Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. desember 2024 21:03 Líkt og sjá má er einkar stutt á milli fjölbýlishússins og vöruhússins. Vísir/Bjarni Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. Hagar munu leigja húsið undir starfsemi dótturfélaga sinna, Eldum rétt og Ferskra kjötvara. Íbúi í húsinu, sem sér fimm þúsund fermetra bygginguna út um stofugluggann, er allt annað en ánægður með framkvæmdir við smíði hússins. „Þetta er búið að vera skelfilegt síðastliðin tvö ár. Ég þakka fyrir að hafa lifað þetta af. Ég hef þurft að vera mikið að heiman, farið í vinnu. Ég er á áttræðisaldri og stunda það að vera að heiman að vinna til þess að þurfa ekki að vera heima hjá mér,“ segir Guðrún Hrólfsdóttir, íbúi í húsinu sem stendur næst vöruhúsinu. Mikill hávaði og fyrirferð fylgi framkvæmdum smíði hússins, en eins og sjá má í fréttinni hér að ofan stendur það afar nálægt blokkinni. Þegar framkvæmdum loks lýkur mun húsið sjálft byrgja sýn íbúa í húsinu verulega. „Kvöldsólin var tekin af mér og birtan minnkar um að minnsta kosti helming. Ég er ekkert sátt við það.“ Guðrún á svölum íbúðar sinnar. Útsýnið þar er ekki mjög fjölbreytt. Þaðan sést aðallega ein hlið ógnarstórs vöruhússins.Vísir/Bjarni „Ég hef verið að vinna að því síðustu vikur og mánuði að reyna að sætta mig við það. Það er ekkert annað að gera fyrir mig ef ég ætla að láta mér líða vel hérna,“ bætir Guðrún við. Hún segir fleiri íbúa í hverfinu óánægða. „Það erum ekki bara við sem snúum út að framkvæmdunum, heldur báðar blokkirnar hérna.“ Fyrir um einu og hálfu ári síðan var greint frá því að íbúar í hverfinu væru ósáttir við stærðarinnar grjóthaug á lóðinni við hlið hússins sem Guðrún býr í. Haugurinn er farinn, en vörhúsið risið í staðinn. „Það var skárra að því leytinu til að hafa moldarhauginn að ég vissi hann færi einhvern tímann, en þetta fer ekki.“ Þetta eru kannski ekki góð skipti, eða hvað? „Ég er ekki alveg búin að gera það upp við mig, en allavega er þetta staðreynd.“ Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Nágrannadeilur Vöruskemma við Álfabakka Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Hagar munu leigja húsið undir starfsemi dótturfélaga sinna, Eldum rétt og Ferskra kjötvara. Íbúi í húsinu, sem sér fimm þúsund fermetra bygginguna út um stofugluggann, er allt annað en ánægður með framkvæmdir við smíði hússins. „Þetta er búið að vera skelfilegt síðastliðin tvö ár. Ég þakka fyrir að hafa lifað þetta af. Ég hef þurft að vera mikið að heiman, farið í vinnu. Ég er á áttræðisaldri og stunda það að vera að heiman að vinna til þess að þurfa ekki að vera heima hjá mér,“ segir Guðrún Hrólfsdóttir, íbúi í húsinu sem stendur næst vöruhúsinu. Mikill hávaði og fyrirferð fylgi framkvæmdum smíði hússins, en eins og sjá má í fréttinni hér að ofan stendur það afar nálægt blokkinni. Þegar framkvæmdum loks lýkur mun húsið sjálft byrgja sýn íbúa í húsinu verulega. „Kvöldsólin var tekin af mér og birtan minnkar um að minnsta kosti helming. Ég er ekkert sátt við það.“ Guðrún á svölum íbúðar sinnar. Útsýnið þar er ekki mjög fjölbreytt. Þaðan sést aðallega ein hlið ógnarstórs vöruhússins.Vísir/Bjarni „Ég hef verið að vinna að því síðustu vikur og mánuði að reyna að sætta mig við það. Það er ekkert annað að gera fyrir mig ef ég ætla að láta mér líða vel hérna,“ bætir Guðrún við. Hún segir fleiri íbúa í hverfinu óánægða. „Það erum ekki bara við sem snúum út að framkvæmdunum, heldur báðar blokkirnar hérna.“ Fyrir um einu og hálfu ári síðan var greint frá því að íbúar í hverfinu væru ósáttir við stærðarinnar grjóthaug á lóðinni við hlið hússins sem Guðrún býr í. Haugurinn er farinn, en vörhúsið risið í staðinn. „Það var skárra að því leytinu til að hafa moldarhauginn að ég vissi hann færi einhvern tímann, en þetta fer ekki.“ Þetta eru kannski ekki góð skipti, eða hvað? „Ég er ekki alveg búin að gera það upp við mig, en allavega er þetta staðreynd.“
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Nágrannadeilur Vöruskemma við Álfabakka Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira