Tryggvi skoraði sautján stig en hann hitti úr sjö af átta skotum sínum. Hann tók einnig sex fráköst.
Lítið var skorað í leiknum og þriggja stiga nýting beggja liða var afar slök. Hún var þrettán prósent hjá Bilbao en 22,2 prósent hjá Baskonia.
Þetta var fjórða tap Bilbao í röð en liðið er í 13. sæti deildarinnar af átján liðum.
Tryggvi gekk í raðir Bilbao í fyrra eftir fjögur ár í herbúðum Zaragoza.