Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar 11. desember 2024 09:00 Andstæðingum frekari Evrópusamvinnu Íslendinga er tíðrætt um hugsanlegt áhrifaleysi Íslendinga innan ESB, ef til aðildar kæmi. Vísað er til hve marga þingmenn Ísland myndi fá á Evrópuþinginu og fulltrúa í Framkvæmdastjórn ESB. Þau skrif virðast bera vott um frekar mikla minnimáttarkennd eða skorti á þekkingu á hvernig Evrópusambandið virkar í raun og veru. Reynslu smáríkja innan Evrópusambandsins er mjög góð og una þau sínum hag vel innan þessa samstarf. Staðreyndin er sú að flest ríki ESB eru smáríki og nokkur þeirra örríki, eins og Kýpur, Malta og Lúxemborg. Meirihluti íbúa og stjórnendur þessara landa eru hæstánægð með veru sína innan ESB og telja hagsmunum sínum vel borgið í þessu samstarfi. Undanfarin 30 ára hafa Íslendingar tekið virkan þátt í ákveðnum hlutum Evrópusamrunans i gegnum EES-samninginn. Yfir 50 þúsund Íslendingar hafa þessum tíma samkvæmt tölum frá Rannís, beint og óbeint, tekið þátt í Evrópusamstarfi á jafnréttisgrundvelli. Íslendingar hafa leitt stór evrópskt samstarfsverkefni á sviði rannsókna, nýsköpunar, mennta og menningar þannig að tekið hefur verið eftir. Fáir eða engir hafa upplifað að smæð íslensk samfélags hafi verið hindrun í þessu samstarfi. Hlustað hefur verið á íslensk sjónarmið og tekið tillit til aðstæðna Íslands í þessu samstarfi. Ljóst er að Ísland, ef til aðildar kæmi, gæti aldrei beitt sér á öllum sviðum. Hins vegar gætu Íslendingar beitt sér á þeim sviðum þar sem reynsla þeirra og sérþekking, til dæmis í sjávarútvegsmálum, orkumálum og málefndum tengdum jafnrétti, myndu nýtast vel. Þar myndu Íslendingar getað gert sig gildandi og verið jafnvel leiðandi innan ESB á þessum sviðum. Gæti verið að skortur á reynslu í Evrópusamstarfi gæti skapað þessa neikvæðu og undarlegu viðhorf ýmissa ESB andstæðinga? Staðreyndin er sú að það er ekki nóg að vera með fimm háskólagráður, hafa lesið greinar í Spectator eða geta skreytt sig með löngum titlum til að halda að þeir viti hvernig Evrópusamstarfið virkar í raun og veru. Það er farsælla að leita í heim reynslunnar og vitna um lífið eins og það er. Þess vegna er góður vitnisburður smárra ESB-ríkja um jákvæða reynslu af aðild að sambandinu besti mælikvarðinn um hvers við Íslendingar megum vænta. Til þess eigum við að horfa. Höfundur er með M.Sc. gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics og hefur tekið virkan þátt í Evrópusamstarfi síðan 1994. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Utanríkismál Andrés Pétursson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Andstæðingum frekari Evrópusamvinnu Íslendinga er tíðrætt um hugsanlegt áhrifaleysi Íslendinga innan ESB, ef til aðildar kæmi. Vísað er til hve marga þingmenn Ísland myndi fá á Evrópuþinginu og fulltrúa í Framkvæmdastjórn ESB. Þau skrif virðast bera vott um frekar mikla minnimáttarkennd eða skorti á þekkingu á hvernig Evrópusambandið virkar í raun og veru. Reynslu smáríkja innan Evrópusambandsins er mjög góð og una þau sínum hag vel innan þessa samstarf. Staðreyndin er sú að flest ríki ESB eru smáríki og nokkur þeirra örríki, eins og Kýpur, Malta og Lúxemborg. Meirihluti íbúa og stjórnendur þessara landa eru hæstánægð með veru sína innan ESB og telja hagsmunum sínum vel borgið í þessu samstarfi. Undanfarin 30 ára hafa Íslendingar tekið virkan þátt í ákveðnum hlutum Evrópusamrunans i gegnum EES-samninginn. Yfir 50 þúsund Íslendingar hafa þessum tíma samkvæmt tölum frá Rannís, beint og óbeint, tekið þátt í Evrópusamstarfi á jafnréttisgrundvelli. Íslendingar hafa leitt stór evrópskt samstarfsverkefni á sviði rannsókna, nýsköpunar, mennta og menningar þannig að tekið hefur verið eftir. Fáir eða engir hafa upplifað að smæð íslensk samfélags hafi verið hindrun í þessu samstarfi. Hlustað hefur verið á íslensk sjónarmið og tekið tillit til aðstæðna Íslands í þessu samstarfi. Ljóst er að Ísland, ef til aðildar kæmi, gæti aldrei beitt sér á öllum sviðum. Hins vegar gætu Íslendingar beitt sér á þeim sviðum þar sem reynsla þeirra og sérþekking, til dæmis í sjávarútvegsmálum, orkumálum og málefndum tengdum jafnrétti, myndu nýtast vel. Þar myndu Íslendingar getað gert sig gildandi og verið jafnvel leiðandi innan ESB á þessum sviðum. Gæti verið að skortur á reynslu í Evrópusamstarfi gæti skapað þessa neikvæðu og undarlegu viðhorf ýmissa ESB andstæðinga? Staðreyndin er sú að það er ekki nóg að vera með fimm háskólagráður, hafa lesið greinar í Spectator eða geta skreytt sig með löngum titlum til að halda að þeir viti hvernig Evrópusamstarfið virkar í raun og veru. Það er farsælla að leita í heim reynslunnar og vitna um lífið eins og það er. Þess vegna er góður vitnisburður smárra ESB-ríkja um jákvæða reynslu af aðild að sambandinu besti mælikvarðinn um hvers við Íslendingar megum vænta. Til þess eigum við að horfa. Höfundur er með M.Sc. gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics og hefur tekið virkan þátt í Evrópusamstarfi síðan 1994.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun