Viku frestur til að kæra kosningarnar Heimir Már Pétursson skrifar 10. desember 2024 19:31 Landskjörstjórn tilkynnir um kjör sextíu og þriggja þingmanna fyrir næsta kjörtímabil. Vísir/Vilhelm Viku kærufrestur hófst í dag til að kæra framkvæmd nýafstaðinna kosninga til Alþingis, þegar Landskjörstjórn staðfesti kjör þingmanna fyrir sitt leyti. Þing þarf að koma saman á innan við tíu vikum frá kosningum. Kristín Edwald formaður Landskjörstjórnar segir hlutverki hennar þó ekki formlega að fullu lokið. „Nei, ekki alveg. Því Landskjörstjórn ber að veita umsögn um þær kærur sem kunna að berast. Eins líka umsögn um ágreiningsseðla og skila þeirri umsögn til Alþingis ásamt öllum gögnum Landskjörstjórnar.“ Kristín Edwald segir alla hafa lagst á eitt að láta veðrið ekki hindra kosningarnar.Stöð 2/Bjarni Og nú í dag tekur kærufrestur gildi eða hvað? „Já, nú tekur við sjö daga kærufrestur,“ segir Kristín. Vonskuveður var víða um land, ekki hvað síst á Austur- og Norðurlandi, á kjördag. Áður en kjördagur rann upp óttuðust margir að fresta þyrfti kosningunum á einhverjum stöðum. Komu upp einhverjir erfiðleikar vegna þess að nú var veður ekkert sérstaklega gott víða á landinu? „Já, það er náttúrlega miklu erfiðara að undirbúa og halda kosningar þegar færð er slæm. Auðvitað hafði það áhrif en þar lögðust allir á eitt. Landskjörstjórn og yfirkjörstjórnir, kjörstjórnir sveitarfélaganna. Ekki má gleyma Veðurstofunni og Vegagerðinni. Eins hjálpaði Landhelgisgæslan líka til. Þannig að það þarf ýmislegt til að hægt sé að halda kosningar við þessar aðstæður,” segir Kristín Edwald. Kristján Sveinbjörnsson umboðsmaður Samfylkingarinnar í kosningunum í Suðvesturkljördæmi lagði fram bókun og minniblað á fundi Landskjörstjórnar í dag. Hann telji að ekki væri búið að gera grein fyrir öllum atkvæðum í kjördæminu. Kristján hefði viljað að 89 ógild atkvæði hefðu verið látin gilda.Stöð 2/Bjarni „Nei, það er ekki annað séð en það vanti 89 atkvæði sem eru vafaatkvæði. Atkvæði sem yfirkjörstjórn taldi ógild en við umboðsmenn vildum láta reyna á að telja þau gild,“ segir Kristján. Kjósendur þessara atkvæða hafi merkt skilmerkilega með krossi við eitt framboðanna en að auki strikað yfir nöfn eða sett önnur merki við frambjóðendur annarra framboða. Kjósendur voru vandlega varaðir við því í auglýsingum og fjölmörgum fréttum að það myndi ógilda atkvæði þeirra gerðu þeir einhverjar aðrar merkingar við önnur Framboð en þeir ætluðu að kjósa. „Ég held bara að þetta nái ekki alveg til allra kjósenda. Það eru ekki allir að fylgjast með og telja þetta í lagi. Þessi regla er barn síns tíma og á ekki við og er ekki tíðkuð víða í hinum siðmenntaða heimi,“ segir Kristján. Hann telji þó að þessi 89 atkvæði hefðu ekki ráðið eða breytt heildarúrslitum í kjördæminu. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira
Kristín Edwald formaður Landskjörstjórnar segir hlutverki hennar þó ekki formlega að fullu lokið. „Nei, ekki alveg. Því Landskjörstjórn ber að veita umsögn um þær kærur sem kunna að berast. Eins líka umsögn um ágreiningsseðla og skila þeirri umsögn til Alþingis ásamt öllum gögnum Landskjörstjórnar.“ Kristín Edwald segir alla hafa lagst á eitt að láta veðrið ekki hindra kosningarnar.Stöð 2/Bjarni Og nú í dag tekur kærufrestur gildi eða hvað? „Já, nú tekur við sjö daga kærufrestur,“ segir Kristín. Vonskuveður var víða um land, ekki hvað síst á Austur- og Norðurlandi, á kjördag. Áður en kjördagur rann upp óttuðust margir að fresta þyrfti kosningunum á einhverjum stöðum. Komu upp einhverjir erfiðleikar vegna þess að nú var veður ekkert sérstaklega gott víða á landinu? „Já, það er náttúrlega miklu erfiðara að undirbúa og halda kosningar þegar færð er slæm. Auðvitað hafði það áhrif en þar lögðust allir á eitt. Landskjörstjórn og yfirkjörstjórnir, kjörstjórnir sveitarfélaganna. Ekki má gleyma Veðurstofunni og Vegagerðinni. Eins hjálpaði Landhelgisgæslan líka til. Þannig að það þarf ýmislegt til að hægt sé að halda kosningar við þessar aðstæður,” segir Kristín Edwald. Kristján Sveinbjörnsson umboðsmaður Samfylkingarinnar í kosningunum í Suðvesturkljördæmi lagði fram bókun og minniblað á fundi Landskjörstjórnar í dag. Hann telji að ekki væri búið að gera grein fyrir öllum atkvæðum í kjördæminu. Kristján hefði viljað að 89 ógild atkvæði hefðu verið látin gilda.Stöð 2/Bjarni „Nei, það er ekki annað séð en það vanti 89 atkvæði sem eru vafaatkvæði. Atkvæði sem yfirkjörstjórn taldi ógild en við umboðsmenn vildum láta reyna á að telja þau gild,“ segir Kristján. Kjósendur þessara atkvæða hafi merkt skilmerkilega með krossi við eitt framboðanna en að auki strikað yfir nöfn eða sett önnur merki við frambjóðendur annarra framboða. Kjósendur voru vandlega varaðir við því í auglýsingum og fjölmörgum fréttum að það myndi ógilda atkvæði þeirra gerðu þeir einhverjar aðrar merkingar við önnur Framboð en þeir ætluðu að kjósa. „Ég held bara að þetta nái ekki alveg til allra kjósenda. Það eru ekki allir að fylgjast með og telja þetta í lagi. Þessi regla er barn síns tíma og á ekki við og er ekki tíðkuð víða í hinum siðmenntaða heimi,“ segir Kristján. Hann telji þó að þessi 89 atkvæði hefðu ekki ráðið eða breytt heildarúrslitum í kjördæminu.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira