Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2024 08:31 Albert Guðmundsson og Edoardo Bove komu báðir til Fiorentina í sumar og fagna hér saman sigri gegn AC Milan. Getty/Gabriele Maltinti Fótboltamaðurinn Edoardo Bove, liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina á Ítalíu, er á réttri braut eftir að hafa hnigið niður í leik gegn Inter 1. desember. Leikurinn var blásin af eftir að Bove hné niður, enda um hjartastopp að ræða og óttast um líf hans. Þessi 22 ára miðjumaður var fluttur í skyndi á sjúkrahús og á gjörgæslu en losnaði af gjörgæsludeild í síðustu viku. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að í dag verði græddur bjargráður í Bove, og að fyrr verði hann ekki útskrifaður af sjúkrahúsi. Bjargráður er lækningatæki sem notað er til að meðhöndla lífshættulegar hjartsláttartruflanir, og getur þannig bjargað fólki ef það fer í hjartastopp. Svona tæki eru bönnuð í ítölsku A-deildinni og Bove þyrfti því að láta fjarlægja bjargráðinn áður en hann gæti spilað að nýju í deildinni. 🚨🚨| Like Christian Eriksen, Edoardo Bove will have to leave Serie A to continue playing football... After suffering a cardiac arrest during a match last Sunday, the midfielder has agreed to have a cardiac defibrillator implanted. However, players are not allowed to play… pic.twitter.com/VvEKm3qDVW— CentreGoals. (@centregoals) December 7, 2024 Daninn Christian Eriksen gat þannig ekki spilað að nýju fyrir Inter eftir að hafa fengið bjargráð, eftir að hann fór í hjartastopp í leik með Dönum á Evrópumótinu 2021. Hann gekk þess í stað í raðir Brentford og er nú leikmaður Manchester United. Bove hefur fengið mikinn stuðning á Ítalíu síðustu daga, sérstaklega frá liðsfélögum og stuðningsmönnum Fiorentina en einnig víðar. Lilðsfélagar Bove hjá Fiorentina hafa verið duglegir að sýna honum stuðning.Getty Ítalska kvennalandsliðið sýndi Bove stuðning fyrir vináttulandsleik gegn Þýskalandi á dögunum.Getty/Marco Steinbrenner Stuðningsmenn Fiorentina heiðruðu Bove á bikarleik gegn Empoli.Getty/Gabrielle Maltinti Paulo Dybala, leikmaður Roma, í treyju með hvatningu til Edoardo Bove fyrir leik með Roma gegn Atalanta.Getty/Silvia Lore Fiorentina er í 4. sæti ítölsku A-deildarinnar með 31 stig, en með leikinn við Inter til góða á topplið Atalanta sem er með 34 stig. Næsti leikur Fiorentina er hins vegar gegn LASK frá Austurríki í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn. Ítalski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Leikurinn var blásin af eftir að Bove hné niður, enda um hjartastopp að ræða og óttast um líf hans. Þessi 22 ára miðjumaður var fluttur í skyndi á sjúkrahús og á gjörgæslu en losnaði af gjörgæsludeild í síðustu viku. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að í dag verði græddur bjargráður í Bove, og að fyrr verði hann ekki útskrifaður af sjúkrahúsi. Bjargráður er lækningatæki sem notað er til að meðhöndla lífshættulegar hjartsláttartruflanir, og getur þannig bjargað fólki ef það fer í hjartastopp. Svona tæki eru bönnuð í ítölsku A-deildinni og Bove þyrfti því að láta fjarlægja bjargráðinn áður en hann gæti spilað að nýju í deildinni. 🚨🚨| Like Christian Eriksen, Edoardo Bove will have to leave Serie A to continue playing football... After suffering a cardiac arrest during a match last Sunday, the midfielder has agreed to have a cardiac defibrillator implanted. However, players are not allowed to play… pic.twitter.com/VvEKm3qDVW— CentreGoals. (@centregoals) December 7, 2024 Daninn Christian Eriksen gat þannig ekki spilað að nýju fyrir Inter eftir að hafa fengið bjargráð, eftir að hann fór í hjartastopp í leik með Dönum á Evrópumótinu 2021. Hann gekk þess í stað í raðir Brentford og er nú leikmaður Manchester United. Bove hefur fengið mikinn stuðning á Ítalíu síðustu daga, sérstaklega frá liðsfélögum og stuðningsmönnum Fiorentina en einnig víðar. Lilðsfélagar Bove hjá Fiorentina hafa verið duglegir að sýna honum stuðning.Getty Ítalska kvennalandsliðið sýndi Bove stuðning fyrir vináttulandsleik gegn Þýskalandi á dögunum.Getty/Marco Steinbrenner Stuðningsmenn Fiorentina heiðruðu Bove á bikarleik gegn Empoli.Getty/Gabrielle Maltinti Paulo Dybala, leikmaður Roma, í treyju með hvatningu til Edoardo Bove fyrir leik með Roma gegn Atalanta.Getty/Silvia Lore Fiorentina er í 4. sæti ítölsku A-deildarinnar með 31 stig, en með leikinn við Inter til góða á topplið Atalanta sem er með 34 stig. Næsti leikur Fiorentina er hins vegar gegn LASK frá Austurríki í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn.
Ítalski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira