„Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 6. desember 2024 21:17 Baldur Ragnarsson er í toppmálum þessa dagana. Vísir/Jón Gautur Stjarnan vann öruggan og nokkuð þægilegan útisigur í kvöld í nágrannaslag gegn Álftanesi, 77-97. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari liðsins, var sérstaklega ánægður með varnarleikinn að þessu sinni. Patrekur Jóhannesson tók utan um Baldur þegar hann var á leiðinni í viðtalið og sagði: „Góð orka í liðinu!“ sem rammar frammistöðuna ef til vill ágætlega inn. „Þetta er minn maður þarna, Patti, geggjaður. Já, bara mjög góð orka. Frábær varnarleikur heilt yfir, sérstaklega í seinni hálfleik. Ég var mjög ánægður með það.“ Stjarnan byrjaði leikinn á 14-0 áhlaupi og var nokkurn veginn alltaf í bílstjórasætinu eftir það. Baldur viðurkenndi að hann hefði reiknað með jafnari leik fyrirfram. „Ég held að ég sé að segja rétt að það hafa allir leikir hérna verið í framlengingu eða algjört 50/50 og ég reiknaði náttúrulega bara með því að við værum að fara í það. Hrikalega ánægður með frammistöðuna hjá mínum mönnum á varnarvelli og bara orkuna heilt yfir. Menn að hreyfa boltann glæsilega og „eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta.“ Orri Gunnarsson fór fyrir stigaskori gestanna í kvöld en lenti í villuvandræðum í fyrri hálfleik. Það skipti þó engu máli þar sem Stjarnan býr yfir góðu og samstilltu vopnabúri að mati Baldurs. „Það er bara hrikalega góð „kemestría“ í liðinu á milli leikmanna. Menn treysta hver öðrum og erlendu leikmennirnir líka alveg í takti við þá íslensku þannig að ég er bara mjög ánægður með það. Þetta var bara hrikalega góður leikur hjá okkur í dag.“ „Þú mátt ekki taka þessu sem gefnu, þetta var bara góð frammistaða, við vinnum út af því. Ef þú heldur að þú sért eitthvað, þá lendirðu niðri á jörðinni. Er orkan fer, ef varnarleikurinn fer, þá bara taparðu. Þú verður alltaf að vinna vinnuna og halda fókus.“ Stjarnan á bikarleik strax á mánudag en Baldur sagði að hann hefði aldrei haft það á bakvið eyrað að hvíla menn fyrir þann leik. „Nei, í sjálfu sér ætlaði ég bara að vinna leikinn og var ekki að pæla í því eitt né neitt.“ Það er kannski bara Hlynur sem þarf á lengri hvíld að halda? „Hann spilar bara tíu mínútur hvort sem er, hann þarf engan tíma til að jafna sig, hann getur spilað aftur á morgun.“ Bónus-deild karla Körfubolti Stjarnan Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Patrekur Jóhannesson tók utan um Baldur þegar hann var á leiðinni í viðtalið og sagði: „Góð orka í liðinu!“ sem rammar frammistöðuna ef til vill ágætlega inn. „Þetta er minn maður þarna, Patti, geggjaður. Já, bara mjög góð orka. Frábær varnarleikur heilt yfir, sérstaklega í seinni hálfleik. Ég var mjög ánægður með það.“ Stjarnan byrjaði leikinn á 14-0 áhlaupi og var nokkurn veginn alltaf í bílstjórasætinu eftir það. Baldur viðurkenndi að hann hefði reiknað með jafnari leik fyrirfram. „Ég held að ég sé að segja rétt að það hafa allir leikir hérna verið í framlengingu eða algjört 50/50 og ég reiknaði náttúrulega bara með því að við værum að fara í það. Hrikalega ánægður með frammistöðuna hjá mínum mönnum á varnarvelli og bara orkuna heilt yfir. Menn að hreyfa boltann glæsilega og „eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta.“ Orri Gunnarsson fór fyrir stigaskori gestanna í kvöld en lenti í villuvandræðum í fyrri hálfleik. Það skipti þó engu máli þar sem Stjarnan býr yfir góðu og samstilltu vopnabúri að mati Baldurs. „Það er bara hrikalega góð „kemestría“ í liðinu á milli leikmanna. Menn treysta hver öðrum og erlendu leikmennirnir líka alveg í takti við þá íslensku þannig að ég er bara mjög ánægður með það. Þetta var bara hrikalega góður leikur hjá okkur í dag.“ „Þú mátt ekki taka þessu sem gefnu, þetta var bara góð frammistaða, við vinnum út af því. Ef þú heldur að þú sért eitthvað, þá lendirðu niðri á jörðinni. Er orkan fer, ef varnarleikurinn fer, þá bara taparðu. Þú verður alltaf að vinna vinnuna og halda fókus.“ Stjarnan á bikarleik strax á mánudag en Baldur sagði að hann hefði aldrei haft það á bakvið eyrað að hvíla menn fyrir þann leik. „Nei, í sjálfu sér ætlaði ég bara að vinna leikinn og var ekki að pæla í því eitt né neitt.“ Það er kannski bara Hlynur sem þarf á lengri hvíld að halda? „Hann spilar bara tíu mínútur hvort sem er, hann þarf engan tíma til að jafna sig, hann getur spilað aftur á morgun.“
Bónus-deild karla Körfubolti Stjarnan Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira