Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Smitten 9. desember 2024 13:38 Hópurinn sem stendur á bak við íslenska stefnumóta-appið Smitten. Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Smitten er í 15. sæti á lista yfir þau fyrirtæki sem sýnt hafa mesta aukningu tekna undanfarin 3 ár á Norðurlöndunum og Benelux. Fréttamiðillin Sifted tók listann saman. Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri og annar stofnenda Smitten. Smitten er stefnumóta-app sem stofnað var árið 2020 af íslendingum og er með höfuðstöðvar í Reykjavík. Appið naut strax mikilla vinsælda hjá Íslendingum og hefur veitt einu stærsta stefnumótaappi heims, Tinder, harða samkeppni. „Niðurstaðan er frábær viðurkenning fyrir okkur, og veitir okkur byr undir báða vængi. Smitten hefur náð góðri fótfestu í Svíþjóð, Noregi og Danmörku, auk Íslands, og við erum að sækja tekjur frá þeim mörkuðum”, segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri og annar stofnenda Smitten. Ingi Brown, tekju- og vaxtarstjóri Smitten. Fjármögnun upp á tæpa tvo milljarða Smitten er með rúmlega 400 milljónir í árstekjur sem koma í gegnum áskriftir notenda. Smitten hefur hlotið fjármögnun upp á tæplega 2 milljarða, en fá stefnumótaöpp í heiminum, hafa fengið jafn mikla fjárfestingu og Smitten, í seinni tíð. „Við höfum lagt gríðarlegan metnað á undanförnum árum í að auka virði áskriftarleiða fyrir viðskiptavini okkar, sem hefur skilað sér í miklum tekjuvexti. Þó að grunnvaran sé mjög góð, þá eru mörg sem kjósa að fara áskriftarleiðina til þess að fá betri innsýn inn í stefnumótalíf sitt,” segir Ingi Brown, tekju- og vaxtarstjóri Smitten. Skemmtilegasta stefnumóta-appið Strax í upphafi var stefnan sett á að verða skemmtilegasta stefmumótaappið og áhersla lögð á að notendur eigi betri samtöl á Smitten en á öðrum stefnumótaöppum. Meðal nýjunga sem Smitten setti fram voru persónulegir leikir og gagnvirkir prófílar sem gerir notendum auðveldara að byrja samtöl. Hér má sjá lista Sifted fyrir Norðurlöndin og Evrópu. Nýsköpun Ástin og lífið Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri og annar stofnenda Smitten. Smitten er stefnumóta-app sem stofnað var árið 2020 af íslendingum og er með höfuðstöðvar í Reykjavík. Appið naut strax mikilla vinsælda hjá Íslendingum og hefur veitt einu stærsta stefnumótaappi heims, Tinder, harða samkeppni. „Niðurstaðan er frábær viðurkenning fyrir okkur, og veitir okkur byr undir báða vængi. Smitten hefur náð góðri fótfestu í Svíþjóð, Noregi og Danmörku, auk Íslands, og við erum að sækja tekjur frá þeim mörkuðum”, segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri og annar stofnenda Smitten. Ingi Brown, tekju- og vaxtarstjóri Smitten. Fjármögnun upp á tæpa tvo milljarða Smitten er með rúmlega 400 milljónir í árstekjur sem koma í gegnum áskriftir notenda. Smitten hefur hlotið fjármögnun upp á tæplega 2 milljarða, en fá stefnumótaöpp í heiminum, hafa fengið jafn mikla fjárfestingu og Smitten, í seinni tíð. „Við höfum lagt gríðarlegan metnað á undanförnum árum í að auka virði áskriftarleiða fyrir viðskiptavini okkar, sem hefur skilað sér í miklum tekjuvexti. Þó að grunnvaran sé mjög góð, þá eru mörg sem kjósa að fara áskriftarleiðina til þess að fá betri innsýn inn í stefnumótalíf sitt,” segir Ingi Brown, tekju- og vaxtarstjóri Smitten. Skemmtilegasta stefnumóta-appið Strax í upphafi var stefnan sett á að verða skemmtilegasta stefmumótaappið og áhersla lögð á að notendur eigi betri samtöl á Smitten en á öðrum stefnumótaöppum. Meðal nýjunga sem Smitten setti fram voru persónulegir leikir og gagnvirkir prófílar sem gerir notendum auðveldara að byrja samtöl. Hér má sjá lista Sifted fyrir Norðurlöndin og Evrópu.
Nýsköpun Ástin og lífið Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira