Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2024 09:43 Piltur hellir úr vatnsflösku yfir sig í hitabylgju í Brussel í Belgíu í ágúst. Vísir/EPA Öruggt er nú að árið sem er að líða verði það hlýjasta í mælingarsögunni samkvæmt evrópskum vísindamönnum. Árið 2024 verður jafnframt það fyrsta þar sem meðalhiti jarðar verður einni og hálfri gráðu yfir meðaltali fyrir iðnbyltingu. Nóvember var næsthlýjasti nóvember sem um getur, rétt á eftir nóvember 2023. Þar með varð ljóst að árið í ár yrði það hlýjasta frá upphafi mælinga sem evrópska Kópernikusarstofnunin heldur utan um, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Árið 2023 var það hlýjasta fram að þessu. Ýmis konar veðuröfgar, sem eru ein afleiðinga hnattrænnar hlýnunar, hafa sett svip sitt á árið sem er að líða. Skæðir þurrkar geisuðu á Ítalíu og í Suður-Ameríku, hitabylgjur urðu þúsundum að bana í Mexíkó, Malí og Sádi-Arabíu, mannskæð flóð urðu í Nepal, Súdan og Evrópu og fellibylir ollu usla í Bandaríkjunum og Filippseyjum. Ársgamalt met yfir heitasta staka dag á jörðinni var slegið nokkrum sinnum í júlí og fór meðalhiti jarðar þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Talið er að ekki hafi verið hlýrra á jörðinni í að minnsta kosti 125 þúsund ár. Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að ríki heims leggi sig fram um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður. Útlit er fyrir að meðalhitinn í ár verði umfram þau mörk. Verði ekki gripið í taumana og dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda má gera ráð fyrir að hlýnun jarðar verði umtalsvert meiri. Meginorsök hnattrænnar hlýnunar er stórfelld losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti: kolum, olíu og gasi. Talið er að styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hafi ekki verið eins hár og nú í um þrjár milljónir ára. Stöðva þarf losun gróðurhúsalofttegunda til þess að stöðva hlýnunina. Áfram hættulega heitt jafnvel þótt La niña taki við Julien Nicolas, loftslagsvísindamaður hjá Kópernikusi, segir Reuters að hitinn sé enn í hæstu hæðum á jörðinni og að það ástand gæti varað áfram fyrstu mánuði næsta árs. Vísindamenn fylgjast nú með hvort að veðurfyrirbrigðið La niña sé í uppsiglingu í Kyrrahafi. Það er andhverfa El niño og er tengt lækkun meðalhita á jörðinni. Friederike Otto, loftslagsvísindamaður við Imperial College í London, segir að jafnvel þótt La niña kæli jörðina tímabundið niður verði hitinn enn óvenjuhár. „Við gerum enn ráð fyrir háum hita sem leiðir til hættulegra hitabylgna, þurrka, gróðurelda og hitabeltisfellibylja,“ segir Otto. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Nóvember var næsthlýjasti nóvember sem um getur, rétt á eftir nóvember 2023. Þar með varð ljóst að árið í ár yrði það hlýjasta frá upphafi mælinga sem evrópska Kópernikusarstofnunin heldur utan um, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Árið 2023 var það hlýjasta fram að þessu. Ýmis konar veðuröfgar, sem eru ein afleiðinga hnattrænnar hlýnunar, hafa sett svip sitt á árið sem er að líða. Skæðir þurrkar geisuðu á Ítalíu og í Suður-Ameríku, hitabylgjur urðu þúsundum að bana í Mexíkó, Malí og Sádi-Arabíu, mannskæð flóð urðu í Nepal, Súdan og Evrópu og fellibylir ollu usla í Bandaríkjunum og Filippseyjum. Ársgamalt met yfir heitasta staka dag á jörðinni var slegið nokkrum sinnum í júlí og fór meðalhiti jarðar þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Talið er að ekki hafi verið hlýrra á jörðinni í að minnsta kosti 125 þúsund ár. Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum gerir ráð fyrir að ríki heims leggi sig fram um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður. Útlit er fyrir að meðalhitinn í ár verði umfram þau mörk. Verði ekki gripið í taumana og dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda má gera ráð fyrir að hlýnun jarðar verði umtalsvert meiri. Meginorsök hnattrænnar hlýnunar er stórfelld losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti: kolum, olíu og gasi. Talið er að styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hafi ekki verið eins hár og nú í um þrjár milljónir ára. Stöðva þarf losun gróðurhúsalofttegunda til þess að stöðva hlýnunina. Áfram hættulega heitt jafnvel þótt La niña taki við Julien Nicolas, loftslagsvísindamaður hjá Kópernikusi, segir Reuters að hitinn sé enn í hæstu hæðum á jörðinni og að það ástand gæti varað áfram fyrstu mánuði næsta árs. Vísindamenn fylgjast nú með hvort að veðurfyrirbrigðið La niña sé í uppsiglingu í Kyrrahafi. Það er andhverfa El niño og er tengt lækkun meðalhita á jörðinni. Friederike Otto, loftslagsvísindamaður við Imperial College í London, segir að jafnvel þótt La niña kæli jörðina tímabundið niður verði hitinn enn óvenjuhár. „Við gerum enn ráð fyrir háum hita sem leiðir til hættulegra hitabylgna, þurrka, gróðurelda og hitabeltisfellibylja,“ segir Otto.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira