Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2024 08:31 Albert Guðmundsson og Edoardo Bove komu báðir til Fiorentina í sumar og fagna hér saman sigri gegn AC Milan. Getty/Gabriele Maltinti Fótboltamaðurinn Edoardo Bove, liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina á Ítalíu, er á réttri braut eftir að hafa hnigið niður í leik gegn Inter 1. desember. Leikurinn var blásin af eftir að Bove hné niður, enda um hjartastopp að ræða og óttast um líf hans. Þessi 22 ára miðjumaður var fluttur í skyndi á sjúkrahús og á gjörgæslu en losnaði af gjörgæsludeild í síðustu viku. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að í dag verði græddur bjargráður í Bove, og að fyrr verði hann ekki útskrifaður af sjúkrahúsi. Bjargráður er lækningatæki sem notað er til að meðhöndla lífshættulegar hjartsláttartruflanir, og getur þannig bjargað fólki ef það fer í hjartastopp. Svona tæki eru bönnuð í ítölsku A-deildinni og Bove þyrfti því að láta fjarlægja bjargráðinn áður en hann gæti spilað að nýju í deildinni. 🚨🚨| Like Christian Eriksen, Edoardo Bove will have to leave Serie A to continue playing football... After suffering a cardiac arrest during a match last Sunday, the midfielder has agreed to have a cardiac defibrillator implanted. However, players are not allowed to play… pic.twitter.com/VvEKm3qDVW— CentreGoals. (@centregoals) December 7, 2024 Daninn Christian Eriksen gat þannig ekki spilað að nýju fyrir Inter eftir að hafa fengið bjargráð, eftir að hann fór í hjartastopp í leik með Dönum á Evrópumótinu 2021. Hann gekk þess í stað í raðir Brentford og er nú leikmaður Manchester United. Bove hefur fengið mikinn stuðning á Ítalíu síðustu daga, sérstaklega frá liðsfélögum og stuðningsmönnum Fiorentina en einnig víðar. Lilðsfélagar Bove hjá Fiorentina hafa verið duglegir að sýna honum stuðning.Getty Ítalska kvennalandsliðið sýndi Bove stuðning fyrir vináttulandsleik gegn Þýskalandi á dögunum.Getty/Marco Steinbrenner Stuðningsmenn Fiorentina heiðruðu Bove á bikarleik gegn Empoli.Getty/Gabrielle Maltinti Paulo Dybala, leikmaður Roma, í treyju með hvatningu til Edoardo Bove fyrir leik með Roma gegn Atalanta.Getty/Silvia Lore Fiorentina er í 4. sæti ítölsku A-deildarinnar með 31 stig, en með leikinn við Inter til góða á topplið Atalanta sem er með 34 stig. Næsti leikur Fiorentina er hins vegar gegn LASK frá Austurríki í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn. Ítalski boltinn Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Fótbolti Fleiri fréttir Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjá meira
Leikurinn var blásin af eftir að Bove hné niður, enda um hjartastopp að ræða og óttast um líf hans. Þessi 22 ára miðjumaður var fluttur í skyndi á sjúkrahús og á gjörgæslu en losnaði af gjörgæsludeild í síðustu viku. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að í dag verði græddur bjargráður í Bove, og að fyrr verði hann ekki útskrifaður af sjúkrahúsi. Bjargráður er lækningatæki sem notað er til að meðhöndla lífshættulegar hjartsláttartruflanir, og getur þannig bjargað fólki ef það fer í hjartastopp. Svona tæki eru bönnuð í ítölsku A-deildinni og Bove þyrfti því að láta fjarlægja bjargráðinn áður en hann gæti spilað að nýju í deildinni. 🚨🚨| Like Christian Eriksen, Edoardo Bove will have to leave Serie A to continue playing football... After suffering a cardiac arrest during a match last Sunday, the midfielder has agreed to have a cardiac defibrillator implanted. However, players are not allowed to play… pic.twitter.com/VvEKm3qDVW— CentreGoals. (@centregoals) December 7, 2024 Daninn Christian Eriksen gat þannig ekki spilað að nýju fyrir Inter eftir að hafa fengið bjargráð, eftir að hann fór í hjartastopp í leik með Dönum á Evrópumótinu 2021. Hann gekk þess í stað í raðir Brentford og er nú leikmaður Manchester United. Bove hefur fengið mikinn stuðning á Ítalíu síðustu daga, sérstaklega frá liðsfélögum og stuðningsmönnum Fiorentina en einnig víðar. Lilðsfélagar Bove hjá Fiorentina hafa verið duglegir að sýna honum stuðning.Getty Ítalska kvennalandsliðið sýndi Bove stuðning fyrir vináttulandsleik gegn Þýskalandi á dögunum.Getty/Marco Steinbrenner Stuðningsmenn Fiorentina heiðruðu Bove á bikarleik gegn Empoli.Getty/Gabrielle Maltinti Paulo Dybala, leikmaður Roma, í treyju með hvatningu til Edoardo Bove fyrir leik með Roma gegn Atalanta.Getty/Silvia Lore Fiorentina er í 4. sæti ítölsku A-deildarinnar með 31 stig, en með leikinn við Inter til góða á topplið Atalanta sem er með 34 stig. Næsti leikur Fiorentina er hins vegar gegn LASK frá Austurríki í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn.
Ítalski boltinn Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Fótbolti Fleiri fréttir Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti