Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Árni Sæberg skrifar 13. desember 2024 12:06 Róbert Wessmann er stofnandi og stjórnarformaður Alvotech. Vísir/Vilhelm Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að því að besta lausnin við leikskólavanda starfsmanna væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. Í fréttatilkynningu frá Alvotech segir að eignahaldsfélagið Flóki Invest, sem sé hluti af Aztiq samstæðunni, stofnanda og stærsta hluthafa Alvotech, og fasteignafélagið Heimar hafi undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu og starfrækslu allt að þriggja nýrra leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið sé að hver leikskóli taki á móti 50 til 100 börnum. Staðsetning skólanna verði ákveðin í samráði við sveitarfélög og hagsmunaaðila. Markmiðið sé að hefja uppbyggingu á fyrsta ársfjórðungi 2025 og að leikskólarnir verði komnir í rekstur á næstu þremur til fimm árum. Heimar muni annast uppbyggingu og rekstur fasteignanna sem hýsa leikskólana, en Flóki Invest muni afla rekstrarleyfa, semja við sveitarfélög og annast rekstur leikskólanna. 300 starfsmenn með börn í leikskóla Í tilkynningu segir að Alvotech eins og mörg önnur fyrirtæki, standi frammi fyrir því að skortur á leikskólamöguleikum hafi áhrif á starfsfólk félagsins. Um 850 manns starfi fyrir Alvotech í höfuðstöðvum félagsins í Vatnsmýri. Þar af séu um 300 starfsmenn með börn í leikskóla, stærstur hluti þeirra í Reykjavík. „Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að þeirri niðurstöðu að besta lausnin væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. Þetta gerir fyrirtækinu kleift að bæta aðstöðu starfsmanna með börn á leikskólaaldri, en verkefnið er einnig hugsað sem hluti af samfélagslegri ábyrgð og stuðningur í verki við nærumhverfið. Aukið framboð af leikskólaplássum getur leyst sameiginlegan vanda og léttir undir með foreldrum í viðkomandi hverfum.“ Reynsla Heima nýtist Alvotech Samkomulagið hafi verið undirritað af Jóhanni G. Jóhannssyni, eins af stofnendum Flóka Invest og Alvotech og Halldóri Benjamín Þorbergssyni, forstjóra Heima. „Hjá Alvotech sjáum við á hverjum degi hvað skortur á leikskólum er mikið vandamál fyrir starfsfólk okkar. Við vildum finna lausnir á því, en líka aðstoða aðrar fjölskyldur í sömu stöðu, í þeim hverfum þar sem leikskólarnir verða staðsettir. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að styðja við starfsmenn okkar en ekki síður allt nærsamfélagið,“ er haft eftir Jóhanni. „Við hjá Heimum sjáum nú þegar um rekstur fasteigna fyrir einn grunnskóla og fjóra leikskóla og erum mjög spennt að geta nýtt reynslu okkar fyrir starfsfólk Alvotech og börnin þeirra,“ er haft eftir Halldóri Benjamín. Ekki eina fyrirtækið sem tekur málin í eigin hendur Svo virðist sem skortur á leikskólaplássum sé farinn að bíta hressilega hjá atvinnurekendum á höfuðborgarsvæðinu. Talsverða athygli vakti á dögunum þegar Arion banki tilkynnti starfsmönnum sínum að daggæsla fyrir börn starfsmanna yrði opnuð í höfuðstöðvum bankans í Borgartúni. „Við höfum fundið fyrir því, eins og margir aðrir í samfélaginu, að það getur verið áskorun að finna dagvistunarpláss. Við leggjum okkur fram í því að vera fjölskylduvænn vinnustaður og þetta er okkar leið til að bæta við markaðinn. Létta undir, ekki bara með okkar fólki heldur vonandi öllu samfélaginu líka,“ sagði Helga Halldórsdóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Arion banka, í samtali við fréttastofu á sínum tíma. Alvotech Leikskólar Vinnumarkaður Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Arion banki mun á næstunni opna nýtt dagvistunarheimili sem ætlað fyrir starfsfólk bankans. Dagvistunin verður staðsett í næsta húsi við höfuðstöðvarnar í Borgartúni í Reykjavík, eða á jarðhæð í Borgartúni 21. 14. nóvember 2024 14:05 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Alvotech segir að eignahaldsfélagið Flóki Invest, sem sé hluti af Aztiq samstæðunni, stofnanda og stærsta hluthafa Alvotech, og fasteignafélagið Heimar hafi undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu og starfrækslu allt að þriggja nýrra leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið sé að hver leikskóli taki á móti 50 til 100 börnum. Staðsetning skólanna verði ákveðin í samráði við sveitarfélög og hagsmunaaðila. Markmiðið sé að hefja uppbyggingu á fyrsta ársfjórðungi 2025 og að leikskólarnir verði komnir í rekstur á næstu þremur til fimm árum. Heimar muni annast uppbyggingu og rekstur fasteignanna sem hýsa leikskólana, en Flóki Invest muni afla rekstrarleyfa, semja við sveitarfélög og annast rekstur leikskólanna. 300 starfsmenn með börn í leikskóla Í tilkynningu segir að Alvotech eins og mörg önnur fyrirtæki, standi frammi fyrir því að skortur á leikskólamöguleikum hafi áhrif á starfsfólk félagsins. Um 850 manns starfi fyrir Alvotech í höfuðstöðvum félagsins í Vatnsmýri. Þar af séu um 300 starfsmenn með börn í leikskóla, stærstur hluti þeirra í Reykjavík. „Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að þeirri niðurstöðu að besta lausnin væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. Þetta gerir fyrirtækinu kleift að bæta aðstöðu starfsmanna með börn á leikskólaaldri, en verkefnið er einnig hugsað sem hluti af samfélagslegri ábyrgð og stuðningur í verki við nærumhverfið. Aukið framboð af leikskólaplássum getur leyst sameiginlegan vanda og léttir undir með foreldrum í viðkomandi hverfum.“ Reynsla Heima nýtist Alvotech Samkomulagið hafi verið undirritað af Jóhanni G. Jóhannssyni, eins af stofnendum Flóka Invest og Alvotech og Halldóri Benjamín Þorbergssyni, forstjóra Heima. „Hjá Alvotech sjáum við á hverjum degi hvað skortur á leikskólum er mikið vandamál fyrir starfsfólk okkar. Við vildum finna lausnir á því, en líka aðstoða aðrar fjölskyldur í sömu stöðu, í þeim hverfum þar sem leikskólarnir verða staðsettir. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að styðja við starfsmenn okkar en ekki síður allt nærsamfélagið,“ er haft eftir Jóhanni. „Við hjá Heimum sjáum nú þegar um rekstur fasteigna fyrir einn grunnskóla og fjóra leikskóla og erum mjög spennt að geta nýtt reynslu okkar fyrir starfsfólk Alvotech og börnin þeirra,“ er haft eftir Halldóri Benjamín. Ekki eina fyrirtækið sem tekur málin í eigin hendur Svo virðist sem skortur á leikskólaplássum sé farinn að bíta hressilega hjá atvinnurekendum á höfuðborgarsvæðinu. Talsverða athygli vakti á dögunum þegar Arion banki tilkynnti starfsmönnum sínum að daggæsla fyrir börn starfsmanna yrði opnuð í höfuðstöðvum bankans í Borgartúni. „Við höfum fundið fyrir því, eins og margir aðrir í samfélaginu, að það getur verið áskorun að finna dagvistunarpláss. Við leggjum okkur fram í því að vera fjölskylduvænn vinnustaður og þetta er okkar leið til að bæta við markaðinn. Létta undir, ekki bara með okkar fólki heldur vonandi öllu samfélaginu líka,“ sagði Helga Halldórsdóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Arion banka, í samtali við fréttastofu á sínum tíma.
Alvotech Leikskólar Vinnumarkaður Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Arion banki mun á næstunni opna nýtt dagvistunarheimili sem ætlað fyrir starfsfólk bankans. Dagvistunin verður staðsett í næsta húsi við höfuðstöðvarnar í Borgartúni í Reykjavík, eða á jarðhæð í Borgartúni 21. 14. nóvember 2024 14:05 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Arion banki mun á næstunni opna nýtt dagvistunarheimili sem ætlað fyrir starfsfólk bankans. Dagvistunin verður staðsett í næsta húsi við höfuðstöðvarnar í Borgartúni í Reykjavík, eða á jarðhæð í Borgartúni 21. 14. nóvember 2024 14:05