Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Kjartan Kjartansson skrifar 11. desember 2024 11:50 La niña-veðurfyrirbrigðinu fylgir oft aukin úrkoma í norðan- og austanverðri Ástralíu. Sterk la niña olli miklum flóðum þar síðla árs 2010 og snemma árs 2011. Vísir/Getty Langtímaspár benda til þess að veðurfyrirbrigðið La niña gæti myndast í Kyrrahafi á næstu þremur mánuðum. Fyrirbrigðið er tengt kólnun en talið er að það verði veikt og skammlíft að þessu sinni. La niña, sem þýðir lítil stelpa á spænsku, er andhverfa El niño sem er tengt við tímabundna hlýnun yfirborðssjávar í Kyrrahafi og hærri meðalhita jarðar. Fyrirbrigðið hefur einnig áhrif á úrkomumynstur og er tengt við aukna þurrkatíð á sumum stöðum en aukna úrkomu annars staðar. Eftir að sterkum El niño-atburði sem hófst í fyrra slotaði í ár hafa aðstæður í Kyrrahafi verið taldar í hlutlausum fasa. Nú segir Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) að 55 prósent líkur séu á að La niña-aðstæður myndist einhvern tímann frá þessum mánuði fram í febrúar. Svipaðar líkur eru á að La niña gangi niður á milli febrúars og apríls. Celeste Saulo, framkvæmdastjóri WMO, segir að jafnvel þótt La niña myndist og hafi tímabundin kólnunaráhrif á heimsvísu dugi að ekki til þess að vega upp á þeirri hlýnun sem á sér stað vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Útlit sé fyrir að árið sem er að líða verði það hlýjasta frá upphafi mælinga. „Jafnvel án áhrifa El niño eða La niña aðstæðna frá því í maí höfum við orðið vitni að ótrúlegri röð öfgakenndra veðurviðburða, þar á meðal metrigningar og flóða sem hafa því miður orðið nýja viðmiðið í loftslagi okkar sem tekur breytingum,“ segir Saulo. Spá WMO gerir ráð fyrir að yfirborðshiti sjávar verði yfir meðaltali á öllum djúphafsflæmum jarðar fyrir utan þann hluta Kyrrahafsins sem La niña tengist. Því megi búast við hita yfir meðaltali yfir landi á flestum stöðum. Veður Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
La niña, sem þýðir lítil stelpa á spænsku, er andhverfa El niño sem er tengt við tímabundna hlýnun yfirborðssjávar í Kyrrahafi og hærri meðalhita jarðar. Fyrirbrigðið hefur einnig áhrif á úrkomumynstur og er tengt við aukna þurrkatíð á sumum stöðum en aukna úrkomu annars staðar. Eftir að sterkum El niño-atburði sem hófst í fyrra slotaði í ár hafa aðstæður í Kyrrahafi verið taldar í hlutlausum fasa. Nú segir Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) að 55 prósent líkur séu á að La niña-aðstæður myndist einhvern tímann frá þessum mánuði fram í febrúar. Svipaðar líkur eru á að La niña gangi niður á milli febrúars og apríls. Celeste Saulo, framkvæmdastjóri WMO, segir að jafnvel þótt La niña myndist og hafi tímabundin kólnunaráhrif á heimsvísu dugi að ekki til þess að vega upp á þeirri hlýnun sem á sér stað vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Útlit sé fyrir að árið sem er að líða verði það hlýjasta frá upphafi mælinga. „Jafnvel án áhrifa El niño eða La niña aðstæðna frá því í maí höfum við orðið vitni að ótrúlegri röð öfgakenndra veðurviðburða, þar á meðal metrigningar og flóða sem hafa því miður orðið nýja viðmiðið í loftslagi okkar sem tekur breytingum,“ segir Saulo. Spá WMO gerir ráð fyrir að yfirborðshiti sjávar verði yfir meðaltali á öllum djúphafsflæmum jarðar fyrir utan þann hluta Kyrrahafsins sem La niña tengist. Því megi búast við hita yfir meðaltali yfir landi á flestum stöðum.
Veður Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira