Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2024 21:53 Bukayo Saka fagnar öðru marki sínu fyrir Arsenal í kvöld. Getty/Shaun Botterill Arsenal komst upp í þriðja sætið í Meistaradeildinni eftir 3-0 sigur á franska félaginu Mónakó í kvöld. Arsenal vann þarna sinn annan sigur í röð í Meistaradeildinni og hefur nú þrettán stig eftir sex leiki. Bukayo Saka var maður kvöldsins því hann skoraði tvö mörk fyrir Arsenal og lagði síðan upp það þriðja. Mónakó skapaði sér nokkur ágæt færi en Arsenal slapp með skrekkinn og tryggði sér síðan sigurinn með öðru marki sínu í seinni hálfleiknum. Eftir það var sigurinn í sjónmáli hjá heimamönnum sem eru í fínum málum í toppbaráttunni og líklegir til að ná einu af átta efstu sætunum. Eitt mark í viðbót gulltryggði sigurinn. Bukayo Saka kom Arsenal í 1-0 á 34. mínútu af stuttu færi eftir stoðsendingu Gabriel Jesus og frábæra sókn Arsenal liðsins. Saka skoraði síðan annað markið sitt á 78. mínútu eftir að Kai Havertz hafði sett mikla pressu á markvörð franska liðsins. Saka þakkaði fyrir þá hjálp með því að leggja upp mark fyrir Havertz sem innsiglaði sigurinn. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Arsenal komst upp í þriðja sætið í Meistaradeildinni eftir 3-0 sigur á franska félaginu Mónakó í kvöld. Arsenal vann þarna sinn annan sigur í röð í Meistaradeildinni og hefur nú þrettán stig eftir sex leiki. Bukayo Saka var maður kvöldsins því hann skoraði tvö mörk fyrir Arsenal og lagði síðan upp það þriðja. Mónakó skapaði sér nokkur ágæt færi en Arsenal slapp með skrekkinn og tryggði sér síðan sigurinn með öðru marki sínu í seinni hálfleiknum. Eftir það var sigurinn í sjónmáli hjá heimamönnum sem eru í fínum málum í toppbaráttunni og líklegir til að ná einu af átta efstu sætunum. Eitt mark í viðbót gulltryggði sigurinn. Bukayo Saka kom Arsenal í 1-0 á 34. mínútu af stuttu færi eftir stoðsendingu Gabriel Jesus og frábæra sókn Arsenal liðsins. Saka skoraði síðan annað markið sitt á 78. mínútu eftir að Kai Havertz hafði sett mikla pressu á markvörð franska liðsins. Saka þakkaði fyrir þá hjálp með því að leggja upp mark fyrir Havertz sem innsiglaði sigurinn.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti