Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. desember 2024 16:25 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. vísir Meira magn af kviku virðist streyma úr dýpra kvikuhólfi með hverju gosinu, enda verður leiðin alltaf greiðfærari. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við Vísi. Dregið hefur úr virkni hægt og rólega síðustu daga og gosórói hefur farið minnkandi þegar horft er til síðustu daga. „Það hefur dregið smátt og smátt úr virkninni,“ segir Þorvaldur. „Líklegast er að þetta fjari út smátt og smátt og við förum í annað söfnunarferli, þar sem kvika safnast í þetta grynnra geymsluhólf á 5km dýpi undir Svartsengi. Endurtekið efni má segja.“ Mun meira magn kviku „Það sem er athyglisvert í stöðunni núna er að það sem safnaðist í geymsluhólfið áður en gosið byrjaði er töluvert minna en það sem hefur komið upp. Það söfnuðust fyrir um 25 milljónir rúmmetrar af kviku, miðað við það sem landrisið gaf til kynna, en síðast þegar við könnuðum var kvikan sem upp kom farin að nálgast 50 milljón rúmmetra. Það er því töluvert meira. “ Það sé ekki hægt að skýra þær breytingar með samþjöppun kviku, heldur sé kvika að koma úr dýpra geymsluhólfi alla leið til yfirborðs. „Það sem er merkilegt, svona í sögulegri þróun, er að leiðin fyrir þessa dýpri kviku verður alltaf greiðfærari, með hverju gosi. Nú eru menn að sjá landris sem hefur verið mun hægara en í fyrri gosum. Það er því lengri aðdragandi núna en í hinum gosunum. “ „Þannig að það flæðir úr dýpra hólfinu alveg til yfirborðs og einhver kvika er að safnast fyrir í grynnra hólfi. Söfnunin getur tekið yfir og þá hættir gosið en þetta getur alveg náð jafnvægi, og þá heldur gosið áfram.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þetta segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við Vísi. Dregið hefur úr virkni hægt og rólega síðustu daga og gosórói hefur farið minnkandi þegar horft er til síðustu daga. „Það hefur dregið smátt og smátt úr virkninni,“ segir Þorvaldur. „Líklegast er að þetta fjari út smátt og smátt og við förum í annað söfnunarferli, þar sem kvika safnast í þetta grynnra geymsluhólf á 5km dýpi undir Svartsengi. Endurtekið efni má segja.“ Mun meira magn kviku „Það sem er athyglisvert í stöðunni núna er að það sem safnaðist í geymsluhólfið áður en gosið byrjaði er töluvert minna en það sem hefur komið upp. Það söfnuðust fyrir um 25 milljónir rúmmetrar af kviku, miðað við það sem landrisið gaf til kynna, en síðast þegar við könnuðum var kvikan sem upp kom farin að nálgast 50 milljón rúmmetra. Það er því töluvert meira. “ Það sé ekki hægt að skýra þær breytingar með samþjöppun kviku, heldur sé kvika að koma úr dýpra geymsluhólfi alla leið til yfirborðs. „Það sem er merkilegt, svona í sögulegri þróun, er að leiðin fyrir þessa dýpri kviku verður alltaf greiðfærari, með hverju gosi. Nú eru menn að sjá landris sem hefur verið mun hægara en í fyrri gosum. Það er því lengri aðdragandi núna en í hinum gosunum. “ „Þannig að það flæðir úr dýpra hólfinu alveg til yfirborðs og einhver kvika er að safnast fyrir í grynnra hólfi. Söfnunin getur tekið yfir og þá hættir gosið en þetta getur alveg náð jafnvægi, og þá heldur gosið áfram.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira