Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Lovísa Arnardóttir skrifar 11. desember 2024 15:26 Sólveig Anna segir Virðingu svikamyllu og gervistéttarfélag. Samiðn segir félagið svo kallað „gult stéttarfélag“. Slík félög séu stofnuð af atvinnurekendum, stýrt af þeim og starfsmenn þvingaðir til að ganga í þau Vísir/Arnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir félagið ekki láta af aðgerðum gagnvart fyrirtækjum innan SVEIT, Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, þótt samtökin ætli að endurskoða kjarasamning sem samtökin gerðu við stéttarfélagið Virðingu. Virðing hafnar því að félagið fremji lögbrot og segist ætla að laga misfellur í samningi. „Það sem við erum að gera er að senda erindi á veitingahús. Miðla upplýsingum til félagsfólks og annarra um að láta ekki gabba sig til að ganga í þetta svo kallaða stéttarfélag Virðingu. Jafnframt erum við að skoða fjölmargar aðrar leiðir til að stoppa þessa aðför að réttindum vinnandi fólks sem þarna hefur verið hrint í framkvæmd,“ segir Sólveig Anna. Fimmtungur hafi sagt sig úr SVEIT Efling tilkynnti í gær um fjölmargar aðgerðir gegn fyrirtækjum innan SVEIT. Þá kom fram í dag að fimmtungur fyrirtækjanna hefði sagt sig úr samtökunum eftir að tilkynning Eflingar um aðgerðir. SVEIT tilkynnti svo síðdegis að samtökin ætluðu að endurskoða kjarasamning sinn við Virðingu eftir harða gagnrýni. Samtökin vonuðust til að Efling léti af aðgerðum sínum á meðan. Efling hefur harðlega gagnrýnt kjarasamning SVEIT og Virðingar. Virðing væri gervistéttarfélag og svikamylla og kjörin lakari en hj´a öðrum stéttarfélögum. Gengið væri á kjör launafólks í samningnum. Auk þess væri gengið gegn grundvallarreglum á vinnumarkað um að atvinnurekendur stofni ekki sjálfir stéttarfélög og krefji starfsmenn sína til að ganga í þau. BSRB, BHM, Samiðn og fleiri félög hafa tekið undir gagnrýni Eflingar. Í tilkynningu SVEIT í dag kemur fram að samtökin hafi reynt að semja við Eflingu en Efling hafi hafnað því. Sólveig Anna segir þetta ekki rétt. Efling hafi viljað semja við SVEIT en myndi aldrei gera samning sem væri með lakari kjörum en þeir samningar sem þegar hefðu verið gerðir. Þar hafi samningaviðræðunum lokið. Hafna því að lögbrot hafi átt sér stað Stjórn Virðingar stéttarfélags hafnar því alfarið í yfirlýsingu að félagið sé að fremja lögbrot. Félagsmenn Virðingar eigi rétt á að stofna eigið stéttarfélag og gera þá samninga sem þeir væru tilbúnir að vinna eftir. „Virðing stéttarfélag er stofnað af starfsmönnum í veitingahúsum. Sá kjarasamningur sem félagið gerði við Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði lítur að störfum í veitingahúsum. Hann tekur mið af þeim vinnutíma og því starfsumhverfi sem þar ríkir. Kjarasamningur Eflingar er um kjör verkamanna, bifreiðastjóra, ræstingarfólks, ófaglærðs fólks á dagheimilum, iðnverkafólks, starfsfólks í kjötvinnslum, dekkjaverkstæðum, járn- og vélaverkstæðum og svo mætti lengi telja. Þannig er hann ekki sniðin að því starfsumhverfi sem ríkir á veitingastöðum,“ segir í yfirlýsingu Virðingar. Efling hafi ekki einkarétt á að semja Það ekki koma formanni eða stjórn Eflingar ekki við að starfsfólk hafi viljað stofna sitt eigið stéttarfélag og vilji ekki vera í Eflingu. Efling hafi ekki einkarétt á að semja fyrir þeirra hönd. „Sá kjarasamningur sem Virðing og veitingamenn hafa nú undirritað er gerður af fúsum og frjálsum vilja undir formerkjum félagafrelsis sem varið er af íslensku stjórnarskránni. Í sumum atriðum veitir hann betri kjör en kjarasamningur Eflingar í öðrum lakari,“ segir í tilkynningunni. Þegar stofnaður verði sjúkrasjóður í nafni Virðingar muni eitt prósent aukaframlag sem vinnuveitendur greiði nú til Virðingar renna í þann sjóð. Þangað til verði framlagið nýtt til að koma styrkum stoðum undir félagið. Muni laga misfellur í samningi „Aðrar misfellur sem bent hefur verið á verða lagfærðar eins og röng tilvitnun í fæðingarorlofslög. Þá er samkomulag milli Virðingar og vinnuveitenda þess efnis að lagfæra nokkur atriði sem betur mega fara,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórn Virðingar frábiðji að vera bendluð við lögbrot. Félagsmenn Virðingar hafi og eigi rétt á að stofna sitt eigið stéttarfélag og gera þá samninga sem þeir væru tilbúnir að vinna eftir. Yfirlýsingin er ekki undirrituð en á heimasíðu félagsins kemur fram að formaður félagsins sé Jafet Thor Arnfjörð Sigurðarson og meðstjórnendur Jóhann Stefánsson og Jóhanna Sigurbjörg Húnfjörð. Valdimar Leó Friðriksson hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri en að hann taki ekki til starfa fyrr en í janúar á næsta ári. Kjaramál Vinnumarkaður Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Fimmtungur allra þeirra fyrirtækja sem Efling stéttarfélag sendi bréf vegna kjarasamnings SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, við stéttarfélagið Virðingu, hefur sagt sig úr samtökunum. Þá hafa enn fleiri fyrirtæki lýst því að þau muni fylgja kjarasamningum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. 11. desember 2024 10:06 Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. 10. desember 2024 13:46 BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu BHM og BSRB segja stofnun stéttarfélagsins Virðingar ganga gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði og taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands á stofnun félagsins. Félagið er stofnað af atvinnurekendum í veitingarekstri, Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. 10. desember 2024 11:19 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Það sem við erum að gera er að senda erindi á veitingahús. Miðla upplýsingum til félagsfólks og annarra um að láta ekki gabba sig til að ganga í þetta svo kallaða stéttarfélag Virðingu. Jafnframt erum við að skoða fjölmargar aðrar leiðir til að stoppa þessa aðför að réttindum vinnandi fólks sem þarna hefur verið hrint í framkvæmd,“ segir Sólveig Anna. Fimmtungur hafi sagt sig úr SVEIT Efling tilkynnti í gær um fjölmargar aðgerðir gegn fyrirtækjum innan SVEIT. Þá kom fram í dag að fimmtungur fyrirtækjanna hefði sagt sig úr samtökunum eftir að tilkynning Eflingar um aðgerðir. SVEIT tilkynnti svo síðdegis að samtökin ætluðu að endurskoða kjarasamning sinn við Virðingu eftir harða gagnrýni. Samtökin vonuðust til að Efling léti af aðgerðum sínum á meðan. Efling hefur harðlega gagnrýnt kjarasamning SVEIT og Virðingar. Virðing væri gervistéttarfélag og svikamylla og kjörin lakari en hj´a öðrum stéttarfélögum. Gengið væri á kjör launafólks í samningnum. Auk þess væri gengið gegn grundvallarreglum á vinnumarkað um að atvinnurekendur stofni ekki sjálfir stéttarfélög og krefji starfsmenn sína til að ganga í þau. BSRB, BHM, Samiðn og fleiri félög hafa tekið undir gagnrýni Eflingar. Í tilkynningu SVEIT í dag kemur fram að samtökin hafi reynt að semja við Eflingu en Efling hafi hafnað því. Sólveig Anna segir þetta ekki rétt. Efling hafi viljað semja við SVEIT en myndi aldrei gera samning sem væri með lakari kjörum en þeir samningar sem þegar hefðu verið gerðir. Þar hafi samningaviðræðunum lokið. Hafna því að lögbrot hafi átt sér stað Stjórn Virðingar stéttarfélags hafnar því alfarið í yfirlýsingu að félagið sé að fremja lögbrot. Félagsmenn Virðingar eigi rétt á að stofna eigið stéttarfélag og gera þá samninga sem þeir væru tilbúnir að vinna eftir. „Virðing stéttarfélag er stofnað af starfsmönnum í veitingahúsum. Sá kjarasamningur sem félagið gerði við Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði lítur að störfum í veitingahúsum. Hann tekur mið af þeim vinnutíma og því starfsumhverfi sem þar ríkir. Kjarasamningur Eflingar er um kjör verkamanna, bifreiðastjóra, ræstingarfólks, ófaglærðs fólks á dagheimilum, iðnverkafólks, starfsfólks í kjötvinnslum, dekkjaverkstæðum, járn- og vélaverkstæðum og svo mætti lengi telja. Þannig er hann ekki sniðin að því starfsumhverfi sem ríkir á veitingastöðum,“ segir í yfirlýsingu Virðingar. Efling hafi ekki einkarétt á að semja Það ekki koma formanni eða stjórn Eflingar ekki við að starfsfólk hafi viljað stofna sitt eigið stéttarfélag og vilji ekki vera í Eflingu. Efling hafi ekki einkarétt á að semja fyrir þeirra hönd. „Sá kjarasamningur sem Virðing og veitingamenn hafa nú undirritað er gerður af fúsum og frjálsum vilja undir formerkjum félagafrelsis sem varið er af íslensku stjórnarskránni. Í sumum atriðum veitir hann betri kjör en kjarasamningur Eflingar í öðrum lakari,“ segir í tilkynningunni. Þegar stofnaður verði sjúkrasjóður í nafni Virðingar muni eitt prósent aukaframlag sem vinnuveitendur greiði nú til Virðingar renna í þann sjóð. Þangað til verði framlagið nýtt til að koma styrkum stoðum undir félagið. Muni laga misfellur í samningi „Aðrar misfellur sem bent hefur verið á verða lagfærðar eins og röng tilvitnun í fæðingarorlofslög. Þá er samkomulag milli Virðingar og vinnuveitenda þess efnis að lagfæra nokkur atriði sem betur mega fara,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórn Virðingar frábiðji að vera bendluð við lögbrot. Félagsmenn Virðingar hafi og eigi rétt á að stofna sitt eigið stéttarfélag og gera þá samninga sem þeir væru tilbúnir að vinna eftir. Yfirlýsingin er ekki undirrituð en á heimasíðu félagsins kemur fram að formaður félagsins sé Jafet Thor Arnfjörð Sigurðarson og meðstjórnendur Jóhann Stefánsson og Jóhanna Sigurbjörg Húnfjörð. Valdimar Leó Friðriksson hafi verið ráðinn framkvæmdastjóri en að hann taki ekki til starfa fyrr en í janúar á næsta ári.
Kjaramál Vinnumarkaður Veitingastaðir Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Fimmtungur allra þeirra fyrirtækja sem Efling stéttarfélag sendi bréf vegna kjarasamnings SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, við stéttarfélagið Virðingu, hefur sagt sig úr samtökunum. Þá hafa enn fleiri fyrirtæki lýst því að þau muni fylgja kjarasamningum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. 11. desember 2024 10:06 Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. 10. desember 2024 13:46 BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu BHM og BSRB segja stofnun stéttarfélagsins Virðingar ganga gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði og taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands á stofnun félagsins. Félagið er stofnað af atvinnurekendum í veitingarekstri, Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. 10. desember 2024 11:19 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Fimmtungur allra þeirra fyrirtækja sem Efling stéttarfélag sendi bréf vegna kjarasamnings SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, við stéttarfélagið Virðingu, hefur sagt sig úr samtökunum. Þá hafa enn fleiri fyrirtæki lýst því að þau muni fylgja kjarasamningum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. 11. desember 2024 10:06
Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. 10. desember 2024 13:46
BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu BHM og BSRB segja stofnun stéttarfélagsins Virðingar ganga gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði og taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands á stofnun félagsins. Félagið er stofnað af atvinnurekendum í veitingarekstri, Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. 10. desember 2024 11:19