Körfubolti

Meistararnir mæta Haukum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karlalið Keflavíkur á titil að verja í VÍS-bikarnum, líkt og reyndar kvennalið félagsins en það er fallið úr keppni.
Karlalið Keflavíkur á titil að verja í VÍS-bikarnum, líkt og reyndar kvennalið félagsins en það er fallið úr keppni. vísir/Hulda Margrét

Dregið var í átta liða úrslit VÍS-bikars karla og kvenna í körfubolta í hádeginu. Bikarmeistarar Keflavíkur í karlaflokki drógust gegn botnliði Bónus deildarinnar, Haukum.

Tveir aðrir Bónus deildarslagir verða í átta liða úrslitum VÍS-bikars karla. KR mætir Njarðvík og grannliðin Álftanes og Stjarnan eigast við. Þá mætir Sindri, sem er í 2. sæti 1. deildar, Íslandsmeisturum Vals.

Kvennamegin eru þrír Bónus deildarslagir og þá mætir Ármann, topplið 1. deildar, Hamri/Þór. Ármann sló Bónus deildarlið Aþenu út í sextán liða úrslitunum.

Njarðvík og Tindastóll drógust saman, Grindavík og Stjarnan og Þór Ak. fær Hauka í heimsókn. Þórsarar hafa unnið alla heimaleiki sína á tímabilinu.

Leikirnir í VÍS-bikar kvenna fara fram 18.-19. janúar og leikirnir í VÍS-bikar karla 19.-20. janúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×