telur nauðsynlegt að samhæfa þjónustu og úrræði vegna þessara einstaklinga en að málum kemur fjöldi ráðuneyta auk sveitarfélaga. Áskoranir stjórnvalda snúa ekki síst að ómarkvissri þjónustu og skorti á búsetuúrræðum fyrir einstaklinga sem hafa fengið dóm eða úrskurð um öryggisgæslu. Þá er talin þörf á skýrari ábyrgð og lagaumgjörð um framkvæmd vægari öryggisráðstafana, meðal annars til að tryggja réttaröryggi eftir að afplánun í fangelsi lýkur. Til að bregðast við framangreindu gerir starfshópurinn eftirfarandi tillögur: Byggður verði upp miðlægur þjónustukjarni allra ábyrgðaraðila með samþættri þjónustu á einum stað. Stofnuð verði stigskipt sérhæfð úrræði á grundvelli dóma og úrskurða, áhættumats og mats á þjónustuþörf þar sem öryggis verði gætt. Samþætt félags- og geðheilbrigðisþjónusta verði veitt á viðeigandi hátt á hverju þjónustustigi. Unnið verði lagafrumvarp um framkvæmd öryggisráðstafana og viðeigandi breytingar gerðar á almennum hegningarlögum, lögum um heilbrigðisþjónustu og fleiri lögum. Eftirlit með úrræðum verði bætt og reglulegt endurmat á öryggisráðstöfunum tryggt. Hópurinn áréttar einnig að breyta þurfi fyrirkomulagi þjónustu við börn með fjölþættan vanda þannig að rétt úrræði séu fyrir hendi þegar þeirra er þörf. Rannsóknir sýni fram á að með markvissri snemmtækri íhlutun sé hægt að koma í veg fyrir fjölgun einstaklinga sem þurfa á öryggisráðstöfunum að halda á fullorðinsárum. Hópurinn sem leiddur er af forsætisráðuneyti mun halda áfram að vinna að frekari tillögum í þessum málum en í honum eru einnig fulltrúar frá dómsmálaráðuneyti, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, mennta- og barnamálaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti og innviðaráðuneyti. Fangelsismál Geðheilbrigði Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Hafna því að standa sig ekki í að finna fötluðu fólki heimili Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafnar því að borgin standi sig ekki nægilega vel í uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Margir þeirra geðfötluðu einstaklinga sem borgin sinni hafi haft lögheimili í öðrum sveitarfélögum við komuna á geðdeild en breyti um lögheimili til að auka líkur á að fá viðeigandi húsnæði eða þjónustu sem fyrst. 13. júlí 2021 15:52 „Það lítur út fyrir að Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna“ Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. 31. mars 2019 21:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Þetta kom fram í minnisblaði með fyrstu tillögum starfshóps sjö ráðuneyta um úrbætur á úrræðum og þjónustu vegna einstaklinga sem nauðsynlegt þykir að sæti sérstökum öryggisráðstöfunum sem kynnt var á fundi ríkisstjórnar í morgun. Um er að ræða einstaklinga sem hafa brotið af sér en eru ýmist dæmdir sakhæfir og hætta talin stafa af þeim eftir afplánun, dæmdir ósakhæfir, eða talið að refsing muni ekki bera árangur og sæta því öryggisráðstöfunum og viðeigandi meðferð. Hópurinn telur nauðsynlegt að samhæfa þjónustu og úrræði vegna þessara einstaklinga en að málum kemur fjöldi ráðuneyta auk sveitarfélaga. Áskoranir stjórnvalda snúa ekki síst að ómarkvissri þjónustu og skorti á búsetuúrræðum fyrir einstaklinga sem hafa fengið dóm eða úrskurð um öryggisgæslu. Þá er talin þörf á skýrari ábyrgð og lagaumgjörð um framkvæmd vægari öryggisráðstafana, meðal annars til að tryggja réttaröryggi eftir að afplánun í fangelsi lýkur. Til að bregðast við framangreindu gerir starfshópurinn eftirfarandi tillögur: Byggður verði upp miðlægur þjónustukjarni allra ábyrgðaraðila með samþættri þjónustu á einum stað. Stofnuð verði stigskipt sérhæfð úrræði á grundvelli dóma og úrskurða, áhættumats og mats á þjónustuþörf þar sem öryggis verði gætt. Samþætt félags- og geðheilbrigðisþjónusta verði veitt á viðeigandi hátt á hverju þjónustustigi. Unnið verði lagafrumvarp um framkvæmd öryggisráðstafana og viðeigandi breytingar gerðar á almennum hegningarlögum, lögum um heilbrigðisþjónustu og fleiri lögum. Eftirlit með úrræðum verði bætt og reglulegt endurmat á öryggisráðstöfunum tryggt. Hópurinn áréttar einnig að breyta þurfi fyrirkomulagi þjónustu við börn með fjölþættan vanda þannig að rétt úrræði séu fyrir hendi þegar þeirra er þörf. Rannsóknir sýni fram á að með markvissri snemmtækri íhlutun sé hægt að koma í veg fyrir fjölgun einstaklinga sem þurfa á öryggisráðstöfunum að halda á fullorðinsárum. Hópurinn sem leiddur er af forsætisráðuneyti mun halda áfram að vinna að frekari tillögum í þessum málum en í honum eru einnig fulltrúar frá dómsmálaráðuneyti, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, mennta- og barnamálaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti og innviðaráðuneyti.
Fangelsismál Geðheilbrigði Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Hafna því að standa sig ekki í að finna fötluðu fólki heimili Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafnar því að borgin standi sig ekki nægilega vel í uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Margir þeirra geðfötluðu einstaklinga sem borgin sinni hafi haft lögheimili í öðrum sveitarfélögum við komuna á geðdeild en breyti um lögheimili til að auka líkur á að fá viðeigandi húsnæði eða þjónustu sem fyrst. 13. júlí 2021 15:52 „Það lítur út fyrir að Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna“ Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. 31. mars 2019 21:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Hafna því að standa sig ekki í að finna fötluðu fólki heimili Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafnar því að borgin standi sig ekki nægilega vel í uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Margir þeirra geðfötluðu einstaklinga sem borgin sinni hafi haft lögheimili í öðrum sveitarfélögum við komuna á geðdeild en breyti um lögheimili til að auka líkur á að fá viðeigandi húsnæði eða þjónustu sem fyrst. 13. júlí 2021 15:52
„Það lítur út fyrir að Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna“ Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. 31. mars 2019 21:00