Víkingar taka á móti sænska liðinu Djurgården í fimmta leik sínum í Sambandsdeildinni og þeim síðasta sem Víkingsliðið spilar á Kópavogsvellinum í deildarkeppninni.
GAZ-leikurinn er slagur Tindastóls og Njarðvíkur á Króknum en það verða líka mörg augu á stórleik Stjörnunnar og Keflavíkur sem eru tvö af heitustu liðunum í dag.
Ensku félögin Manchester United, Tottenham og Chelsea eru öll á ferðinni í Evrópu í kvöld og það eru líka Albert Guðmundsson og félagar hans í Fiorentina sem og Orri Steinn Óskarsson og félagar hans í Real Sociedad.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.
Stöð 2 Sport
Klukkan 19.00 verður upphitun fyrir GAZ-leik kvöldsins.
Klukkan 19.10 hefst Skiptiborðið þar sem fylgst verður með gangi mála í öllum leikjum kvöldsins í Bónus deild karla í körfubolta.
Klukkan 21.10 hefjast Tilþrifin þar sem farið verður yfir alla leiki kvöldsins í Bónus deild karla í körfubolta.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 17.35 hefst útsending frá leik Roma og Braga í Evrópudeildinni.
Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Rangers og Tottenham í Evrópudeildinni.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 17.35 hefst útsending frá leik Fiorentina og LASK í Sambandsdeildinni.
Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Real Sociedad og Dynamo Kyiv í Evrópudeildinni.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 12.30 hefst upphitun fyrir leik Víkings og Djurgården í Sambandsdeildinni.
Klukkan 12.50 hefst útsending frá leik Víkings og Djurgården í Sambandsdeildinni.
Klukkan 15.00 verður á uppgjör á leik Víkings og Djurgården í Sambandsdeildinni.
Klukkan 19.05 hefst útsending frá leik Stjörnunnar og Keflavíkur í Bónus deild karla í körfubolta.
Vodafone Sport
Klukkan 15.20 hefst útsending frá leik Astana og Chelsea í Sambandsdeildinni.
Klukkan 17.35 hefst útsending frá leik Viktoria Plzen og Manchester United í Evrópudeildinni.
Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Ajax og Lazio í Evrópudeildinni.
Klukkan 00.05 er leikur Toronto Maple Leafs og Anaheim Ducks í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.
Bónus deildar rásin
Klukkan 18.55 verður upphitun fyrir GAZ-leik kvöldsins.
Klukkan 19.10 hefst útsending frá GAZ-leik Tindastóls og Njarðvíkur í Bónus deild karla í körfubolta.
Bónus deildar rás 2
Klukkan 19.10 hefst útsending frá leik Hauka og KR í Bónus deild karla í körfubolta.
Bónus deildar rás 3
Klukkan 19.10 hefst útsending frá leik Hattar og ÍR í Bónus deild karla í körfubolta.