Samþykkja að leikskólabyggingin verði rifin Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2024 07:56 Leikskólinn Laugasól við Leirulæk var reistur 1965. Reykjavíkurborg Borgarráð Reykjavíkurborg hefur samþykkt ósk umhverfis- og skipulagssviðs um að stöðva framkvæmdir við endurbætur á leikskólanum Laugasól við Leirulæk og heimild til að rífa húsið til að hægt sé að hanna og reisa nýjan leikskóla á lóðinni. Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Endurbætur á efra húsi leikskólans, sem reist var 1965, hafa staðið yfir síðan í maí 2024 en í ljós hefur komið að jarðvegurinn sem byggingin stendur á sé ekki burðarhæfur. Samningi við verktaka hefur því verið sagt upp. Í bókun meirihlutans segir að vegna þessa séu forsendur við frekari endurbætur brostnar og því heimili borgarráð að núverandi hús verði rifið. Verkið fólst í breytingum og endurbótum efri hæðar leikskólans ásamt því að fjölga leikstofum með því að breyta niðurgröfnum kjallara í jarðhæð. Þegar grafið var frá kjallara kom í ljós að engar undirstöður, eða sökklar, voru undir botnplötu hússins og jarðvegsfylling sem húsið hvíli á væri því ekki burðarhæf. Fyrirsjáanleiki í kostnaði Verðkfræðistofan Hnit hafði verið fengin til að gera tvær úttektir á byggingunni og þá var Efla fengin til að leggja mat á hvort rétt væri að halda áfram með endurbæturnar og styrkja burðarvirkið eða þá rífa núverandi byggingu og láta reisa nýjan leikskóla. Lagði Efla til að réttast væri að rífa bygginguna með tilliti til gæða og fyrirsjáanleika í kostnaði. Þá myndi einnig skapast möguleikar á nýju fyrirkomulagi bygginga innan leikskólalóðarinnar. „Meirihlutinn leggur mikla áherslu á að nýr leikskóli á lóðinni fari strax í uppbyggingu, verði í miklum gæðum og rísi hratt. Yfirstandandi er umfangsmikið átak sem miðar að því að fjölga plássum í leikskólum og vinna til baka pláss í leikskólum sem ekki er hægt að nýta vegna framkvæmda og er Laugasól hluti af því,“ segir í bókuninni. Núverandi ástand suðurveggjar einnar álmu Leirulækjar 6, en framkvæmdir hafa staðið yfir á lóðinni síðan í vor.Hnit Eitt það vandræðalegasta Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja í sinni bókun að Laugasól verði rifinn en leggi áherslu á að skynsemi ráði för við uppbyggingu nýs leikskóla. Þá er hvatt til þess að ný leikskólabygging verði byggð af hófsemd. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins segir málið eitt það vandræðalegasta sem hafi komið upp í borginni: Mál sem enginn skilji. „Flokkur fólksins hefur óskað upplýsinga um hversu miklu fé hefur verið varið í endurbætur á húsnæði leikskólans Laugasól í Reykjavík og hvort ekki hafi verið hægt að sjá og meta burðarstyrk í jarðvegi og undirstöðum áður en ráðist var í framkvæmdirnar. En ekki er öll vitleysan eins: Vandinn er bara að svona mál eru ekki ný af nálinni í borgarkerfinu,“ segir í bókunni. Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Leikskólar Tengdar fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Foreldrum barna í leikskólanum Laugasól var tilkynnt í gær að járnbending húsnæðis leikskólans væri ekki góð. Verkfræðistofur leggja til að húsið verði rifið. 26. nóvember 2024 15:18 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Endurbætur á efra húsi leikskólans, sem reist var 1965, hafa staðið yfir síðan í maí 2024 en í ljós hefur komið að jarðvegurinn sem byggingin stendur á sé ekki burðarhæfur. Samningi við verktaka hefur því verið sagt upp. Í bókun meirihlutans segir að vegna þessa séu forsendur við frekari endurbætur brostnar og því heimili borgarráð að núverandi hús verði rifið. Verkið fólst í breytingum og endurbótum efri hæðar leikskólans ásamt því að fjölga leikstofum með því að breyta niðurgröfnum kjallara í jarðhæð. Þegar grafið var frá kjallara kom í ljós að engar undirstöður, eða sökklar, voru undir botnplötu hússins og jarðvegsfylling sem húsið hvíli á væri því ekki burðarhæf. Fyrirsjáanleiki í kostnaði Verðkfræðistofan Hnit hafði verið fengin til að gera tvær úttektir á byggingunni og þá var Efla fengin til að leggja mat á hvort rétt væri að halda áfram með endurbæturnar og styrkja burðarvirkið eða þá rífa núverandi byggingu og láta reisa nýjan leikskóla. Lagði Efla til að réttast væri að rífa bygginguna með tilliti til gæða og fyrirsjáanleika í kostnaði. Þá myndi einnig skapast möguleikar á nýju fyrirkomulagi bygginga innan leikskólalóðarinnar. „Meirihlutinn leggur mikla áherslu á að nýr leikskóli á lóðinni fari strax í uppbyggingu, verði í miklum gæðum og rísi hratt. Yfirstandandi er umfangsmikið átak sem miðar að því að fjölga plássum í leikskólum og vinna til baka pláss í leikskólum sem ekki er hægt að nýta vegna framkvæmda og er Laugasól hluti af því,“ segir í bókuninni. Núverandi ástand suðurveggjar einnar álmu Leirulækjar 6, en framkvæmdir hafa staðið yfir á lóðinni síðan í vor.Hnit Eitt það vandræðalegasta Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja í sinni bókun að Laugasól verði rifinn en leggi áherslu á að skynsemi ráði för við uppbyggingu nýs leikskóla. Þá er hvatt til þess að ný leikskólabygging verði byggð af hófsemd. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins segir málið eitt það vandræðalegasta sem hafi komið upp í borginni: Mál sem enginn skilji. „Flokkur fólksins hefur óskað upplýsinga um hversu miklu fé hefur verið varið í endurbætur á húsnæði leikskólans Laugasól í Reykjavík og hvort ekki hafi verið hægt að sjá og meta burðarstyrk í jarðvegi og undirstöðum áður en ráðist var í framkvæmdirnar. En ekki er öll vitleysan eins: Vandinn er bara að svona mál eru ekki ný af nálinni í borgarkerfinu,“ segir í bókunni.
Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Leikskólar Tengdar fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Foreldrum barna í leikskólanum Laugasól var tilkynnt í gær að járnbending húsnæðis leikskólans væri ekki góð. Verkfræðistofur leggja til að húsið verði rifið. 26. nóvember 2024 15:18 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Foreldrum barna í leikskólanum Laugasól var tilkynnt í gær að járnbending húsnæðis leikskólans væri ekki góð. Verkfræðistofur leggja til að húsið verði rifið. 26. nóvember 2024 15:18