„Ég hef átt ákveðin samtöl“ Árni Sæberg skrifar 6. desember 2024 11:25 Bjarni bíður átekta hvað varðar stjórnarmyndunarviðræður. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa rætt við formenn annarra flokka á Alþingi varðandi möguleg stjórnarmynstur. Nú séu formenn þriggja annarra flokka að ræða saman og ekki sé gott að segja til um það hvernig úr þeim viðræðum spilast. Líkt og alþjóð veit eru formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins að funda nokkuð stíft um myndun Valkyrjustjórnarinnar svokölluðu. Á meðan sú stjórn, eða önnur eftir atvikum, hefur ekki verið mynduð situr ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem fastast sem starfsstjórn. Sú stjórn kom saman til fundar í morgun og Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður tók Bjarna tali að fundi loknum. Öll mynstur kalla á aðkomu Valkyrjanna Bjarni segir að hann hafi rætt við formenn annarra flokka frá því að kosið var fyrir tæpri viku. Nú séu þrír flokkar að vinna að því að mynda meirihluta á þinginu og honum sé ekki kunnugt um að aðrar meirihlutaviðræður séu í gangi, enda myndi það kalla á aðkomu einhverra af þessum þremur flokkum. „En ég hef sagt það áður að ég teldi farsælast fyrir þjóðina að hér kæmist á ný borgaraleg ríkisstjórn sem myndi leggja áherslu á lágmarksríkisafskipti, halda álögum í hófi á landsmenn. Ríkisstjórn sem myndi leggja áherslu á að rækta EES -samstarfið, ekki stefna að inngöngu í Evrópusambandið. En við sjáum mikinn áhuga hjá þeim flokkum sem núna sitja saman á að ræða um aðra hluti og hvernig úr þessu spilast er ekki gott að segja.“ Úttalar sig ekki Bjarni segir að hann hafi þegar tjáð sig opinberlega um það að hann hafi átt samtöl um myndun áðurnefndar borgaralegrar ríkisstjórnar en hann muni ekki rekja þau í smáatriðum. Gera má ráð fyrir því að þau samtöl hafi verið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. Sigurður Ingi útilokar að taka þátt í ríkisstjórn Rætt var við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, að loknum ríkisstjórnarfundi. Hann leiðir fimm manna þingflokk og gæti því hugsanlega haft áhrif á myndun næstu ríkisstjórnar. Hann segir aftur á móti að Framsókn muni ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi. „Kosningarnar voru mjög skýrar. Það er ákall um breytingar og að þessi þrír flokkar axli þá ábyrgð. Kosningarnar enduðu þannig að við í Framsókn séum í stjórnarandstöðu.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
Líkt og alþjóð veit eru formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins að funda nokkuð stíft um myndun Valkyrjustjórnarinnar svokölluðu. Á meðan sú stjórn, eða önnur eftir atvikum, hefur ekki verið mynduð situr ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem fastast sem starfsstjórn. Sú stjórn kom saman til fundar í morgun og Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður tók Bjarna tali að fundi loknum. Öll mynstur kalla á aðkomu Valkyrjanna Bjarni segir að hann hafi rætt við formenn annarra flokka frá því að kosið var fyrir tæpri viku. Nú séu þrír flokkar að vinna að því að mynda meirihluta á þinginu og honum sé ekki kunnugt um að aðrar meirihlutaviðræður séu í gangi, enda myndi það kalla á aðkomu einhverra af þessum þremur flokkum. „En ég hef sagt það áður að ég teldi farsælast fyrir þjóðina að hér kæmist á ný borgaraleg ríkisstjórn sem myndi leggja áherslu á lágmarksríkisafskipti, halda álögum í hófi á landsmenn. Ríkisstjórn sem myndi leggja áherslu á að rækta EES -samstarfið, ekki stefna að inngöngu í Evrópusambandið. En við sjáum mikinn áhuga hjá þeim flokkum sem núna sitja saman á að ræða um aðra hluti og hvernig úr þessu spilast er ekki gott að segja.“ Úttalar sig ekki Bjarni segir að hann hafi þegar tjáð sig opinberlega um það að hann hafi átt samtöl um myndun áðurnefndar borgaralegrar ríkisstjórnar en hann muni ekki rekja þau í smáatriðum. Gera má ráð fyrir því að þau samtöl hafi verið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. Sigurður Ingi útilokar að taka þátt í ríkisstjórn Rætt var við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, að loknum ríkisstjórnarfundi. Hann leiðir fimm manna þingflokk og gæti því hugsanlega haft áhrif á myndun næstu ríkisstjórnar. Hann segir aftur á móti að Framsókn muni ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi. „Kosningarnar voru mjög skýrar. Það er ákall um breytingar og að þessi þrír flokkar axli þá ábyrgð. Kosningarnar enduðu þannig að við í Framsókn séum í stjórnarandstöðu.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira