„Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar 9. desember 2024 13:31 Sjúklinginn í öndvegi Við höfum verið í ákveðinni baráttu hérlendis með það hvernig við sjáum fyrir okkur heilbrigðisþjónustuna til framtíðar, enda um einn stærsta, dýrasta og jafnframt flóknasta málaflokk ríkisfjármála að ræða, þar sem sitt sýnist hverjum. Þarna takast á ýmis sjónarmið sem öll eiga rétt á sér. Flestir eru sammála um að sterk og öflug heilbrigðisþjónusta sé einn af hornsteinum íslensks samfélags og um hana beri að standa vörð. Talsverð umræða og hiti verður oft á tíðum þegar rætt er hver skuli veita hana, ríki eða einkaaðilar. Gleymist þá stundum að þjónustan er fyrir þann sem á henni þarf að halda og ætti sá hinn sami ekki að verða undir í þeirri umræðu. Það er flestum ljóst að það getur verið erfitt að samræma forgangsröðun fjármuna sem eru af skornum skammti og tryggja á sama tíma bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Það eru hagsmunir í hverjum einasta hópi sem kallar eftir meira fé og betri þjónustu hverju sinni. Þrýstiafl þeirra er æði mismunandi. Þá má ekki gleyma því að ríkir hagsmunir eru einnig hjá þeim sem veita hana. Pólitík hvers tíma leggur svo línurnar að mestu leyti með útgjöldin og stefnuna í málaflokknum. Sé horft til þjónustuþegans þá er sá hinn sami fyrst og fremst að horfa til þess bíða ekki lengi eftir aðgerð, meðferð, plássi á hjúkrunarheimili eða öðru slíku. Greiðslur fyrir þá veittu heilbrigðisþjónustu fara fram með ýmsum hætti. Stofnanir eins og Landspítali eru á fjárlögum þar sem lítið má útaf bregða í rekstri, svigrúm er ekki mikið og vandi með pláss og nýting alla jafna of mikil eins og við þekkjum af umræðunni. Það er þó búið að innleiða að hluta framleiðslutengda fjármögnun eða svokallað DRG kerfi sem virðist styðja við rekstur hans og verður spennandi að fylgjast með frekari innleiðingu og möguleikum. Sjúkratryggingar Íslands semja við ýmsar fagstéttir og einnig um rekstur hjúkrunarheimila og annarrar slíkrar þjónustu og greiða samkvæmt samningum fyrir hana. Á endanum er meirihluti þeirra fjármuna sem veitt er til þessa málaflokks með einum eða öðrum hætti kominn frá ríkinu. Greiðsluþáttaka almennings hefur minnkað á móti og kemur það sér vel fyrir þá sem þurfa á mikilli þjónustu að halda. Fjármögnun kerfisins Gagnsæi á nýtingu fjármuna er mikilvægt og að sem mest fáist fyrir þær krónur sem veitt er til verkefnisins. Sóun í kerfinu hefur verið til staðar, ákvörðunarfælni sömuleiðis og tafir sem hafa kostað umtalsverða peninga. Það þarf að nýta betur styrkleika ríkisrekstrar en einnig til jafns einkarekstrarins og það þarf talsvert aðhald að báðum þessum formum. Mikil breyting hefur orðið á þjónustu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum eftir að nýtt fyrirkomulag hófst 1. Janúar 2017, þar fylgir fé sjúklingi og getur sjúklingurinn valið sér þjónustuaðila. Þannig er tryggt að sá hinn sami getur haft umtalsverð áhrif á það hver veitir honum heilbrigðisþjónustu burtséð frá því hvort sá aðili er opinber eða einkarekinn. Kerfið er gagnsætt og allar 15 opinberu heilsugæslustöðvarnar og þær 4 einkareknu lúta sömu reglum í grunninn. Sjúklingarnir greiða það sama óháð þeim sem veitir þjónustuna. Fjárveitingin er með sama hætti til allra stöðva og eru innbyggðir hvatar bæði hvað varðar gæði en einnig fjármagn að hluta. Þannig fá stöðvar greiðslur eða frádrátt vegna þjónustu við að sinna skjólstæðingum sínum. Tryggja þarf að kröfulýsing sé uppfyllt sem og fagmönnun stöðvanna svo þær geti sinnt sýnu hlutverki. Þá er líka horft til aldurs, undirliggjandi sjúkdóma og þjónustuþarfar. Húsnæði er tryggt í samningi við hið opinbera. Unnið er í samræmdu sjúkraskrárkerfi og gögn sjúklinganna fylgja þeim hvert sem farið er svo það er auðvelt að skipta um stöð, en einnig fyrir heilbrigðisstarfólk að halda yfirsýn fari sjúklingarnir á milli stöðva. Það þarf hins vegar að gera betur varðandi hvatastýringu og framleiðniforsendur innan líkansins. Ekki síst þarf að ríkja algert gagnsæi um þá fjármuni sem fara til grunnþjónustu eða annarra verkefna heilsugæslunnar og jafna leikinn að fullu þegar kemur að öðrum rekstrarþáttum eins og kennslu nema og rannsóknarkostnaði þar sem hallar verulega á milli aðila. Fé fylgi sjúklingi Það mætti hugsa sér að einhverju leyti svipaða nálgun í þjónustu við aldraða þar sem þeir eru metnir með sína þjónustuþörf. Þeir fá mat á heilsugæslu sinni og af hálfu heimahjúkrunar, iðju og sjúkraþjálfara auk sérfræðinga á Landspítala. Þverfaglega er unnið að slíku mati í dag. Þeir sem veikastir eru eða með mesta þjónustuþörf geta þurft innlögn eða varanlega vistun á hjúkrunarheimili. Þau pláss eins og flestir vita eru af skornum skammti. Flestir eru sammála því einnig að margt er hægt að gera betur varðandi þjónustuna fram að því að þurfa slíkt, en bið og ákveðin skortur á samræmingu spilar þar stórt hlutverk. Unnið er að því að bæta úr með ýmsum hætti og bindum við ákveðnar vonir við það. Verkefni eins og Gott að Eldast eru dæmi um samþættingu, en það má gera enn betur. Það væri skynsamlegt með allt það mat sem fram fer á hinum aldraða og sú staða sem heilbrigðiskerfið veit að hann glímir við á hverjum tíma að horfa á það sem einhvers konar verðmæti fyrir þann sama og gildir það um þjónustu sem og búsetuþátt. Með því meina ég að skipta um kerfi og ákveða að fé fylgi sjúklingi til samræmis við þá þjónustuþörf sem hann glímir við. Þannig væri hann og eftir atvikum aðstandendur hans færir um að kaupa þá þjónustu af þeim sem hana veitir, hefur leyfi til þess og stenst gæðaviðmið sem sett eru af hinu opinbera og er með samninga við Sjúkratryggingar með skilgreindum ferlum þjónustunnar. Líklega myndi töluvert mikið breytast bæði hvað varðar rekstur heimahjúkrunar og aðstoðar í heimahúsi, en einnig hjúkrunarheimila, að ekki sé minnst á vanda þann sem hefur skapast á undanförnum árum við útskriftir af Landspítala. Notendastýrð persónuleg aðstoð er nálgun af svipuðum toga þar sem valið er notandans eða sjúklingsins hver sinnir honum að verulegu leyti. Við þurfum að horfa til framtíðar, kostnaður vegna veittrar þjónustu við aldraða á eftir að margfaldast frá núverandi stöðu alveg sama hvað verður gert. Það þýðir ekkert að stinga höfðinu í sandinn heldur verður að horfa til leiða sem nýta bæði ríkisrekna og einkarekna þjónustu til hagsbóta fyrir þennan hóp og fjölbreytt úrræði honum til handa. Þjónustan tel ég að myndi batna verulega. Svigrúm viðurkenndra rekstraraðila væri aukið og þeir gætu útvíkkað þjónustu sína til hagsbóta fyrir alla. Notkun tæknilausna og aukin yfirsýn er snar þáttur í þessu mengi og ég fullyrði að hvergi á byggðu bóli er einfaldara en einmitt hér á Íslandi að vinna með þessum hætti. Flækjustig við húsnæðismál og aðstöðu væru mun minni en nú er. Við hljótum að vilja og geta gert betur, ekki skortir viljann hjá þjónustuaðilum að taka þátt óháð því hvaða rekstrarformi þeir tilheyra. Höfundur er forstjóri Heilsuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Heilbrigðismál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Sjúklinginn í öndvegi Við höfum verið í ákveðinni baráttu hérlendis með það hvernig við sjáum fyrir okkur heilbrigðisþjónustuna til framtíðar, enda um einn stærsta, dýrasta og jafnframt flóknasta málaflokk ríkisfjármála að ræða, þar sem sitt sýnist hverjum. Þarna takast á ýmis sjónarmið sem öll eiga rétt á sér. Flestir eru sammála um að sterk og öflug heilbrigðisþjónusta sé einn af hornsteinum íslensks samfélags og um hana beri að standa vörð. Talsverð umræða og hiti verður oft á tíðum þegar rætt er hver skuli veita hana, ríki eða einkaaðilar. Gleymist þá stundum að þjónustan er fyrir þann sem á henni þarf að halda og ætti sá hinn sami ekki að verða undir í þeirri umræðu. Það er flestum ljóst að það getur verið erfitt að samræma forgangsröðun fjármuna sem eru af skornum skammti og tryggja á sama tíma bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Það eru hagsmunir í hverjum einasta hópi sem kallar eftir meira fé og betri þjónustu hverju sinni. Þrýstiafl þeirra er æði mismunandi. Þá má ekki gleyma því að ríkir hagsmunir eru einnig hjá þeim sem veita hana. Pólitík hvers tíma leggur svo línurnar að mestu leyti með útgjöldin og stefnuna í málaflokknum. Sé horft til þjónustuþegans þá er sá hinn sami fyrst og fremst að horfa til þess bíða ekki lengi eftir aðgerð, meðferð, plássi á hjúkrunarheimili eða öðru slíku. Greiðslur fyrir þá veittu heilbrigðisþjónustu fara fram með ýmsum hætti. Stofnanir eins og Landspítali eru á fjárlögum þar sem lítið má útaf bregða í rekstri, svigrúm er ekki mikið og vandi með pláss og nýting alla jafna of mikil eins og við þekkjum af umræðunni. Það er þó búið að innleiða að hluta framleiðslutengda fjármögnun eða svokallað DRG kerfi sem virðist styðja við rekstur hans og verður spennandi að fylgjast með frekari innleiðingu og möguleikum. Sjúkratryggingar Íslands semja við ýmsar fagstéttir og einnig um rekstur hjúkrunarheimila og annarrar slíkrar þjónustu og greiða samkvæmt samningum fyrir hana. Á endanum er meirihluti þeirra fjármuna sem veitt er til þessa málaflokks með einum eða öðrum hætti kominn frá ríkinu. Greiðsluþáttaka almennings hefur minnkað á móti og kemur það sér vel fyrir þá sem þurfa á mikilli þjónustu að halda. Fjármögnun kerfisins Gagnsæi á nýtingu fjármuna er mikilvægt og að sem mest fáist fyrir þær krónur sem veitt er til verkefnisins. Sóun í kerfinu hefur verið til staðar, ákvörðunarfælni sömuleiðis og tafir sem hafa kostað umtalsverða peninga. Það þarf að nýta betur styrkleika ríkisrekstrar en einnig til jafns einkarekstrarins og það þarf talsvert aðhald að báðum þessum formum. Mikil breyting hefur orðið á þjónustu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum eftir að nýtt fyrirkomulag hófst 1. Janúar 2017, þar fylgir fé sjúklingi og getur sjúklingurinn valið sér þjónustuaðila. Þannig er tryggt að sá hinn sami getur haft umtalsverð áhrif á það hver veitir honum heilbrigðisþjónustu burtséð frá því hvort sá aðili er opinber eða einkarekinn. Kerfið er gagnsætt og allar 15 opinberu heilsugæslustöðvarnar og þær 4 einkareknu lúta sömu reglum í grunninn. Sjúklingarnir greiða það sama óháð þeim sem veitir þjónustuna. Fjárveitingin er með sama hætti til allra stöðva og eru innbyggðir hvatar bæði hvað varðar gæði en einnig fjármagn að hluta. Þannig fá stöðvar greiðslur eða frádrátt vegna þjónustu við að sinna skjólstæðingum sínum. Tryggja þarf að kröfulýsing sé uppfyllt sem og fagmönnun stöðvanna svo þær geti sinnt sýnu hlutverki. Þá er líka horft til aldurs, undirliggjandi sjúkdóma og þjónustuþarfar. Húsnæði er tryggt í samningi við hið opinbera. Unnið er í samræmdu sjúkraskrárkerfi og gögn sjúklinganna fylgja þeim hvert sem farið er svo það er auðvelt að skipta um stöð, en einnig fyrir heilbrigðisstarfólk að halda yfirsýn fari sjúklingarnir á milli stöðva. Það þarf hins vegar að gera betur varðandi hvatastýringu og framleiðniforsendur innan líkansins. Ekki síst þarf að ríkja algert gagnsæi um þá fjármuni sem fara til grunnþjónustu eða annarra verkefna heilsugæslunnar og jafna leikinn að fullu þegar kemur að öðrum rekstrarþáttum eins og kennslu nema og rannsóknarkostnaði þar sem hallar verulega á milli aðila. Fé fylgi sjúklingi Það mætti hugsa sér að einhverju leyti svipaða nálgun í þjónustu við aldraða þar sem þeir eru metnir með sína þjónustuþörf. Þeir fá mat á heilsugæslu sinni og af hálfu heimahjúkrunar, iðju og sjúkraþjálfara auk sérfræðinga á Landspítala. Þverfaglega er unnið að slíku mati í dag. Þeir sem veikastir eru eða með mesta þjónustuþörf geta þurft innlögn eða varanlega vistun á hjúkrunarheimili. Þau pláss eins og flestir vita eru af skornum skammti. Flestir eru sammála því einnig að margt er hægt að gera betur varðandi þjónustuna fram að því að þurfa slíkt, en bið og ákveðin skortur á samræmingu spilar þar stórt hlutverk. Unnið er að því að bæta úr með ýmsum hætti og bindum við ákveðnar vonir við það. Verkefni eins og Gott að Eldast eru dæmi um samþættingu, en það má gera enn betur. Það væri skynsamlegt með allt það mat sem fram fer á hinum aldraða og sú staða sem heilbrigðiskerfið veit að hann glímir við á hverjum tíma að horfa á það sem einhvers konar verðmæti fyrir þann sama og gildir það um þjónustu sem og búsetuþátt. Með því meina ég að skipta um kerfi og ákveða að fé fylgi sjúklingi til samræmis við þá þjónustuþörf sem hann glímir við. Þannig væri hann og eftir atvikum aðstandendur hans færir um að kaupa þá þjónustu af þeim sem hana veitir, hefur leyfi til þess og stenst gæðaviðmið sem sett eru af hinu opinbera og er með samninga við Sjúkratryggingar með skilgreindum ferlum þjónustunnar. Líklega myndi töluvert mikið breytast bæði hvað varðar rekstur heimahjúkrunar og aðstoðar í heimahúsi, en einnig hjúkrunarheimila, að ekki sé minnst á vanda þann sem hefur skapast á undanförnum árum við útskriftir af Landspítala. Notendastýrð persónuleg aðstoð er nálgun af svipuðum toga þar sem valið er notandans eða sjúklingsins hver sinnir honum að verulegu leyti. Við þurfum að horfa til framtíðar, kostnaður vegna veittrar þjónustu við aldraða á eftir að margfaldast frá núverandi stöðu alveg sama hvað verður gert. Það þýðir ekkert að stinga höfðinu í sandinn heldur verður að horfa til leiða sem nýta bæði ríkisrekna og einkarekna þjónustu til hagsbóta fyrir þennan hóp og fjölbreytt úrræði honum til handa. Þjónustan tel ég að myndi batna verulega. Svigrúm viðurkenndra rekstraraðila væri aukið og þeir gætu útvíkkað þjónustu sína til hagsbóta fyrir alla. Notkun tæknilausna og aukin yfirsýn er snar þáttur í þessu mengi og ég fullyrði að hvergi á byggðu bóli er einfaldara en einmitt hér á Íslandi að vinna með þessum hætti. Flækjustig við húsnæðismál og aðstöðu væru mun minni en nú er. Við hljótum að vilja og geta gert betur, ekki skortir viljann hjá þjónustuaðilum að taka þátt óháð því hvaða rekstrarformi þeir tilheyra. Höfundur er forstjóri Heilsuverndar.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun