Fótbolti

Sara Björk og fé­lagar að komast í gang

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir spilar í treyju númer sjö hjá liði Al Qadisiya.
Sara Björk Gunnarsdóttir spilar í treyju númer sjö hjá liði Al Qadisiya. @qadsiahwfc

Sara Björk Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í Al Qadisiya fögnuðu flottum sigri á Al Shabab í sádi-arabísku kvennadeildinni í fótbolta í dag.

Al Qadisiya vann leikinn 3-0 eftir að hafa verið 1-0 yfir í hálfleik.

Eftir smá basl í byrjun á tímabilinu er lið Al Qadisiya að komast í gang.

Liðið hefur nú náð í tíu stig af tólf mögulegum í síðustu fjórum leikjum sínum og eru þær fyrir vikið komnar upp í fjórða sæti deildarinnar. Markatalan í þessum fjórum leikjum er 15-3.

Þær komust þó ekki upp fyrir Al Shabab sem er í þriðja sætinu með tólf stig. Toppliðin Al Ahli SC, og Al Nassr eru síðan með átján stig en þau hafa bæði unnið alla sex leiki sína til þessa.

Hin franska Léa Le Garrec kom Al Qadisiya í 1-0 á 29. mínútu og sú kamerúnska Ajara Nchout bætti við öðru marki á 55. mínútu. Yara Al-Faris skoraði síðan þriðja markið í lokin.

Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliðinu eins og vanalega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×