Stofnuðu Félag ungra mæðra til að rjúfa félagslega einangrun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. desember 2024 13:24 Það verður að segjast eins og er að félagsfundur Félags ungra mæðra var einstaklega krúttlegur. Vísir/Sigurjón Það getur verið einmanalegt að vera ung móðir. Þetta segja mæður sem nýlega stofnuðu Félag ungra mæðra sem hefur það að meginmarkmiði að rjúfa félagslega einangrun eftir fæðingu. Margrét Helga, fréttamaður, fékk að sitja fund með framtakssömum ungum mæðrum og börnum þeirra. Fjórtán ungar mæður ákváðu að stofna félagið eftir að hafa fundið fyrir einmanaleika eftir fæðingu og vildu finna aðrar í sömu stöðu. Þetta byrjaði allt í Facebookhópnum Mæðratips. „Það var alltaf að aukast póstar þar inni þar sem ungar mæður sögðu frá því að þær væru kannski bara einmana og búnar að missa margar vinkonur og vini út frá því að eignast börn. Fólk einangrar sig og það var alveg eins hjá mér,“ segir Rósa Björk Einarsdóttir, formaður Félags ungra mæðra. Rósa Björk. formaður, á góðum degi með dóttur sinni.Aðsend Þær vilja þó taka skýrt fram að það sé yndislegt að vera móðir en stundum geti það verið einmanalegt. „Líka bara því ég er fyrst til að eignast barn í mínum vinahópi þannig að viðkvæðið var oft "ekki vera að trufla Álfheiði, hún er með nýfætt barn" en mig langar að fá boð,“ segir Álfheiður Björk. Ásókn í félagið er slík að á nokkrum dögum telur fjöldi félagskvenna nokkur hundruð. „Okkur langar að geta haft dagskrá og haft vikulega eitthvað planað, svo við getum hist með og án barna þannig að okkur langar að við þurfum ekki alltaf að vera með börnin og fá að kynnast okkur aftur og að fara úr mömmuhlutverkinu og vera bara við sjálfar sem við vorum áður en við eignuðumst börn, það er stórt fyrir okkur,“ segir María Rós, varaformaður félagsins en bætir við að auðvitað fái börnin líka oft að vera með. Félagsskapurinn og stuðningurinn sé aðalatriðið. „Mér finnst líka bara svo mikilvægt að mæður sem eru með fæðingarþunglyndi, eða eru kvíðnar fyrir, að við séum samfélag sem þú getur leitað til, að það er alltaf einhver hér. Þú ert kannski vakandi um miðja nótt hágrátandi og þá getur þú sent inn í hópinn „er einhver annar vakandi?“ og þá segir einhver, „ég er hér,“ segir Álfheiður og réttir upp hönd og bætir við að hún sjálf hefði virkilega þurft á slíkum félagsskap og stuðningi að halda. „Mig langar að vera þessi manneskja fyrir aðra.“ Mæðurnar ungu eru stórhuga og ætla að safna dósum til að byggja upp félagið og benda fyrirtækjum á að vera ófeimin við að hafa samband ef þau eru með einhverjar hugmyndir. Ungu mæðurnar láta verkin tala - og þær vilja flöskurnar þínar.aðsend „Svo við getum boðið ungum mömmum og samfélaginu sem við erum að búa til hérna upp á einhverja viðburði og hittinga og ég hvet fyrirtæki ef þau hafi einhverjar hugmyndir sem við gætum gert eitthvað saman og þá væri það ótrúlega gaman. Við ætlum allavega á rúntinn að sækja dósir í vikunni þannig að ef þið eigið dósapoka liggjandi heima og ég veit að þið eruð öll með það, það eru allir með nokkra poka inni í bílskúr þá endilega leyfið okkur að koma og sækja þá,“ segir Rósa Björk, til þjónustu reiðubúin! Hér er slóðin á Facebooksíðu Félags ungra mæðra og hér er slóðin á Instagramsíðu félagsins. Börn og uppeldi Fæðingarorlof Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Fjórtán ungar mæður ákváðu að stofna félagið eftir að hafa fundið fyrir einmanaleika eftir fæðingu og vildu finna aðrar í sömu stöðu. Þetta byrjaði allt í Facebookhópnum Mæðratips. „Það var alltaf að aukast póstar þar inni þar sem ungar mæður sögðu frá því að þær væru kannski bara einmana og búnar að missa margar vinkonur og vini út frá því að eignast börn. Fólk einangrar sig og það var alveg eins hjá mér,“ segir Rósa Björk Einarsdóttir, formaður Félags ungra mæðra. Rósa Björk. formaður, á góðum degi með dóttur sinni.Aðsend Þær vilja þó taka skýrt fram að það sé yndislegt að vera móðir en stundum geti það verið einmanalegt. „Líka bara því ég er fyrst til að eignast barn í mínum vinahópi þannig að viðkvæðið var oft "ekki vera að trufla Álfheiði, hún er með nýfætt barn" en mig langar að fá boð,“ segir Álfheiður Björk. Ásókn í félagið er slík að á nokkrum dögum telur fjöldi félagskvenna nokkur hundruð. „Okkur langar að geta haft dagskrá og haft vikulega eitthvað planað, svo við getum hist með og án barna þannig að okkur langar að við þurfum ekki alltaf að vera með börnin og fá að kynnast okkur aftur og að fara úr mömmuhlutverkinu og vera bara við sjálfar sem við vorum áður en við eignuðumst börn, það er stórt fyrir okkur,“ segir María Rós, varaformaður félagsins en bætir við að auðvitað fái börnin líka oft að vera með. Félagsskapurinn og stuðningurinn sé aðalatriðið. „Mér finnst líka bara svo mikilvægt að mæður sem eru með fæðingarþunglyndi, eða eru kvíðnar fyrir, að við séum samfélag sem þú getur leitað til, að það er alltaf einhver hér. Þú ert kannski vakandi um miðja nótt hágrátandi og þá getur þú sent inn í hópinn „er einhver annar vakandi?“ og þá segir einhver, „ég er hér,“ segir Álfheiður og réttir upp hönd og bætir við að hún sjálf hefði virkilega þurft á slíkum félagsskap og stuðningi að halda. „Mig langar að vera þessi manneskja fyrir aðra.“ Mæðurnar ungu eru stórhuga og ætla að safna dósum til að byggja upp félagið og benda fyrirtækjum á að vera ófeimin við að hafa samband ef þau eru með einhverjar hugmyndir. Ungu mæðurnar láta verkin tala - og þær vilja flöskurnar þínar.aðsend „Svo við getum boðið ungum mömmum og samfélaginu sem við erum að búa til hérna upp á einhverja viðburði og hittinga og ég hvet fyrirtæki ef þau hafi einhverjar hugmyndir sem við gætum gert eitthvað saman og þá væri það ótrúlega gaman. Við ætlum allavega á rúntinn að sækja dósir í vikunni þannig að ef þið eigið dósapoka liggjandi heima og ég veit að þið eruð öll með það, það eru allir með nokkra poka inni í bílskúr þá endilega leyfið okkur að koma og sækja þá,“ segir Rósa Björk, til þjónustu reiðubúin! Hér er slóðin á Facebooksíðu Félags ungra mæðra og hér er slóðin á Instagramsíðu félagsins.
Börn og uppeldi Fæðingarorlof Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels