Stórleikur kvöldsins er leikur Juventus og Manchester City í Meistaradeildinni. City liðið þarf nauðynlega á sigri að halda í Evrópu. Lið Arsenal, AC Milan og Lille eru einnig að spila í kvöld.
Tveir leikir verða sýndir beint í kvennakörfunni og svo verður öll tíunda umferðin gerð upp í Körfuboltakvöldi kvenna.
Það má einnig sjá beinar útsendingar frá unglingadeild UEFA og tvo leiki í deildabikar NBA.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.
Stöð 2 Sport
Klukkan 19.05 hefst útsending frá leik Keflavíkur og Stjörnunnar í Bónus deild kvenna í körfubolta.
Klukkan 21.10 hefst Bónus Körfuboltakvöld kvenna þar sem farið er yfir leiki í tíundu umferðinni.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 12.55 hefst útsending frá leik Juventus og Manchester City í unglingadeild UEFA.
Klukkan 14.55 hefst útsending frá leik Dortmund og Barcelona í unglingadeild UEFA.
Klukkan 19.30 hefst Meistaradeildarmessan þar sem Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni.
Klukkan 22.00 hefjast Meistaradeildarmörkin þar sem farið er yfir öll mörkin og helstu atvikin í leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni.
Klukkan 00.00 hefst útsending frá leik New York Knicks og Atlanta Hawks í átta liða úrslitum deildarbikar NBA.
Klukkan 02.30 hefst útsending frá leik Houston Rockets og Golden State Warriors í átta liða úrslitum deildarbikar NBA.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 17.35 hefst útsending frá leik Atletico Madrid og Slovan Bratislava í Meistaradeild Evrópu.
Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Juventus og Manchester City í Meistaradeild Evrópu.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik AC Milan og Rauðu stjörnunnar í Meistaradeild Evrópu.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Benfica og Bologna í Meistaradeild Evrópu.
Stöð 2 Sport 6
Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Club Brugge og Sporting Lissabon í Meistaradeild Evrópu.
Vodafone Sport
Klukkan 17.35 hefst útsending frá leik Lille og Sturm Graz í Meistaradeild Evrópu.
Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Arsenal og Mónakó í Meistaradeild Evrópu.
Klukkan 00.05 er leikur Buffalo Sabres og New York Rangers í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.
Bónus deildar rásin
Klukkan 19.10 hefst útsending frá leik Hamars/Þórs og Hauka í Bónus deild kvenna í körfubolta.