Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. desember 2024 14:46 Húsið á Álfabakka 2 er gríðarstórt, og nálægt íbúðablokk. vísir/bjarni Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. Í fyrradag var rætt við íbúa í fjölbýlishúss í Breiðholti sem lýsti raunum sínum af framkvæmdum sem staðið hafa yfir fyrir utan stofugluggann hennar. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. Félagið sem stendur að framkvæmdunum er Álfabakki 2 ehf. Í tilkynningu félagsins segir að nú sé unnið hörðum höndum að því að reisa mannvirki sem komi til með að hýsa þjónustutengda starfsemi. Félagið sé og verði eini eigandi húsnæðisins að framkvæmdum loknum. Allt verið staðfest af borginni „Í ljósi umræðna í fjölmiðlum síðustu daga um framkvæmdina er nauðsynlegt að árétta að þær framkvæmdir sem nú er staðið að eru í einu og öllu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa gefið út. Fulltrúar félagsins unnu náið að undirbúningi framkvæmdanna með þartilbærum yfirvöldum borgarinnar og þess gætt í einu og öllu að farið væri eftir tilmælum og vilja borgaryfirvalda. Allar teikningar hafa þannig verið staðfestar af hálfu borgarinnar,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Þá hafi fyrra deiliskipulag gert ráð fyrir allt að 17 þúsund fermetra byggingarmagni ofanjarðar á þeim lóðum sem nú eru Álfabakki 2. Óskuðu eftir að dregið yrði úr leyfilegu magni „Félagið hefur samkvæmt gildandi lóðarúthlutun heimild til þess að reisa allt að 15.000 fm byggingu ofan jarðar á lóðinni. Félagið óskaði sérstaklega eftir því að breyting yrði gerð á deiliskipulagi þannig að heimilað byggingarmagn yrði fært niður í 11.500 fm sem jafngildir stærð þess mannvirkis sem nú er svo til risið á lóðinni. Ekki var fallist á þá beiðni af hálfu borgaryfirvalda. Greiðslur félagsins fyrir byggingarréttinn tóku þannig mið af 15.000 fm byggingu ofan jarðar þó svo að hún sé um 3.500 fm minni en það.“ Þær breytingar á deiliskipulagi sem framkvæmdir við Álfabakka 2 byggja á hafi farið af hálfu Reykjavíkurborgar í lögboðið auglýsingar- og kynningarferli. „Það skal jafnframt sérstaklega áréttað að leigutaki Álfabakka 2, Hagar ehf, ber enga ábyrgð á byggingarframkvæmdinni né heldur er leigutaki eigandi byggingarinnar. Fulltrúar félagsins vinna nú hörðum höndum að því að ganga frá uppbyggingu að Álfabakka 2 með það að leiðarljósi að húsnæðið og lóð þess verði öllum til sóma,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Skipulag Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. 11. desember 2024 21:03 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Í fyrradag var rætt við íbúa í fjölbýlishúss í Breiðholti sem lýsti raunum sínum af framkvæmdum sem staðið hafa yfir fyrir utan stofugluggann hennar. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. Félagið sem stendur að framkvæmdunum er Álfabakki 2 ehf. Í tilkynningu félagsins segir að nú sé unnið hörðum höndum að því að reisa mannvirki sem komi til með að hýsa þjónustutengda starfsemi. Félagið sé og verði eini eigandi húsnæðisins að framkvæmdum loknum. Allt verið staðfest af borginni „Í ljósi umræðna í fjölmiðlum síðustu daga um framkvæmdina er nauðsynlegt að árétta að þær framkvæmdir sem nú er staðið að eru í einu og öllu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa gefið út. Fulltrúar félagsins unnu náið að undirbúningi framkvæmdanna með þartilbærum yfirvöldum borgarinnar og þess gætt í einu og öllu að farið væri eftir tilmælum og vilja borgaryfirvalda. Allar teikningar hafa þannig verið staðfestar af hálfu borgarinnar,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Þá hafi fyrra deiliskipulag gert ráð fyrir allt að 17 þúsund fermetra byggingarmagni ofanjarðar á þeim lóðum sem nú eru Álfabakki 2. Óskuðu eftir að dregið yrði úr leyfilegu magni „Félagið hefur samkvæmt gildandi lóðarúthlutun heimild til þess að reisa allt að 15.000 fm byggingu ofan jarðar á lóðinni. Félagið óskaði sérstaklega eftir því að breyting yrði gerð á deiliskipulagi þannig að heimilað byggingarmagn yrði fært niður í 11.500 fm sem jafngildir stærð þess mannvirkis sem nú er svo til risið á lóðinni. Ekki var fallist á þá beiðni af hálfu borgaryfirvalda. Greiðslur félagsins fyrir byggingarréttinn tóku þannig mið af 15.000 fm byggingu ofan jarðar þó svo að hún sé um 3.500 fm minni en það.“ Þær breytingar á deiliskipulagi sem framkvæmdir við Álfabakka 2 byggja á hafi farið af hálfu Reykjavíkurborgar í lögboðið auglýsingar- og kynningarferli. „Það skal jafnframt sérstaklega áréttað að leigutaki Álfabakka 2, Hagar ehf, ber enga ábyrgð á byggingarframkvæmdinni né heldur er leigutaki eigandi byggingarinnar. Fulltrúar félagsins vinna nú hörðum höndum að því að ganga frá uppbyggingu að Álfabakka 2 með það að leiðarljósi að húsnæðið og lóð þess verði öllum til sóma,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Skipulag Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. 11. desember 2024 21:03 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. 11. desember 2024 21:03