Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2024 22:21 Caitlin Clark hefur komið kvennakörfunni í hóp vinsælustu íþróttagreinanna í Bandaríkjunum. Það eru fáir íþróttamenn vinsælli en hún. Time Bandaríska fréttatímaritið Time valdi körfuboltakonuna Caitlin Clark Íþróttamann ársins í ár. Clark vann hvorki titil í WNBA deildinni eða háskólaboltanum né tók þátt í Ólympíuleikunum í París en hún fékk engu að síður þessa útnefningu. Það leikur enginn vafi á því að þessi 22 ára körfuboltakona kom kvennakörfunni á kortið á síðustu árum og er í hópi vinsælustu íþróttamanna Bandaríkjanna í dag. Hún varð á árinu stigahæsti leikmaður sögunnar í bandaríska háskólaboltanum og skiptir þar engu hvort um er að ræða karla eða konur. Hún tók fyrst kvennametið en sló svo met Pete Maravich. Það horfðu næstum því nítján milljónir á úrslitaleikinn í háskólaboltanum þar sem Clark varð reyndar að sætta sig við tap með liðsfélögum sínum í Iowa. View this post on Instagram A post shared by We Need To Talk (@weneedtotalk) Clark var valin nýliði ársins í WNBA deildinni en leikir hennar slógu hvert áhorfsmetið á fætur öðru, bæði í sjónvarpi sem og í íþróttahúsunum sjálfum. WNBA liðin spiluðu vanalega í litlum höllum en þurftu að færa leiki Clark í mun stærri hallir til að bregðast við gríðarlegri eftirspurn eftir miðum. Hún setti líka mörg nýliðamet en Clark var með 19,2 stig og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í WNBA. Hún varð fyrsti nýliðinn í sögunni til að ná þrennu og því náði hún tvisvar sinnum. Hún setti líka stoðsendingamet á einu tímabili, ekki bara hjá nýliðum heldur hjá öllum leikmönnum og bæði á öllu tímabilinu sem og í einum leik (19). „Mér hefur tekist að vekja áhuga hjá svo mörgu fólki sem hefur aldrei horft á kvennaíþróttir hvað þá kvennakörfubolta og með því breytt þeim í áhugafólk um sportið,“ sagði Caitlin Clark við Time. „Ég vil vera einhver sem ungar stúlkur geta litið upp til. Þetta er samt bara byrjunin,“ sagði Clark. View this post on Instagram A post shared by TIME (@time) Íþróttamenn ársins hjá Time: 2020: LeBron James, körfubolti 2021: Simone Biles, fimleikar 2022: Aaron Judge, hafnabolti 2023: Leo Messi, fótbolti 2024: Caitlin Clark, körfubolti WNBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Sjá meira
Clark vann hvorki titil í WNBA deildinni eða háskólaboltanum né tók þátt í Ólympíuleikunum í París en hún fékk engu að síður þessa útnefningu. Það leikur enginn vafi á því að þessi 22 ára körfuboltakona kom kvennakörfunni á kortið á síðustu árum og er í hópi vinsælustu íþróttamanna Bandaríkjanna í dag. Hún varð á árinu stigahæsti leikmaður sögunnar í bandaríska háskólaboltanum og skiptir þar engu hvort um er að ræða karla eða konur. Hún tók fyrst kvennametið en sló svo met Pete Maravich. Það horfðu næstum því nítján milljónir á úrslitaleikinn í háskólaboltanum þar sem Clark varð reyndar að sætta sig við tap með liðsfélögum sínum í Iowa. View this post on Instagram A post shared by We Need To Talk (@weneedtotalk) Clark var valin nýliði ársins í WNBA deildinni en leikir hennar slógu hvert áhorfsmetið á fætur öðru, bæði í sjónvarpi sem og í íþróttahúsunum sjálfum. WNBA liðin spiluðu vanalega í litlum höllum en þurftu að færa leiki Clark í mun stærri hallir til að bregðast við gríðarlegri eftirspurn eftir miðum. Hún setti líka mörg nýliðamet en Clark var með 19,2 stig og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í WNBA. Hún varð fyrsti nýliðinn í sögunni til að ná þrennu og því náði hún tvisvar sinnum. Hún setti líka stoðsendingamet á einu tímabili, ekki bara hjá nýliðum heldur hjá öllum leikmönnum og bæði á öllu tímabilinu sem og í einum leik (19). „Mér hefur tekist að vekja áhuga hjá svo mörgu fólki sem hefur aldrei horft á kvennaíþróttir hvað þá kvennakörfubolta og með því breytt þeim í áhugafólk um sportið,“ sagði Caitlin Clark við Time. „Ég vil vera einhver sem ungar stúlkur geta litið upp til. Þetta er samt bara byrjunin,“ sagði Clark. View this post on Instagram A post shared by TIME (@time) Íþróttamenn ársins hjá Time: 2020: LeBron James, körfubolti 2021: Simone Biles, fimleikar 2022: Aaron Judge, hafnabolti 2023: Leo Messi, fótbolti 2024: Caitlin Clark, körfubolti
Íþróttamenn ársins hjá Time: 2020: LeBron James, körfubolti 2021: Simone Biles, fimleikar 2022: Aaron Judge, hafnabolti 2023: Leo Messi, fótbolti 2024: Caitlin Clark, körfubolti
WNBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Sjá meira