Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 10. desember 2024 19:35 Eyrún Helga Aradóttir formaður foreldrafélags Laugarnesskóla ræddi ákvörðun borgaryfirvalda í Kvöldfréttum. Vísir Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir skólasamfélagið allt hafa barist fyrir að grunnskólar í Laugarneshverfi yrðu stækkaðir í stað þess að byggður yrði safnskóli fyrir unglingadeildir í hverfinu. Hún segir skólahverfið rótgróið og farsælt og skólasamfélagið vilji halda í þá skólagerð. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur lagt aftur til að byggður verði safnskóli fyrir áttunda til tíund bekk í Laugarneshverfi og yngri bekkirnir skiptist niður á þá skóla sem fyrir eru. Foreldrar í Laugarneshverfi hafa lengi verið í viðræðum við borgaryfirvöld um skólabyggingar í hverfinu. Eyrún Helga Aradóttir formaður foreldrafélags Laugarnesskóla er þeirra á meðal. „Í fyrsta lagi líst okkur náttúrlega bara mjög vel á að það sé búið að taka ákvörðun. Að það sé komin einhver ákvörðun í þessu máli. En að því sögðu þá var tekin ákvörðun fyrir tveimur árum síðan og sú ákvörðun hugnaðist okkur betur heldur en þessi nýja ákvörðun.“ Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti að falla frá hugmyndum sínum um að skipta Laugarneshverfi upp í nokkur skólahverfi og byggja við þá grunnskóla sem fyrir eru. Þess í stað verði byggður safnskóli í Laugardal fyrir unglingadeildir Laugalækjar- og Langholtsskóla. Sjá einnig: Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Fyrri áformin höfðu verið samþykkt hjá skóla- og frístundaráði og hjá borgarráði áður en ákveðið var að falla frá þeim. „Og þar með héldum við að málið væri komið í höfn. En svo var bara svo sannarlega ekki. Borgin ákvað annað og borgin hefur valdið,“ segir Eyrún. Af hverju líst ykkur ekki vel á safnskóla? „Þetta hefur ekkert endilega með safnskólann að gera sem slíkan. Hér er mjög rótgróið og farsælt skólahverfi. Þetta eru mjög farsælir skólar sem byggja þetta hverfi. Við vildum halda í þá skóla og þá skólagerð sem hér er, af því að hún er farsæl.“ Munið þið, þrátt fyrir þetta, una þessari ákvörðun borgaryfirvalda? „Við höfum barist mjög lengi við borgina, og ekki bara við foreldrar heldur allt skólasamfélagið,“ segir Eyrún. Skólastjórnendur, kennarar, annað starfsfólk og nemendur hafi barist fyrir því að skólarnir yrðu stækkaðir. „Við börðumst við borgina með viljann að vopni. Við ráðum ekki við þetta ægivald. Þannig að eins og staðan er núna verðum við bara að halda áfram.“ Skóla- og menntamál Deilur um skólahald í Laugardal Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur lagt aftur til að byggður verði safnskóli fyrir áttunda til tíund bekk í Laugarneshverfi og yngri bekkirnir skiptist niður á þá skóla sem fyrir eru. Foreldrar í Laugarneshverfi hafa lengi verið í viðræðum við borgaryfirvöld um skólabyggingar í hverfinu. Eyrún Helga Aradóttir formaður foreldrafélags Laugarnesskóla er þeirra á meðal. „Í fyrsta lagi líst okkur náttúrlega bara mjög vel á að það sé búið að taka ákvörðun. Að það sé komin einhver ákvörðun í þessu máli. En að því sögðu þá var tekin ákvörðun fyrir tveimur árum síðan og sú ákvörðun hugnaðist okkur betur heldur en þessi nýja ákvörðun.“ Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti að falla frá hugmyndum sínum um að skipta Laugarneshverfi upp í nokkur skólahverfi og byggja við þá grunnskóla sem fyrir eru. Þess í stað verði byggður safnskóli í Laugardal fyrir unglingadeildir Laugalækjar- og Langholtsskóla. Sjá einnig: Laugarneshverfi verður áfram eitt skólahverfi Fyrri áformin höfðu verið samþykkt hjá skóla- og frístundaráði og hjá borgarráði áður en ákveðið var að falla frá þeim. „Og þar með héldum við að málið væri komið í höfn. En svo var bara svo sannarlega ekki. Borgin ákvað annað og borgin hefur valdið,“ segir Eyrún. Af hverju líst ykkur ekki vel á safnskóla? „Þetta hefur ekkert endilega með safnskólann að gera sem slíkan. Hér er mjög rótgróið og farsælt skólahverfi. Þetta eru mjög farsælir skólar sem byggja þetta hverfi. Við vildum halda í þá skóla og þá skólagerð sem hér er, af því að hún er farsæl.“ Munið þið, þrátt fyrir þetta, una þessari ákvörðun borgaryfirvalda? „Við höfum barist mjög lengi við borgina, og ekki bara við foreldrar heldur allt skólasamfélagið,“ segir Eyrún. Skólastjórnendur, kennarar, annað starfsfólk og nemendur hafi barist fyrir því að skólarnir yrðu stækkaðir. „Við börðumst við borgina með viljann að vopni. Við ráðum ekki við þetta ægivald. Þannig að eins og staðan er núna verðum við bara að halda áfram.“
Skóla- og menntamál Deilur um skólahald í Laugardal Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira