Erlent

Ís­lendingur hand­tekinn í Rúss­landi

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Frá Sakalín-eyju. Mynd úr safni.
Frá Sakalín-eyju. Mynd úr safni. Getty/Eddie Gerald

Íslenskur ríkisborgari var handtekinn á leiðinni frá Rússlandi til Japans og í kjölfarið vísað úr landi. Hann er sagður hafa verið handtekinn fyrir að ferðast ólöglega með bát yfir landamæri Rússlands til Japans. 

Þetta herma rússneskir  fréttamiðlar en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá íslenskra miðla. Þar kemur fram að maðurinn hafi verið á ferð ásamt fjórum öðrum mönnum á siglingu á litlum báti frá Sakalín-eyjum til Hokkaido-eyju í Japan þegar strandgæsla Rússlands stöðvaði för þeirra.

Var mönnunum gefið að sök að dvelja ólöglega í Rússlandi og kemur fram að þeir hafi verið án atvinnuréttinda. Þeir voru í kjölfarið dæmdir sekir og vísað úr landi en þeir sæta að auki fimm ára endurkomubanni. 

Ægir Þór Eysteinsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir í samtali við Vísi að Íslendingur hafi nýverið verið handtekinn í Rússlandi.

„Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur haft til meðferðar mál Íslendings sem handtekinn var í Rússlandi nýverið, en veitir ekki frekari upplýsingar um einstök mál,“ sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×